Kórar landsins takast á í nýjum þætti Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. júlí 2017 09:45 Friðrik Dór hlakkar til að vera kynnir, sérstaklega er hann spenntur fyrir beinu útsendingunni. Vísir/Eyþór Í haust mun þátturinn Kórar Íslands hefja göngu sína á Stöð 2. Í beinni útsendingu munu tuttugu kórar takast á um titilinn Kór Íslands 2017. Kynnir þáttarins verður söngvarinn ástsæli Friðrik Dór. „Undir niðri í mér kraumar kórmaður. Ég elska góða kóra. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekkert verið í kórum sjálfur – pabbi var um stund í kór og tengdamamma mín hefur stundað kórastarf af miklum móð, þannig að ég fer einstaka sinnum á tónleika hjá henni og það er alltaf gaman að kíkja á það,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en hann verður kynnir í þáttunum Kórar Íslands sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í haust í samstarfi við Sagafilm og því vert að spyrja hann út í kórareynslu sína, sem hann viðurkennir að sé ekki mikil nema þá sem áhorfandi á tónleikum tengdamóðurinnar og svo þessi undir kraumandi kórmaður. Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. „Mér líst bara vel á þetta. Það er mjög spennandi að spreyta sig á þessu hlutverki. Þetta er í beinni útsendingu – ég hef náttúrulega ekkert gert sem er í beinni útsendingu. Maður þarf að vera vel undirbúinn.“„En ef það koma upp einhver hitamál í þjóðfélaginu þá getur maður nýtt beina útsendingu í það að tjá sig óvænt, að koma með bombur inn í umræðuna. Ég sé fyrir mér að ég geti nýtt mér þetta tækifæri til að verða einn af helstu umræðuleiðtogum þessa lands.“ „Það er það sem pródúserar elska, þegar maður fer út fyrir handritið, sérstaklega ef maður tjáir sig um mjög umdeild málefni. Það er það sem ég stefni á að gera mikið af. Ég er að bíða eftir góðum skandal til að tjá mig um,“ segir Frikki og það er ekki laust við að blaðamaður skynji örlitla kaldhæðni í röddu þessa ástsæla listamanns sem fyrir löngu hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og myndi áreiðanlega plumma sig mjög vel sem umræðuleiðtogi.En hvernig skyldi draumakórinn hans Frikka Dórs vera, ef hann fengi tækifæri til að setja einn slíkan saman? „Ætli hann myndi ekki bara innihalda tengdamóður mína sem aðalsöngkonu og þá værum við bara í toppmálum. Hún mætti síðan velja sér bakraddir.“ Tengdó getur unað vel við það. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir geta verið hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. Þriggja manna dómnefnd verður að auki til staðar og verður hún að sjálfsögðu skipuð miklu fagfólki. Allir áhugasamir kórar geta sótt um að taka þátt á netfanginu korar@sagafilm.is. Kórar Íslands Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira
Í haust mun þátturinn Kórar Íslands hefja göngu sína á Stöð 2. Í beinni útsendingu munu tuttugu kórar takast á um titilinn Kór Íslands 2017. Kynnir þáttarins verður söngvarinn ástsæli Friðrik Dór. „Undir niðri í mér kraumar kórmaður. Ég elska góða kóra. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekkert verið í kórum sjálfur – pabbi var um stund í kór og tengdamamma mín hefur stundað kórastarf af miklum móð, þannig að ég fer einstaka sinnum á tónleika hjá henni og það er alltaf gaman að kíkja á það,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en hann verður kynnir í þáttunum Kórar Íslands sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í haust í samstarfi við Sagafilm og því vert að spyrja hann út í kórareynslu sína, sem hann viðurkennir að sé ekki mikil nema þá sem áhorfandi á tónleikum tengdamóðurinnar og svo þessi undir kraumandi kórmaður. Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. „Mér líst bara vel á þetta. Það er mjög spennandi að spreyta sig á þessu hlutverki. Þetta er í beinni útsendingu – ég hef náttúrulega ekkert gert sem er í beinni útsendingu. Maður þarf að vera vel undirbúinn.“„En ef það koma upp einhver hitamál í þjóðfélaginu þá getur maður nýtt beina útsendingu í það að tjá sig óvænt, að koma með bombur inn í umræðuna. Ég sé fyrir mér að ég geti nýtt mér þetta tækifæri til að verða einn af helstu umræðuleiðtogum þessa lands.“ „Það er það sem pródúserar elska, þegar maður fer út fyrir handritið, sérstaklega ef maður tjáir sig um mjög umdeild málefni. Það er það sem ég stefni á að gera mikið af. Ég er að bíða eftir góðum skandal til að tjá mig um,“ segir Frikki og það er ekki laust við að blaðamaður skynji örlitla kaldhæðni í röddu þessa ástsæla listamanns sem fyrir löngu hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og myndi áreiðanlega plumma sig mjög vel sem umræðuleiðtogi.En hvernig skyldi draumakórinn hans Frikka Dórs vera, ef hann fengi tækifæri til að setja einn slíkan saman? „Ætli hann myndi ekki bara innihalda tengdamóður mína sem aðalsöngkonu og þá værum við bara í toppmálum. Hún mætti síðan velja sér bakraddir.“ Tengdó getur unað vel við það. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir geta verið hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. Þriggja manna dómnefnd verður að auki til staðar og verður hún að sjálfsögðu skipuð miklu fagfólki. Allir áhugasamir kórar geta sótt um að taka þátt á netfanginu korar@sagafilm.is.
Kórar Íslands Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira