Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 14:11 Harpa varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í vor. vísir/eyþór Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörunnar, var valin í EM-hóp Íslands en fyrirfram var það helsta spurningamerkið á hópnum sem var tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ í dag. Ísland hefur leik á EM í Hollandi með leik gegn Frakklandi þann 18. júlí. Leikurinn fer fram í Tilburg en Frakkar eiga eitt allra besta landslið heims. Harpa eignaðist barn í vetur og hefur aðeins náð að spila í samtals 138 mínútur með liði sínu í sumar. Hlutverk hennar í landsliðinu í undankeppninni var hins vegar gríðarlega mikið, enda markahæsti leikmaður undankeppninnar og hefur íslenska landsliðið verið í basli með markaskorun í hennar fjarveru. „Hún er í hópnum vegna þess að hún er nægilega góð þrátt fyrir fáar mínútur,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Hann hafi hins vegar um tíma efast um að hún hefði ástríðuna og viljann til að ná mótinu í sumar svo stuttu eftir barnsburð. „Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og eftir það var enginn vafi í mínum huga. Ég vissi þá að hún hafði ástríðuna sem þurfti til.“ „Það þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk sem verður það ekki það sama og áður. Hún er algjörlega meðvituð um það og tekur sínu hlutverki fagnandi. Hún mun leysa það eins vel af hendi og hægt er,“ sagði Freyr og bætti því við að hún verður ekki fyrsti kostur í sóknarlínu íslenska liðsins eins og staðan er nú. Enginn leikmaður fékk að vita fyrirfram hvort hann væri í hópnum eða ekki. Harpa er þó undantekningin enda ræddi Freyr við hana í hádeginu í gær um hennar hlutverk. „Líkamlegt ástand hennar er gott en við þurfum að hjálpa henni með að fá meiri kraft. Við erum með styrktarþjálfara og það verður allt gert til að henni líði sem best.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörunnar, var valin í EM-hóp Íslands en fyrirfram var það helsta spurningamerkið á hópnum sem var tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ í dag. Ísland hefur leik á EM í Hollandi með leik gegn Frakklandi þann 18. júlí. Leikurinn fer fram í Tilburg en Frakkar eiga eitt allra besta landslið heims. Harpa eignaðist barn í vetur og hefur aðeins náð að spila í samtals 138 mínútur með liði sínu í sumar. Hlutverk hennar í landsliðinu í undankeppninni var hins vegar gríðarlega mikið, enda markahæsti leikmaður undankeppninnar og hefur íslenska landsliðið verið í basli með markaskorun í hennar fjarveru. „Hún er í hópnum vegna þess að hún er nægilega góð þrátt fyrir fáar mínútur,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Hann hafi hins vegar um tíma efast um að hún hefði ástríðuna og viljann til að ná mótinu í sumar svo stuttu eftir barnsburð. „Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og eftir það var enginn vafi í mínum huga. Ég vissi þá að hún hafði ástríðuna sem þurfti til.“ „Það þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk sem verður það ekki það sama og áður. Hún er algjörlega meðvituð um það og tekur sínu hlutverki fagnandi. Hún mun leysa það eins vel af hendi og hægt er,“ sagði Freyr og bætti því við að hún verður ekki fyrsti kostur í sóknarlínu íslenska liðsins eins og staðan er nú. Enginn leikmaður fékk að vita fyrirfram hvort hann væri í hópnum eða ekki. Harpa er þó undantekningin enda ræddi Freyr við hana í hádeginu í gær um hennar hlutverk. „Líkamlegt ástand hennar er gott en við þurfum að hjálpa henni með að fá meiri kraft. Við erum með styrktarþjálfara og það verður allt gert til að henni líði sem best.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Sjá meira
Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30