"Eðlileg" byrjun í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2017 14:25 Tekist á við lax í Rangánum í opnun. Ytri Rangá byrjaði með látum í fyrra og það var þess vegna mjög spennandi að sjá hvernig hún færi af stað á þessu ári. Byrjunin núna var öllu rólegri en það er samt ekkert hægt að tala um rólega byrjun heldur frekar að byrjunin hafi verið eðlileg. Aðeins var veitt á tólf stangir fyrstu dagana og heildarveiðin er 90 laxar á þeim tíma. Stærsti laxinn sem er kominn á land er 90 sm en það hafa nokkrir stærri sloppið og eins sást töluvert af stórum laxi sveima um í Ægissíðufossi án þess að taka flugur veiðimanna en vanir menn við Ytri Rangá sáu marga sem eru um 100 sm í þessari torfu. Ytri Rangá er feykilega vel seld í sumar og nú þegar er farið að bera á því að veiðimenn séu að tryggja sér daga strax næsta sumar þrátt fyrir að þessi vertíð sé bara nýfarin af stað. Þetta sýnir glögglega hversu vinsælar Rangárnar eru en það eru líklega fáar ár í Evrópu sem skila jafn mörgum löxum á land á ekki fleiri stangir en veiða mest í einu í ánni. Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði
Ytri Rangá byrjaði með látum í fyrra og það var þess vegna mjög spennandi að sjá hvernig hún færi af stað á þessu ári. Byrjunin núna var öllu rólegri en það er samt ekkert hægt að tala um rólega byrjun heldur frekar að byrjunin hafi verið eðlileg. Aðeins var veitt á tólf stangir fyrstu dagana og heildarveiðin er 90 laxar á þeim tíma. Stærsti laxinn sem er kominn á land er 90 sm en það hafa nokkrir stærri sloppið og eins sást töluvert af stórum laxi sveima um í Ægissíðufossi án þess að taka flugur veiðimanna en vanir menn við Ytri Rangá sáu marga sem eru um 100 sm í þessari torfu. Ytri Rangá er feykilega vel seld í sumar og nú þegar er farið að bera á því að veiðimenn séu að tryggja sér daga strax næsta sumar þrátt fyrir að þessi vertíð sé bara nýfarin af stað. Þetta sýnir glögglega hversu vinsælar Rangárnar eru en það eru líklega fáar ár í Evrópu sem skila jafn mörgum löxum á land á ekki fleiri stangir en veiða mest í einu í ánni.
Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði