Sýnd veiði en ekki gefin í Laugarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2017 09:06 Laugarvatn þekkja flestir en það hafa líklega færri veitt í vatninu en í því er töluverð bleikja sem oft getur verið erfitt að ná. Vatnið er til þess að gera frekar grunnt og innrennsli hveravatns gerir það að verkum að fæðuframboð í því virðist vera nokkuð gott yfir vetrartímann. Þetta sést kannski ágætlega á stærðinni á bleikjunni og eins hvað hún er vel haldin strax á fyrstu veiðidögum vorsins. Það er mikið líf í vatninu og á góðum lygnum degi má sjá vakir um allt vatn og sumar af þeim stórar. Það er þó ekki auðvelt að fá þessar bleikjur til að taka enda þekkja veiðimenn það afskaplega vel að þegar fæðuframboð á veiðisvæði er gott þarf að finna nokkuð nákvæmlega hvað bleikjan er að taka til að hún sýni flugunni nokkurn áhuga. Þetta getur tekið tíma og kallar á að veiðimaðurinn skoði umhverfi sitt vel, sjái hvaða púpa liggur í yfirborði vatnsins og jafnvel ef aðstæður eru góðar að skella undir þurrflugu og þá er best að vera með þær allra minnstu undir. Þeir sem hafa náð góður tökum á að veiða í vatninu segja að það sé, eins og svo oft áður er sagt, mikil ástundun á bak við þann árangur að ná 10-15 bleikjum yfir daginn. Nú er veðurspáin fyrir helgina veiðimönnum í vil svo við hvetjum alla til að nota tækifærið og skella sér í vatnið sitt og sjá hvort það sé ekki hægt að ná nokkrum fiskum á grillið. Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði
Laugarvatn þekkja flestir en það hafa líklega færri veitt í vatninu en í því er töluverð bleikja sem oft getur verið erfitt að ná. Vatnið er til þess að gera frekar grunnt og innrennsli hveravatns gerir það að verkum að fæðuframboð í því virðist vera nokkuð gott yfir vetrartímann. Þetta sést kannski ágætlega á stærðinni á bleikjunni og eins hvað hún er vel haldin strax á fyrstu veiðidögum vorsins. Það er mikið líf í vatninu og á góðum lygnum degi má sjá vakir um allt vatn og sumar af þeim stórar. Það er þó ekki auðvelt að fá þessar bleikjur til að taka enda þekkja veiðimenn það afskaplega vel að þegar fæðuframboð á veiðisvæði er gott þarf að finna nokkuð nákvæmlega hvað bleikjan er að taka til að hún sýni flugunni nokkurn áhuga. Þetta getur tekið tíma og kallar á að veiðimaðurinn skoði umhverfi sitt vel, sjái hvaða púpa liggur í yfirborði vatnsins og jafnvel ef aðstæður eru góðar að skella undir þurrflugu og þá er best að vera með þær allra minnstu undir. Þeir sem hafa náð góður tökum á að veiða í vatninu segja að það sé, eins og svo oft áður er sagt, mikil ástundun á bak við þann árangur að ná 10-15 bleikjum yfir daginn. Nú er veðurspáin fyrir helgina veiðimönnum í vil svo við hvetjum alla til að nota tækifærið og skella sér í vatnið sitt og sjá hvort það sé ekki hægt að ná nokkrum fiskum á grillið.
Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði