Framkvæmdir á flugbrautum höfðu áhrif á að vélum var lent á Egilsstöðum Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2017 21:45 Fyrri hluta sumars hafa farið í framkvæmdir á brautarmótum N/S og A/V-brautar og þegar þeim lýkur verður farið í framkvæmdir á A/V-brautinni. Þá verður N/S-brautin opin í fullri lengd. Vísir/Vilhelm Hluti af ástæðu þess nokkrum flugvélum á leið til Keflavíkur var beint til Egilsstaðaflugvallar og einni var flogið til Edinborgar í gærkvöldi er að framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum Keflavíkurflugvallar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að það hafi verið skýjahæðin sem var þess valdandi að ákvörðun var tekið að vélunum var ekki lent í Keflavík í gærkvöldi. Hins vegar standi nú yfir framkvæmdir á flugbrautum þar sem verið sé að lagfæra blindaðflugsbúnað. Hefði hann verið tengdur hefði mögulega verið hægt að lenda vélunum í gær. „Það eru framkvæmdir í gangi við brautarmótin – nyrðri enda N/S -brautarinnar og austasta enda A/V-brautarinnar. Þær snúa að þessum blindaðflugsbúnaði, svokölluðum ILS eða aðflugshallageisla sem er búnaður sem vélin tengir sig við og getur þá lent í minna skyggni. Þessi búnaður er ekki í gangi þar sem búið er að færa brautarendann innar á brautina á meðan á framkvæmdum stendur við þennan enda. Búnaðurinn ekki réttur, ef brautarendinn færist. Notast er við GPS-aðflug og þá lenda þeir ekki þegar skýjahæð er eins lág og hún var í gær,“ segir Guðni.En ef þessi búnaður hefði verið tengdur, þá hefðu þeir mögulega lent þarna í gær?„Þá hefðu þeir mögulega lent. Það fer auðvitað eftir flugfélögum og aðstæðum hverju sinni hvað þeir gera. En búnaðurinn býður upp á lendingu við mun lægri skýjahæð en var þarna í gær.“Ráðist í framkvæmdir á sumrin Guðni segir að ráðist sé í framkvæmdir sem þessar á sumrin þar sem skyggni sé best á þeim árstíma. Hann segir að framkvæmdum á N/S-braut muni ljúka á næstu dögum og verði hún þá opnuð aftur í fullri lengd. „Þetta eru framkvæmdir sem hófust síðasta sumar og verða í þetta sumar líka. Það er gert í samráði við flugfélögin, nákvæmlega hvert framkvæmdaplanið sé og hvaða takmarkanir eru á þjónustu á meðan. Það er samt mismunandi á framkvæmdatímanum hvernig þjónustan takmarkast.“ Hann segir að framkvæmdirnar hafi í raun haft muni minni áhrif ef fyrirfram var talið. Mat hafi verið gert á áhrifum framkvæmdanna þar sem fram kom að það gætu komið dagar þar sem vélar gætu ekki lent á Keflavíkurflugvelli yfir einhver ákveðin tímabil. „Þetta hefur verið minna en það mat gerði ráð fyrir. En svo hafa komið tímar, eins og í gær, þá var það í um klukkutíma þar sem skýjahæðin var of lág.“ Fyrri hluta sumars hafa farið í framkvæmdir á brautarmótum N/S og A/V-brautar og þegar þeim lýkur verður farið í framkvæmdir á A/V-brautinni. Þá verður N/S-brautin opin í fullri lengd. „Verið er að malbika brautirnar og skipta út rafmagninu, úr bandaríska kerfinu í það evrópska. Framkvæmdir sem þessar eru gerðar á um tuttugu ára fresti. Það er vandað mjög til malbiksframkvæmda á flugbrautum til að ekki þurfi að gera það jafnoft eins og til dæmis á Miklubrautinni,“ segir Guðni. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15 Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51 Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Vélar WOW gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggis. 17. júní 2017 23:47 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Hluti af ástæðu þess nokkrum flugvélum á leið til Keflavíkur var beint til Egilsstaðaflugvallar og einni var flogið til Edinborgar í gærkvöldi er að framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum Keflavíkurflugvallar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að það hafi verið skýjahæðin sem var þess valdandi að ákvörðun var tekið að vélunum var ekki lent í Keflavík í gærkvöldi. Hins vegar standi nú yfir framkvæmdir á flugbrautum þar sem verið sé að lagfæra blindaðflugsbúnað. Hefði hann verið tengdur hefði mögulega verið hægt að lenda vélunum í gær. „Það eru framkvæmdir í gangi við brautarmótin – nyrðri enda N/S -brautarinnar og austasta enda A/V-brautarinnar. Þær snúa að þessum blindaðflugsbúnaði, svokölluðum ILS eða aðflugshallageisla sem er búnaður sem vélin tengir sig við og getur þá lent í minna skyggni. Þessi búnaður er ekki í gangi þar sem búið er að færa brautarendann innar á brautina á meðan á framkvæmdum stendur við þennan enda. Búnaðurinn ekki réttur, ef brautarendinn færist. Notast er við GPS-aðflug og þá lenda þeir ekki þegar skýjahæð er eins lág og hún var í gær,“ segir Guðni.En ef þessi búnaður hefði verið tengdur, þá hefðu þeir mögulega lent þarna í gær?„Þá hefðu þeir mögulega lent. Það fer auðvitað eftir flugfélögum og aðstæðum hverju sinni hvað þeir gera. En búnaðurinn býður upp á lendingu við mun lægri skýjahæð en var þarna í gær.“Ráðist í framkvæmdir á sumrin Guðni segir að ráðist sé í framkvæmdir sem þessar á sumrin þar sem skyggni sé best á þeim árstíma. Hann segir að framkvæmdum á N/S-braut muni ljúka á næstu dögum og verði hún þá opnuð aftur í fullri lengd. „Þetta eru framkvæmdir sem hófust síðasta sumar og verða í þetta sumar líka. Það er gert í samráði við flugfélögin, nákvæmlega hvert framkvæmdaplanið sé og hvaða takmarkanir eru á þjónustu á meðan. Það er samt mismunandi á framkvæmdatímanum hvernig þjónustan takmarkast.“ Hann segir að framkvæmdirnar hafi í raun haft muni minni áhrif ef fyrirfram var talið. Mat hafi verið gert á áhrifum framkvæmdanna þar sem fram kom að það gætu komið dagar þar sem vélar gætu ekki lent á Keflavíkurflugvelli yfir einhver ákveðin tímabil. „Þetta hefur verið minna en það mat gerði ráð fyrir. En svo hafa komið tímar, eins og í gær, þá var það í um klukkutíma þar sem skýjahæðin var of lág.“ Fyrri hluta sumars hafa farið í framkvæmdir á brautarmótum N/S og A/V-brautar og þegar þeim lýkur verður farið í framkvæmdir á A/V-brautinni. Þá verður N/S-brautin opin í fullri lengd. „Verið er að malbika brautirnar og skipta út rafmagninu, úr bandaríska kerfinu í það evrópska. Framkvæmdir sem þessar eru gerðar á um tuttugu ára fresti. Það er vandað mjög til malbiksframkvæmda á flugbrautum til að ekki þurfi að gera það jafnoft eins og til dæmis á Miklubrautinni,“ segir Guðni.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15 Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51 Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Vélar WOW gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggis. 17. júní 2017 23:47 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Hótuðu farþegunum með lögreglu Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands. 18. júní 2017 17:15
Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu. 18. júní 2017 10:51
Vélum WOW á leið frá Amsterdam og Gatwick lent á Egilsstöðum Vélar WOW gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggis. 17. júní 2017 23:47