Uppkaup eða viðgerðir 3,0 lítra dísilbíla VW í Bandaríkjunum kostar 128 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2017 15:41 Volkswagen Touareg. Volkswagen hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum vegna 80.000 bíla fyrirtækisins sem eru með 3,0 lítra dísilvélar. Annaðhvort mun Volkswagen gera við eða kaupa til baka þessa bíla og mun það kosta Volkswagen 1,22 milljarða dollara, eða 128 milljarða króna. Af þessari upphæð mun Volkswagen greiða eigendum þessara bíla 327,5 milljónir dollara, en restin er í formi sektar vegna dísilvélasvindlsins sem einnig tengist þessari vélargerð, auk 2,0 lítra dísilvélanna sem áður hefur náðst samkomulag um og varðaði 475.000 bíla og kostaði Volkswagen 14,7 milljarða dollara. Þetta samkonulag nú var undirritað í San Francisco í vikunni. Það þýðir að eigendum bílanna verður greitt á bilinu 7.000 til 16.000 dollarar, eftir bílgerðum. Ef Volkswagen uppfyllir ekki það samkomulag sem gert var nú gæti það kostað fyrirtækið allt að 4,04 milljörðum dollara, svo það er eins gott fyrir Volkswagen að standa við þetta samkomulag. Samtals er kostnaður Volkswagen kominn uppí 25 milljarða dollara vegna þeirra bíla sem seldir voru þarlendis með svindlhugbúnaði. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Volkswagen hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum vegna 80.000 bíla fyrirtækisins sem eru með 3,0 lítra dísilvélar. Annaðhvort mun Volkswagen gera við eða kaupa til baka þessa bíla og mun það kosta Volkswagen 1,22 milljarða dollara, eða 128 milljarða króna. Af þessari upphæð mun Volkswagen greiða eigendum þessara bíla 327,5 milljónir dollara, en restin er í formi sektar vegna dísilvélasvindlsins sem einnig tengist þessari vélargerð, auk 2,0 lítra dísilvélanna sem áður hefur náðst samkomulag um og varðaði 475.000 bíla og kostaði Volkswagen 14,7 milljarða dollara. Þetta samkonulag nú var undirritað í San Francisco í vikunni. Það þýðir að eigendum bílanna verður greitt á bilinu 7.000 til 16.000 dollarar, eftir bílgerðum. Ef Volkswagen uppfyllir ekki það samkomulag sem gert var nú gæti það kostað fyrirtækið allt að 4,04 milljörðum dollara, svo það er eins gott fyrir Volkswagen að standa við þetta samkomulag. Samtals er kostnaður Volkswagen kominn uppí 25 milljarða dollara vegna þeirra bíla sem seldir voru þarlendis með svindlhugbúnaði.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent