Laxinn er líka kominn í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 28. maí 2017 12:00 Árni Baldursson hjá Lax-Á með lax við opnun Blöndu í fyrra. Mynd: VB Laxinn er mættur í Blöndu og þetta er staðfest af leiðsögumönnum og forvitnum ferðamönnum sem hafa verið að horfa á Breiðuna. Fyrstu laxarnir sáust í Damminum og það var nokkuð af fiski sem lá þar en samkvæmt heilmildum hjá Veiðivísi var það Þorsteinn Hafþórsson sem sá fyrstu laxana í Damminum en hann veit svo sem líka nákvæmlega hvar á að leita enda með vanari mönnum við bakka Blöndu. Síðan er skemmtilegt að segja frá því að lítil rúta með erlenda ferðamenn var að taka örstutt stopp á Blönduós og vildu ferðamennirnir ólmir fá að komast aðeins nær ánni til að taka myndir. Fararstjórinn sem er íslenskur gekk með þá að brekkunni norðan megin við Breiðuna og þeir voru varla farnir að smella af myndum þegar vænn tveggja ára lax stökk með tilþrifum á brotinu. Þarna sátu níu ferðamenn í 45 mínútur og biðu eftir löxum að stökkva og það stukku nokkrir á meðan á biðinni stóð en ekki einn þeirra náðist mynd enda ekki skrítið því það er erfitt að ná góðri mynd af laxi stökkva ég tala ekki um þegar um óvana ljósmyndara er að ræða. Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði
Laxinn er mættur í Blöndu og þetta er staðfest af leiðsögumönnum og forvitnum ferðamönnum sem hafa verið að horfa á Breiðuna. Fyrstu laxarnir sáust í Damminum og það var nokkuð af fiski sem lá þar en samkvæmt heilmildum hjá Veiðivísi var það Þorsteinn Hafþórsson sem sá fyrstu laxana í Damminum en hann veit svo sem líka nákvæmlega hvar á að leita enda með vanari mönnum við bakka Blöndu. Síðan er skemmtilegt að segja frá því að lítil rúta með erlenda ferðamenn var að taka örstutt stopp á Blönduós og vildu ferðamennirnir ólmir fá að komast aðeins nær ánni til að taka myndir. Fararstjórinn sem er íslenskur gekk með þá að brekkunni norðan megin við Breiðuna og þeir voru varla farnir að smella af myndum þegar vænn tveggja ára lax stökk með tilþrifum á brotinu. Þarna sátu níu ferðamenn í 45 mínútur og biðu eftir löxum að stökkva og það stukku nokkrir á meðan á biðinni stóð en ekki einn þeirra náðist mynd enda ekki skrítið því það er erfitt að ná góðri mynd af laxi stökkva ég tala ekki um þegar um óvana ljósmyndara er að ræða.
Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði