Í eldhúsi Evu: Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum Eva Laufey skrifar 9. júní 2017 21:00 Þessar brúskettur eru fullkomið sumarsnarl Vísir/Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að brúskettum sem eru fullkomið sumarsnarl. Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20 kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður snittubrauð í fínar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Skerið niður kirsuberjatómata, pressið hvítlauk og saxið niður basilíku, blandið öllu saman í skál og bætið ólífuolíu og balsamikedik saman við. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið hverja brauðsneið með nóg af ricotta osti, setjið væna skeið af tómatamaukinu ofan á og rífið niður sítrónubörk rétt í lokin ásamt nýrifnum parmesan auðvitað. Eva Laufey Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að brúskettum sem eru fullkomið sumarsnarl. Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20 kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður snittubrauð í fínar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Skerið niður kirsuberjatómata, pressið hvítlauk og saxið niður basilíku, blandið öllu saman í skál og bætið ólífuolíu og balsamikedik saman við. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið hverja brauðsneið með nóg af ricotta osti, setjið væna skeið af tómatamaukinu ofan á og rífið niður sítrónubörk rétt í lokin ásamt nýrifnum parmesan auðvitað.
Eva Laufey Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið