Millilending á ferli Arons Rafns Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 06:00 Aron Rafn í landsleiknum gegn Úkraínu á sunnudaginn. vísir/anton „Enginn vina minna trúði mér er ég sagðist vera að koma heim. Þeir sögðust ekki trúa því fyrr en þeir myndu lesa það á Vísi,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem samdi til tveggja ára við ÍBV í gær. Tíðindin komu mörgum á óvart enda er Aron Rafn aðeins 27 ára gamall og fram undan ættu að vera hans bestu ár í atvinnumennskunni. Hann er uppalinn í Haukum, fór svo til Guif í Svíþjóð og þaðan til Álaborgar í Danmörku. Síðustu misseri hefur hann svo spilað með Bietigheim í Þýskalandi. „Ég heyrði frá ÍBV er liðið datt úr úrslitakeppninni í apríl. Þá vorum við í Bietighem í bullandi séns að komast upp. Ef við hefðum farið upp þá ætlaði ég klárlega að vera áfram. Það var mikið svekkelsi að komast ekki upp og þá var ég kominn með svolítinn leiða á handbolta en það kviknaði neisti aftur er ég kom til móts við landsliðið. Þá var gaman á ný,“ segir Aron og bætir við að háttalag félaga sinna í þýska liðinu hafi verið afar sérstakt og engu líkara en þeir vildu ekki komast upp í úrvalsdeild.Gott að endurstilla sig „Ég er bara feginn að koma heim í tvö ár og endurstilla mig aðeins. Ég verð svo tilbúinn að fara út aftur. Ég er enn ungur og ekkert að því að koma aðeins heim. Ég hugsa þetta því sem millilendingu áður en ég fer aftur út. Ég hef ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. Þetta er sérstakt en ég er mjög ánægður með hvernig þetta endaði allt saman.“ Aron átti ár eftir af samningi sínum við þýska félagið en félagið samþykkti að rifta samningnum við markvörðinn án vandkvæða. Honum var því frjálst að semja við hvaða félag sem er. „Það er líka gaman að Stephen Nielsen verði áfram í ÍBV. Úti var ég með ungan peyja með mér sem kom bara inn til að reyna við víti. Það skipti ekki máli hvernig ég spilaði þó svo ég spilaði heilt yfir mjög vel. Inn á milli komu slakir leikir en þjálfarinn beið bara eftir því að ég færi í gang. Ég fékk aldrei spark í rassinn og það verður gaman að spila með Stephen,“ segir Aron Rafn en hann ræddi ekki við nein önnur félög hér heima. Björgvin Páll Gústavsson var búinn að semja við hans gamla félag, Hauka, og þar eru fleiri góðir markverðir. Það var því lítið fyrir Aron að gera þar. „Þeir eru með hörkumarkmenn. Ég hugsa ég fái samt símtal fljótlega frá Þorgeiri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Hauka. Hann vill aldrei missa sína menn.“ Aron stefnir að því að flytja til Eyja seinnipartinn í næsta mánuði og er spenntur fyrir því að búa í Eyjum. „Ég hlakka til eftir ferðalagið í Evrópu. Ég held að sé fínt að vera þar. Ég hef eingöngu komið þangað á Þjóðhátíð og íþróttamót. Við byrjum að æfa í lok júlí og þá verð ég hafa komið mér fyrir,“ segir markvörðurinn stóri en hann er enn eitt stóra nafnið sem kemur heim fyrir næstu leiktíð og óhætt að segja að deildin hafi ekki verið eins sterk í fjöldamörg ár. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var til í að koma heim. Maður les nánast í hverri viku um einhvern sem er að koma heim. Þetta er virkilega spennandi og ég held að deildin eigi eftir að verða hrikalega skemmtileg. Það verður gaman að taka þátt í því. Þetta verður geggjað.“ Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
„Enginn vina minna trúði mér er ég sagðist vera að koma heim. Þeir sögðust ekki trúa því fyrr en þeir myndu lesa það á Vísi,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem samdi til tveggja ára við ÍBV í gær. Tíðindin komu mörgum á óvart enda er Aron Rafn aðeins 27 ára gamall og fram undan ættu að vera hans bestu ár í atvinnumennskunni. Hann er uppalinn í Haukum, fór svo til Guif í Svíþjóð og þaðan til Álaborgar í Danmörku. Síðustu misseri hefur hann svo spilað með Bietigheim í Þýskalandi. „Ég heyrði frá ÍBV er liðið datt úr úrslitakeppninni í apríl. Þá vorum við í Bietighem í bullandi séns að komast upp. Ef við hefðum farið upp þá ætlaði ég klárlega að vera áfram. Það var mikið svekkelsi að komast ekki upp og þá var ég kominn með svolítinn leiða á handbolta en það kviknaði neisti aftur er ég kom til móts við landsliðið. Þá var gaman á ný,“ segir Aron og bætir við að háttalag félaga sinna í þýska liðinu hafi verið afar sérstakt og engu líkara en þeir vildu ekki komast upp í úrvalsdeild.Gott að endurstilla sig „Ég er bara feginn að koma heim í tvö ár og endurstilla mig aðeins. Ég verð svo tilbúinn að fara út aftur. Ég er enn ungur og ekkert að því að koma aðeins heim. Ég hugsa þetta því sem millilendingu áður en ég fer aftur út. Ég hef ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. Þetta er sérstakt en ég er mjög ánægður með hvernig þetta endaði allt saman.“ Aron átti ár eftir af samningi sínum við þýska félagið en félagið samþykkti að rifta samningnum við markvörðinn án vandkvæða. Honum var því frjálst að semja við hvaða félag sem er. „Það er líka gaman að Stephen Nielsen verði áfram í ÍBV. Úti var ég með ungan peyja með mér sem kom bara inn til að reyna við víti. Það skipti ekki máli hvernig ég spilaði þó svo ég spilaði heilt yfir mjög vel. Inn á milli komu slakir leikir en þjálfarinn beið bara eftir því að ég færi í gang. Ég fékk aldrei spark í rassinn og það verður gaman að spila með Stephen,“ segir Aron Rafn en hann ræddi ekki við nein önnur félög hér heima. Björgvin Páll Gústavsson var búinn að semja við hans gamla félag, Hauka, og þar eru fleiri góðir markverðir. Það var því lítið fyrir Aron að gera þar. „Þeir eru með hörkumarkmenn. Ég hugsa ég fái samt símtal fljótlega frá Þorgeiri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Hauka. Hann vill aldrei missa sína menn.“ Aron stefnir að því að flytja til Eyja seinnipartinn í næsta mánuði og er spenntur fyrir því að búa í Eyjum. „Ég hlakka til eftir ferðalagið í Evrópu. Ég held að sé fínt að vera þar. Ég hef eingöngu komið þangað á Þjóðhátíð og íþróttamót. Við byrjum að æfa í lok júlí og þá verð ég hafa komið mér fyrir,“ segir markvörðurinn stóri en hann er enn eitt stóra nafnið sem kemur heim fyrir næstu leiktíð og óhætt að segja að deildin hafi ekki verið eins sterk í fjöldamörg ár. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var til í að koma heim. Maður les nánast í hverri viku um einhvern sem er að koma heim. Þetta er virkilega spennandi og ég held að deildin eigi eftir að verða hrikalega skemmtileg. Það verður gaman að taka þátt í því. Þetta verður geggjað.“
Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita