Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ 11. júlí 2017 15:00 Sigríður Lára Garðarsdóttir er ein af EM-nýliðunum. vísir/vilhelm Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild kvenna, vann sér inn sæti í EM-hóp íslenska landsliðsins með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. Þessi 23 ára gamli nagli á miðjunni fékk kall í landsliðið fyrir Algarve-mótið og hefur ekki litið um öxl síðan. Hún var í byrjunarliðinu á móti Brasilíu í síðasta leik fyrir mót. „Þetta er búið að vera geggjað. Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni,“ segir Sigríður Lára um dagana með landsliðinu eftir að æfingar hófust en stelpurnar fóru á Selfoss um helgina þar sem þær æfðu og skemmtu sér.„Það var mjög gaman. Helgin var frábær. Liðið náði að þjappa sér saman. Æfingarnar voru skemmtilegar og í heildina var bara mjög gaman. Áhuginn er mjög mikill á liðinu og fjölmiðlaumfjöllun um liðið mikil. Það er gaman að vera hluti af þessu.“ Ísland á sem betur fer nóg af góðum miðjumönnum og er Sísí, eins og hún er kölluð, ein af þeim. Leyfir hún sér að dreyma um byrjunarliðssæti á móti Frakklandi í fyrsta leik? „Auðvitað leyfir maður sér að dreyma en samkeppnin er mikil og það eru sterkir leikmenn í minni stöðu. Ég er bara hluti af liðinu og við þurfum að vinna saman. Þetta er liðsheild,“ segir hún. Sigríður Lára hefur spilað frábærlega á árinu fyrir ÍBV og nýtt tækifæri sín með íslenska landsliðinu. Spilamennska hennar á þessu ári er engin tilviljun. „Ég æfði með meistaraflokki karla í vetur. Það var alveg geggjað. Þar var hátt tempó og ég æfði mikið aukalega. Ég fór líka í einkaþjálfun þannig ég er að uppskera núna fyrir það sem ég sáði,“ segir hún. „Markmiðið var að komast í þennan hóp og fá að vera í landsliðinu. Það er bara alveg geggjað,“ segir Sigríður Lára Garðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild kvenna, vann sér inn sæti í EM-hóp íslenska landsliðsins með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. Þessi 23 ára gamli nagli á miðjunni fékk kall í landsliðið fyrir Algarve-mótið og hefur ekki litið um öxl síðan. Hún var í byrjunarliðinu á móti Brasilíu í síðasta leik fyrir mót. „Þetta er búið að vera geggjað. Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni,“ segir Sigríður Lára um dagana með landsliðinu eftir að æfingar hófust en stelpurnar fóru á Selfoss um helgina þar sem þær æfðu og skemmtu sér.„Það var mjög gaman. Helgin var frábær. Liðið náði að þjappa sér saman. Æfingarnar voru skemmtilegar og í heildina var bara mjög gaman. Áhuginn er mjög mikill á liðinu og fjölmiðlaumfjöllun um liðið mikil. Það er gaman að vera hluti af þessu.“ Ísland á sem betur fer nóg af góðum miðjumönnum og er Sísí, eins og hún er kölluð, ein af þeim. Leyfir hún sér að dreyma um byrjunarliðssæti á móti Frakklandi í fyrsta leik? „Auðvitað leyfir maður sér að dreyma en samkeppnin er mikil og það eru sterkir leikmenn í minni stöðu. Ég er bara hluti af liðinu og við þurfum að vinna saman. Þetta er liðsheild,“ segir hún. Sigríður Lára hefur spilað frábærlega á árinu fyrir ÍBV og nýtt tækifæri sín með íslenska landsliðinu. Spilamennska hennar á þessu ári er engin tilviljun. „Ég æfði með meistaraflokki karla í vetur. Það var alveg geggjað. Þar var hátt tempó og ég æfði mikið aukalega. Ég fór líka í einkaþjálfun þannig ég er að uppskera núna fyrir það sem ég sáði,“ segir hún. „Markmiðið var að komast í þennan hóp og fá að vera í landsliðinu. Það er bara alveg geggjað,“ segir Sigríður Lára Garðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30