Kia toppar áreiðanleikakönnun J.D. Power aftur 22. júní 2017 14:57 Kia Rio í reynsluakstri í Lissabon. Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Kia náði efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun J.D. Power á meðal bílaframleiðenda heims. Því fylgir Kia nú eftir og er aftur í efsta sæti í þessum mælingum J.D. Power. Í þessari könnun J.D. Power eru bíleigendur nýlegra bíla spurðir um áreiðanleika þeirra og bilanir á fyrstu 3 mánuðum. Í öðru sæti kemur Genesis, lúxusbílamerki Hyundai, sem segja má að sé systurmerki Kia þar sem Hyundai á stærstan hluta í Kia. Í þriðja sæti er Porsche, í fjórða Ford og svo Ram. Mini tekur stærsta stökkið upp listann og er nú í 13. sæti. J.D. Power segir að aldrei áður hafi bílmerkin skorað eins hátt að meðaltali og nú, með bætingu uppá 8% og eru það góðar fréttir fyrir bílkaupendur. J.D. Power nefnir líka að þetta sé í þriðja skiptið sem bílamerki sem ekki telst lúxusbílamerki sé efst á listanum, allar götu frá fyrstu mælingu þeirra árið 1987. J.D. Power spurði 80.000 eigendur nýrra bíla og svöruðu þeir 233 spurningum á átta mismunandi sviðum til að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda.Listi bílaframleiðenda þetta árið. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent
Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Kia náði efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun J.D. Power á meðal bílaframleiðenda heims. Því fylgir Kia nú eftir og er aftur í efsta sæti í þessum mælingum J.D. Power. Í þessari könnun J.D. Power eru bíleigendur nýlegra bíla spurðir um áreiðanleika þeirra og bilanir á fyrstu 3 mánuðum. Í öðru sæti kemur Genesis, lúxusbílamerki Hyundai, sem segja má að sé systurmerki Kia þar sem Hyundai á stærstan hluta í Kia. Í þriðja sæti er Porsche, í fjórða Ford og svo Ram. Mini tekur stærsta stökkið upp listann og er nú í 13. sæti. J.D. Power segir að aldrei áður hafi bílmerkin skorað eins hátt að meðaltali og nú, með bætingu uppá 8% og eru það góðar fréttir fyrir bílkaupendur. J.D. Power nefnir líka að þetta sé í þriðja skiptið sem bílamerki sem ekki telst lúxusbílamerki sé efst á listanum, allar götu frá fyrstu mælingu þeirra árið 1987. J.D. Power spurði 80.000 eigendur nýrra bíla og svöruðu þeir 233 spurningum á átta mismunandi sviðum til að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda.Listi bílaframleiðenda þetta árið.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent