Ætlar að verða rappari Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2017 09:15 Ég parkora líka og ætla örugglega að fara að æfa það í haust, segir Daníel Kjartan Smart. Vísir/Eyþór Árnason Daníel Kjartan Smart er með smá lit á puttunum þegar ég hitti hann. „Ég er svo oft að teikna,“ útskýrir hann og sýnir mér karl sem prýðir vinstra handarbakið. Hann hefur engar áhyggjur af því þó hann hverfi. „Ég hef hann bara þangað til hann fer,“ segir hann. Sennilega er stutt í að teikningin hverfi því Daníel Kjartan er á förum til Spánar og þar fara flestir á ströndina á þessum árstíma. „Það verður örugglega heitt en það verður vatnsgarður nálægt staðnum sem við verðum á,“ segir hann og kveðst hlakka til. Hefurðu farið áður til Spánar? „Já, ég hef farið einu sinni áður, ég var á síðasta ári í leikskóla þá. Núna er ég tíu ára.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Að leika úti með vinum mínum og vera með fjölskyldunni.“ Hvaðan kemur eftirnafnið þitt Smart? „Það er skoskt og kemur frá afa mínum. Ég á tvær mömmur, báðar íslenskar en önnur á skoskan pabba.“ Heldur þú upp á einhvern sérstakan tónlistamann? „Já, Eminem, hann er rappari.“ Kanntu einhverja texta með honum? „Ég kann Lose yourself og smá í Not afraid. Vinur minn er líka hrifinn af Eminem og við ætlum að verða rapparar þegar við verðum stórir. Við erum búnir að ákveða nöfn. Hann heitir Emminemmi og ég Demminemm og við ætlum að rappa saman.“ Eruð þið byrjaðir að æfa? „Nei, við ætluðum að æfa okkur eftir eitt afmæli en svo breyttist planið og hann fór til Danmerkur en hann kemur aftur.“ Ertu eitthvað í íþróttum? „Já, ég æfði körfubolta, breikdans og klifur í vetur. Ég parkoura líka og er örugglega að fara að æfa það í haust.“ Hvað er parkour? „Það er svona stökkíþrótt, þeir sem eru komnir langt stökkva milli bygginga.“ Krakkar Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fleiri fréttir Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Sjá meira
Daníel Kjartan Smart er með smá lit á puttunum þegar ég hitti hann. „Ég er svo oft að teikna,“ útskýrir hann og sýnir mér karl sem prýðir vinstra handarbakið. Hann hefur engar áhyggjur af því þó hann hverfi. „Ég hef hann bara þangað til hann fer,“ segir hann. Sennilega er stutt í að teikningin hverfi því Daníel Kjartan er á förum til Spánar og þar fara flestir á ströndina á þessum árstíma. „Það verður örugglega heitt en það verður vatnsgarður nálægt staðnum sem við verðum á,“ segir hann og kveðst hlakka til. Hefurðu farið áður til Spánar? „Já, ég hef farið einu sinni áður, ég var á síðasta ári í leikskóla þá. Núna er ég tíu ára.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Að leika úti með vinum mínum og vera með fjölskyldunni.“ Hvaðan kemur eftirnafnið þitt Smart? „Það er skoskt og kemur frá afa mínum. Ég á tvær mömmur, báðar íslenskar en önnur á skoskan pabba.“ Heldur þú upp á einhvern sérstakan tónlistamann? „Já, Eminem, hann er rappari.“ Kanntu einhverja texta með honum? „Ég kann Lose yourself og smá í Not afraid. Vinur minn er líka hrifinn af Eminem og við ætlum að verða rapparar þegar við verðum stórir. Við erum búnir að ákveða nöfn. Hann heitir Emminemmi og ég Demminemm og við ætlum að rappa saman.“ Eruð þið byrjaðir að æfa? „Nei, við ætluðum að æfa okkur eftir eitt afmæli en svo breyttist planið og hann fór til Danmerkur en hann kemur aftur.“ Ertu eitthvað í íþróttum? „Já, ég æfði körfubolta, breikdans og klifur í vetur. Ég parkoura líka og er örugglega að fara að æfa það í haust.“ Hvað er parkour? „Það er svona stökkíþrótt, þeir sem eru komnir langt stökkva milli bygginga.“
Krakkar Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fleiri fréttir Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Sjá meira