Goðsagnir í hverri stöðu þegar FH og Valur mættust síðast í úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2017 15:00 Ólafur Stefánsson og Geir Sveinsson urðu báðir Íslandsmeistarar með Val 1993. mynd/brynjar gauti FH og Valur mætast í fyrsta leik í úrslitum Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15. Tuttuguogfjögur ár eru liðin síðan liðin mættust síðast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. RÚV birti í dag skemmtilegt myndbrot úr fjórða leik liðanna 1993. Valsmenn mættu þá í Kaplakrika, unnu 21-23 sigur og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn urðu einnig deildar- og bikarmeistarar þetta tímabil og unnu því þrefalt. Valur vann svo Íslandsmeistaratitilinn næstu þrjú ár. FH og Valur voru bæði með ógnarsterk lið á þessum tíma og þegar rennt er yfir byrjunarliðin úr fjórða leiknum 1993 má sjá ýmis kunnugleg nöfn. Af þeim 14 leikmönnum sem byrjuðu leikinn eiga 13 þeirra a.m.k. níu landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá eini sem á ekki landsleik er Alexei Trúfan sem er af rússnesku bergi brotinn. Í liðunum voru t.a.m. samtals sex leikmenn sem hjálpuðu Íslandi að vinna B-keppnina í Frakklandi 1989: Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Jakob Sigurðsson, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen. Í liði Vals voru einnig ungstirnin Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson, þá tvítugir að aldri. Allir þekkja svo þeirra sögu í handboltanum. Leikmennirnir sem byrjuðu fjórða leik FH og Vals 1993 spiluðu samtals hvorki fleiri né færri en 2603 landsleiki, samkvæmt heimasíðu HSÍ.Byrjunarlið FH var þannig skipað (landsleikir í sviga): Markvörður: Bergsveinn Bergsveinsson (153) - 16/2 varin skot Vinstra horn: Gunnar Beinteinsson (85) - 3 mörk Vinstri skytta: Alexei Trúfan - 3/2 mörk Leikstjórnandi: Guðjón Árnason (43) - 9 mörk Hægri skytta: Kristján Arason (245) Hægra horn: Sigurður Sveinsson (9) - 4 mörk Línumaður: Þorgils Óttar Mathiesen (247)Aðrir markaskorarar: Hálfdán Þórðarson (línumaður) - 2 mörkByrjunarlið Vals var þannig skipað - mörk skoruð: Markvörður: Guðmundur Hrafnkelsson (407) - 17/2 varin skot Vinstri bakvörður: Jakob Sigurðsson (247) - 1 mark Vinstri skytta: Ingi Rafn Jónsson (11) - 3 mörk Leikstjórnandi: Dagur Sigurðsson (215) - 3 mörk Hægri skytta: Ólafur Stefánsson (330) - 5 mörk Hægra horn: Valdimar Grímsson (271) - 5/4 mörk Línumaður: Geir Sveinsson (340) - 6 mörkÚrslitaeinvígi FH og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Það eru 24 ár síðan liðin mættust síðast í úrslitum. pic.twitter.com/NXy63Czt7p— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 10, 2017 Olís-deild karla Tengdar fréttir FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
FH og Valur mætast í fyrsta leik í úrslitum Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15. Tuttuguogfjögur ár eru liðin síðan liðin mættust síðast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. RÚV birti í dag skemmtilegt myndbrot úr fjórða leik liðanna 1993. Valsmenn mættu þá í Kaplakrika, unnu 21-23 sigur og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn urðu einnig deildar- og bikarmeistarar þetta tímabil og unnu því þrefalt. Valur vann svo Íslandsmeistaratitilinn næstu þrjú ár. FH og Valur voru bæði með ógnarsterk lið á þessum tíma og þegar rennt er yfir byrjunarliðin úr fjórða leiknum 1993 má sjá ýmis kunnugleg nöfn. Af þeim 14 leikmönnum sem byrjuðu leikinn eiga 13 þeirra a.m.k. níu landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá eini sem á ekki landsleik er Alexei Trúfan sem er af rússnesku bergi brotinn. Í liðunum voru t.a.m. samtals sex leikmenn sem hjálpuðu Íslandi að vinna B-keppnina í Frakklandi 1989: Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Jakob Sigurðsson, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen. Í liði Vals voru einnig ungstirnin Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson, þá tvítugir að aldri. Allir þekkja svo þeirra sögu í handboltanum. Leikmennirnir sem byrjuðu fjórða leik FH og Vals 1993 spiluðu samtals hvorki fleiri né færri en 2603 landsleiki, samkvæmt heimasíðu HSÍ.Byrjunarlið FH var þannig skipað (landsleikir í sviga): Markvörður: Bergsveinn Bergsveinsson (153) - 16/2 varin skot Vinstra horn: Gunnar Beinteinsson (85) - 3 mörk Vinstri skytta: Alexei Trúfan - 3/2 mörk Leikstjórnandi: Guðjón Árnason (43) - 9 mörk Hægri skytta: Kristján Arason (245) Hægra horn: Sigurður Sveinsson (9) - 4 mörk Línumaður: Þorgils Óttar Mathiesen (247)Aðrir markaskorarar: Hálfdán Þórðarson (línumaður) - 2 mörkByrjunarlið Vals var þannig skipað - mörk skoruð: Markvörður: Guðmundur Hrafnkelsson (407) - 17/2 varin skot Vinstri bakvörður: Jakob Sigurðsson (247) - 1 mark Vinstri skytta: Ingi Rafn Jónsson (11) - 3 mörk Leikstjórnandi: Dagur Sigurðsson (215) - 3 mörk Hægri skytta: Ólafur Stefánsson (330) - 5 mörk Hægra horn: Valdimar Grímsson (271) - 5/4 mörk Línumaður: Geir Sveinsson (340) - 6 mörkÚrslitaeinvígi FH og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Það eru 24 ár síðan liðin mættust síðast í úrslitum. pic.twitter.com/NXy63Czt7p— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 10, 2017
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00