Í eldhúsi Evu: Grilluð nautalund með æðislegu kartöflusalati Eva Laufey skrifar 29. júní 2017 13:30 Þessi nautalund er ekkert að grínast. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að sumarréttinum sem allir þekkja, grillaðri nautalund með kartöflusalati. Grilluð nautalund 800 g nautalund ólífuolía salt og pipar steinselja Aðferð: Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram. Ljúffengt kartöflusalat - fullkomið með grillmat 20 stk soðnar kartöflur 2 dl majónes – eða meira, fer eftir smekk 1 msk franskt sinnep 1 laukur 2 soðin egg ½ msk steinselja ½ msk graslaukur 1 tsk hunang 1 tsk sítrónupipar Salt, magn eftir smekkAðferð: Skerið forsoðnar kartöflur í bita, skerið eggin smátt og saxið lauk afar fínt. Bætið öllum hráefnum saman í skál og hrærið varlega, saxið niður ferska steinselja og graslauk og bætið við í lokin. Best er að kæla salatið í ca. 30 mínútur í kæli áður en það er borið fram. Sveppasósa 10 sveppir Smjör ½ villisveppaostur 250 ml rjómi ½ - 1 teningur nautakraftur salt og piparAðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Þegar sósan er orðin þykk er hún tilbúin og er bæði hægt að bera hana fram heita og kalda. Verði ykkur að góðu! Eva Laufey Grillréttir Kartöflusalat Nautakjöt Sósur Uppskriftir Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að sumarréttinum sem allir þekkja, grillaðri nautalund með kartöflusalati. Grilluð nautalund 800 g nautalund ólífuolía salt og pipar steinselja Aðferð: Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram. Ljúffengt kartöflusalat - fullkomið með grillmat 20 stk soðnar kartöflur 2 dl majónes – eða meira, fer eftir smekk 1 msk franskt sinnep 1 laukur 2 soðin egg ½ msk steinselja ½ msk graslaukur 1 tsk hunang 1 tsk sítrónupipar Salt, magn eftir smekkAðferð: Skerið forsoðnar kartöflur í bita, skerið eggin smátt og saxið lauk afar fínt. Bætið öllum hráefnum saman í skál og hrærið varlega, saxið niður ferska steinselja og graslauk og bætið við í lokin. Best er að kæla salatið í ca. 30 mínútur í kæli áður en það er borið fram. Sveppasósa 10 sveppir Smjör ½ villisveppaostur 250 ml rjómi ½ - 1 teningur nautakraftur salt og piparAðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Þegar sósan er orðin þykk er hún tilbúin og er bæði hægt að bera hana fram heita og kalda. Verði ykkur að góðu!
Eva Laufey Grillréttir Kartöflusalat Nautakjöt Sósur Uppskriftir Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning