Tíu ráð í átt að sykurlitlum lífsstíl Guðný Hrönn skrifar 29. júní 2017 19:15 Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur veit hvernig er hægt að losa sig við sykurpúkann. Vísir/VALli Margt fólk dreymir um að minnka sykurneyslu og koma mataræðinu í lag í leiðinni. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon lumar á góðum ráðum fyrir þá sem vilja segja skilið við sykurinn og deilir hér með lesendum tíu skotheldum ráðum í átt að sykurlitlum lífsstíl.Borðaðu alvöru mat og drekktu vatn Ekki drekka sykur í formi gosdrykkja eða ávaxtasafa, því þannig innbyrðum við of mikið magn sykurs á stuttum tíma. Við fæddumst með tennur til mauka næringarríka fæða en ekki bara drekka fæðuna. Alvöru matur er matur úr náttúrunni en ekki úr verksmiðjunni. Ef líkaminn fær alvöru næringu þá minnkar sætuþörfin.Ávextir geta slegið á nammiþörfina.NORDICPHOTOS/GETTYSkerðu niður ávexti og neyttu í stað sælgætis Ávextir eru nammi náttúrunnar en innihalda bara 10% sykur en ekki 100% eins og viðbættur sykur er. Auk þess eru ávextir stútfullir af vítamínum, steinefnum og trefjum.Lærðu að þekkja sykurinn og sykurmagnið á umbúðum matvæla Viðbættur sykur er oft falinn í matvörum sem við teljum hollar í grunninn eins og mjólkurvörur. Því er um að gera að öðlast þekkingu á því hvernig lesa megi út sykurmagnið úr innihaldslýsingu og næringargildi. Það eru okkar leiðarvísar að hollustu vörunnar.Hreyfðu þig daglega Sykurþörf er oft eirðarleysi og vöntun á hreyfingu. Líkami okkar var hannaður til að hreyfa sig og getur þessi hreyfiþörf hans komið fram í eirðarleysi og leiða sem við túlkum sem sætindaþörf.Hentu kexi, kökum og sætindum úr skápum heimilisins „Out of sight – out of mind,“ er stundum sagt. Ef sykurmiklu matvörurnar liggja ekki fyrir framan okkur þá borðum við þær ekki. Því er um að gera að tæma heimilið af sykurjukkinu sem freistar okkar, sérstaklega á kvöldin.Borðaðu reglulega yfir daginn Að minnsta kosti þrjár máltíðir á dag og helst 1-2 millibitar. Þetta heldur blóðsykri jöfnum, eykur orku, minnkar ofát og sykurneyslu.Það er ekki vænlegt til vinnings að fara svangur/svöng í matvörubúðina því þá eru meiri líkur á að fólk freistist í sykur.Borðaðu í meðvitund Ekki borða fyrir framan sjónvarp, tölvu, í bílnum eða annars staðar þar sem þú ert að gera allt annað en að einbeita þér að því að borða. Meðvitundarlaust át veldur því að maður borðar mjög mikið og oft mjög sykurmiklar matvörur.Næringarríkur morgunverður, alla daga, er lykillinn Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunmat, borða síður óhollustu eins og sykurmiklar matvörur er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd.Ekki kaupa í matinn svöng/svangur, stressuð/aður eða í vondu skapi Freistingar í sætindi og óhollan mat verða meiri ef fólk fer illa fyrir kallað í búðina.Nærðu sálina og mundu eftir brosinu – það er sykur sálarinnar Mataræði okkar stjórnast mikið af stjórnstöðinni/hausnum. Ef við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að við höfum þörf fyrir sykur og sætindi. Heilsa Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Margt fólk dreymir um að minnka sykurneyslu og koma mataræðinu í lag í leiðinni. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon lumar á góðum ráðum fyrir þá sem vilja segja skilið við sykurinn og deilir hér með lesendum tíu skotheldum ráðum í átt að sykurlitlum lífsstíl.Borðaðu alvöru mat og drekktu vatn Ekki drekka sykur í formi gosdrykkja eða ávaxtasafa, því þannig innbyrðum við of mikið magn sykurs á stuttum tíma. Við fæddumst með tennur til mauka næringarríka fæða en ekki bara drekka fæðuna. Alvöru matur er matur úr náttúrunni en ekki úr verksmiðjunni. Ef líkaminn fær alvöru næringu þá minnkar sætuþörfin.Ávextir geta slegið á nammiþörfina.NORDICPHOTOS/GETTYSkerðu niður ávexti og neyttu í stað sælgætis Ávextir eru nammi náttúrunnar en innihalda bara 10% sykur en ekki 100% eins og viðbættur sykur er. Auk þess eru ávextir stútfullir af vítamínum, steinefnum og trefjum.Lærðu að þekkja sykurinn og sykurmagnið á umbúðum matvæla Viðbættur sykur er oft falinn í matvörum sem við teljum hollar í grunninn eins og mjólkurvörur. Því er um að gera að öðlast þekkingu á því hvernig lesa megi út sykurmagnið úr innihaldslýsingu og næringargildi. Það eru okkar leiðarvísar að hollustu vörunnar.Hreyfðu þig daglega Sykurþörf er oft eirðarleysi og vöntun á hreyfingu. Líkami okkar var hannaður til að hreyfa sig og getur þessi hreyfiþörf hans komið fram í eirðarleysi og leiða sem við túlkum sem sætindaþörf.Hentu kexi, kökum og sætindum úr skápum heimilisins „Out of sight – out of mind,“ er stundum sagt. Ef sykurmiklu matvörurnar liggja ekki fyrir framan okkur þá borðum við þær ekki. Því er um að gera að tæma heimilið af sykurjukkinu sem freistar okkar, sérstaklega á kvöldin.Borðaðu reglulega yfir daginn Að minnsta kosti þrjár máltíðir á dag og helst 1-2 millibitar. Þetta heldur blóðsykri jöfnum, eykur orku, minnkar ofát og sykurneyslu.Það er ekki vænlegt til vinnings að fara svangur/svöng í matvörubúðina því þá eru meiri líkur á að fólk freistist í sykur.Borðaðu í meðvitund Ekki borða fyrir framan sjónvarp, tölvu, í bílnum eða annars staðar þar sem þú ert að gera allt annað en að einbeita þér að því að borða. Meðvitundarlaust át veldur því að maður borðar mjög mikið og oft mjög sykurmiklar matvörur.Næringarríkur morgunverður, alla daga, er lykillinn Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunmat, borða síður óhollustu eins og sykurmiklar matvörur er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd.Ekki kaupa í matinn svöng/svangur, stressuð/aður eða í vondu skapi Freistingar í sætindi og óhollan mat verða meiri ef fólk fer illa fyrir kallað í búðina.Nærðu sálina og mundu eftir brosinu – það er sykur sálarinnar Mataræði okkar stjórnast mikið af stjórnstöðinni/hausnum. Ef við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að við höfum þörf fyrir sykur og sætindi.
Heilsa Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira