Efnilegasti markvörður landsins í þremur landsliðum samtímis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2017 09:00 Viktor Gísli Hallgrímsson. Mynd/Frammyndir/Ljósmynd JGK Framarinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið valinn í 19 ára landslið karla í handbolta en undanfarna viku hefur strákurinn verið valinn í hvert landsliðið á fætur öðru. Það verður því lítið sumarfrí hjá stráknum því hann verður upptekinn í mörgum landsliðsverkefnum í sumar. Viktor Gísli sló í gegn í Olís-deild karla í vetur þar sem hann hjálpaði spútnikliði Fram að komast alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Viktor Gísli var meðal annars í miklu stuði þegar Framliðið sló Hauka út úr átta liða úrslitum. Bjarni Fritzson, þjálfari 19 ára landsliðs karla, valdi nú síðast Vitkor Gísla í æfingahóp sinn fyrir sumarið 2017. 19 ára landslið karla tekur þátt í æfingamóti í Lubeck í Þýskalandi 29.júní til 2. júlí og fer svo á HM 19 ára landsliða í Georgíu í ágúst. Fjórum dögum fyrr var Viktor Gísli valinn í tvo landsliðshópa eða 17 ára landsliðið og 21 árs landsliðið. Hann endaði síðan vikuna á því að vera kosinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla á lokahófi HSÍ.Viktor Gísli valinn í æfingahóp Íslands U-19, þar með er hann núna í æfingahópum Íslands U17, U19 og U21 https://t.co/8TdE9tvuH5#Handbolti — FRAM F.C. (@framiceland) May 24, 2017 Heimir Ríkarðsson valdi Viktor Gísla í æfingahóp 17 ára landsliðs karla en liðið er nú að æfa 24. til 26. maí. Sautján ára landsliðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, European Open í Svíþjóð í byrjun júlí og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í lok júlí. Sitthvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum. Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson völdu 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM u-21 árs liða sem fer fram í Alsír og hefst um miðjan júlí. Viktor Gísli er einn af leikmönnum hópsins. Liðið fer til Frakklands í byrjun júlí til frekari undirbúnings og spila auk þess vináttulandsleiki. „Þetta þýðir að Viktor Gísli hefur núna verið valinn í U-17, U-19 og U-21 ára landslið Íslands og ljóst að drengurinn mun hafa nóg að snúast í sumar. Það er jafnframt ljóst að Viktor mun ekki vera á fullu með öllum þessum landsliðum en HSÍ mun stýra álaginu í samráði við þjálfara,“ segir í frétt um Viktor Gísla á heimasíðu Fram. Nú er bara spurning hvort Geir Sveinsson taki strákinn inn í A-landsliðið í sumar en það stefnir allt í það að Viktor Gísli sé framtíðarmarkvörður A-landsliðsins. Það verður þó að teljast ólíklegt enda varla til uppteknari handboltamaður á landinu en einmitt Viktor Gísli. Olís-deild karla Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Framarinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið valinn í 19 ára landslið karla í handbolta en undanfarna viku hefur strákurinn verið valinn í hvert landsliðið á fætur öðru. Það verður því lítið sumarfrí hjá stráknum því hann verður upptekinn í mörgum landsliðsverkefnum í sumar. Viktor Gísli sló í gegn í Olís-deild karla í vetur þar sem hann hjálpaði spútnikliði Fram að komast alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Viktor Gísli var meðal annars í miklu stuði þegar Framliðið sló Hauka út úr átta liða úrslitum. Bjarni Fritzson, þjálfari 19 ára landsliðs karla, valdi nú síðast Vitkor Gísla í æfingahóp sinn fyrir sumarið 2017. 19 ára landslið karla tekur þátt í æfingamóti í Lubeck í Þýskalandi 29.júní til 2. júlí og fer svo á HM 19 ára landsliða í Georgíu í ágúst. Fjórum dögum fyrr var Viktor Gísli valinn í tvo landsliðshópa eða 17 ára landsliðið og 21 árs landsliðið. Hann endaði síðan vikuna á því að vera kosinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla á lokahófi HSÍ.Viktor Gísli valinn í æfingahóp Íslands U-19, þar með er hann núna í æfingahópum Íslands U17, U19 og U21 https://t.co/8TdE9tvuH5#Handbolti — FRAM F.C. (@framiceland) May 24, 2017 Heimir Ríkarðsson valdi Viktor Gísla í æfingahóp 17 ára landsliðs karla en liðið er nú að æfa 24. til 26. maí. Sautján ára landsliðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, European Open í Svíþjóð í byrjun júlí og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í lok júlí. Sitthvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum. Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson völdu 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM u-21 árs liða sem fer fram í Alsír og hefst um miðjan júlí. Viktor Gísli er einn af leikmönnum hópsins. Liðið fer til Frakklands í byrjun júlí til frekari undirbúnings og spila auk þess vináttulandsleiki. „Þetta þýðir að Viktor Gísli hefur núna verið valinn í U-17, U-19 og U-21 ára landslið Íslands og ljóst að drengurinn mun hafa nóg að snúast í sumar. Það er jafnframt ljóst að Viktor mun ekki vera á fullu með öllum þessum landsliðum en HSÍ mun stýra álaginu í samráði við þjálfara,“ segir í frétt um Viktor Gísla á heimasíðu Fram. Nú er bara spurning hvort Geir Sveinsson taki strákinn inn í A-landsliðið í sumar en það stefnir allt í það að Viktor Gísli sé framtíðarmarkvörður A-landsliðsins. Það verður þó að teljast ólíklegt enda varla til uppteknari handboltamaður á landinu en einmitt Viktor Gísli.
Olís-deild karla Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira