Íslandsmót í uppnámi Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 20. maí 2017 07:00 Æ, þetta var eitthvað misheppnað, fundurinn hjá þingnefndinni með Ólafi. Það var alveg eðlilegt að hann kæmi fyrir nefndina og fengi að gera grein fyrir sínum skoðunum á skýrslu sem Alþingi lét gera, hann reyndist jú meginviðfang skýrslunnar. Það að hann yrði að koma með einhver ný gögn, eins og sumir nefndarmenn kröfðust, gat ekki verið forsenda þess að hann fengi fund með nefndinni, það var alveg eðlilegt að þingnefndin ætti samtal við hann. Ég er ekkert viss um að Ólafur hafi grætt á því að fá þennan fund, til þess er málstaður hans einfaldlega of vondur. En meira að segja vondur málstaður á rétt á því að heyrast og reyndar nauðsynlegt að hann geri það. Þannig fer fram umræða og hið sanna og rétta kemur í ljós. En mér fannst þingmennirnir ekki heldur koma vel frá þessum fundi. Spennustigið var full hátt. Þau voru að keppast um að vera reið og sár fyrir hönd þjóðarinnar og svolítið stressuð yfir því að næsti maður væri reiðari og sárari. Ef málstaður Ólafs hefði ekki verið svona vita vonlaus, þá hefði frammistaða sumra þeirra jafnvel getað orðið honum að gagni. Á þessu voru þó undantekningar. Mér fannst þær Hildur Sverrisdóttir og Lilja Alfreðsdóttir standa sig vel, spurningar sem komu frá þeim voru yfirvegaðar og gagnlegar og til þess fallnar að varpa ljósi á málið. Og um það snýst þetta, að læra af sögunni, leiða fram staðreyndir máls, en ekki að keppa í því hver var nú reiðastur eða í mestu uppnámi þann daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun
Æ, þetta var eitthvað misheppnað, fundurinn hjá þingnefndinni með Ólafi. Það var alveg eðlilegt að hann kæmi fyrir nefndina og fengi að gera grein fyrir sínum skoðunum á skýrslu sem Alþingi lét gera, hann reyndist jú meginviðfang skýrslunnar. Það að hann yrði að koma með einhver ný gögn, eins og sumir nefndarmenn kröfðust, gat ekki verið forsenda þess að hann fengi fund með nefndinni, það var alveg eðlilegt að þingnefndin ætti samtal við hann. Ég er ekkert viss um að Ólafur hafi grætt á því að fá þennan fund, til þess er málstaður hans einfaldlega of vondur. En meira að segja vondur málstaður á rétt á því að heyrast og reyndar nauðsynlegt að hann geri það. Þannig fer fram umræða og hið sanna og rétta kemur í ljós. En mér fannst þingmennirnir ekki heldur koma vel frá þessum fundi. Spennustigið var full hátt. Þau voru að keppast um að vera reið og sár fyrir hönd þjóðarinnar og svolítið stressuð yfir því að næsti maður væri reiðari og sárari. Ef málstaður Ólafs hefði ekki verið svona vita vonlaus, þá hefði frammistaða sumra þeirra jafnvel getað orðið honum að gagni. Á þessu voru þó undantekningar. Mér fannst þær Hildur Sverrisdóttir og Lilja Alfreðsdóttir standa sig vel, spurningar sem komu frá þeim voru yfirvegaðar og gagnlegar og til þess fallnar að varpa ljósi á málið. Og um það snýst þetta, að læra af sögunni, leiða fram staðreyndir máls, en ekki að keppa í því hver var nú reiðastur eða í mestu uppnámi þann daginn.