Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Karl Lúðvíksson skrifar 28. maí 2017 10:28 Laxinn er mættur í Norðurá. Laxveiðtímabilið 3.júní með opnun Norðurár og það er óhætt að segja að veiðimenn séu orðnir spenntir enda fréttir af löxum sem eru þegar gengnir í árnar sífellt að fjölga. Nú er það staðfest að laxinn er mættur í Norðurá og líklega er nokkuð af fiski komið í hana þar sem sást til átta laxa á Stokkhylsbrotinu og þá er öruggt að það liggja fleiri í veiðistöðunum neðan við fossinn. Fyrstu laxarnir eru líka komnir í Þverá og það er sama sagan þar, nokkrir laxar hafa sést á fleiri en einum stað svo þar á bæ sem og bið Norðurá er mikil spenna fyrir fyrst veiðideginum. Það hefur borið aðeins á því að erlendum veiðimönnum hafi fækkað og má þar kenna um styrkingu krónunnar en veiðileyfin hafa þess vegna hækkað mikið til þeirra sem greiða í erlendri mynt. það gerir það er verkum að það má finna lausar stangir í bestu ánum sem áður voru alltaf seldar erlendum veiðimönnum. Það eru öll teikn á lofti að við séum að detta í gott sumar hvað laxgengd varðar og ætli breskir veiðimenn sem hafa hætt við Íslandsför á þessu ári nagi sig ekki í handarbökin ef fyrstu dagarnir í laxveiðinni gefi til kynna að í vændum sé gott veiðisumar á Íslandi. Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði
Laxveiðtímabilið 3.júní með opnun Norðurár og það er óhætt að segja að veiðimenn séu orðnir spenntir enda fréttir af löxum sem eru þegar gengnir í árnar sífellt að fjölga. Nú er það staðfest að laxinn er mættur í Norðurá og líklega er nokkuð af fiski komið í hana þar sem sást til átta laxa á Stokkhylsbrotinu og þá er öruggt að það liggja fleiri í veiðistöðunum neðan við fossinn. Fyrstu laxarnir eru líka komnir í Þverá og það er sama sagan þar, nokkrir laxar hafa sést á fleiri en einum stað svo þar á bæ sem og bið Norðurá er mikil spenna fyrir fyrst veiðideginum. Það hefur borið aðeins á því að erlendum veiðimönnum hafi fækkað og má þar kenna um styrkingu krónunnar en veiðileyfin hafa þess vegna hækkað mikið til þeirra sem greiða í erlendri mynt. það gerir það er verkum að það má finna lausar stangir í bestu ánum sem áður voru alltaf seldar erlendum veiðimönnum. Það eru öll teikn á lofti að við séum að detta í gott sumar hvað laxgengd varðar og ætli breskir veiðimenn sem hafa hætt við Íslandsför á þessu ári nagi sig ekki í handarbökin ef fyrstu dagarnir í laxveiðinni gefi til kynna að í vændum sé gott veiðisumar á Íslandi.
Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði