Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. júlí 2017 06:00 Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. Vísir/Eyþór Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Mennirnir tveir eru grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Atvikið átti sér stað við Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi. Starfsmenn veitingastaðarins höfðu þá óskað eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja manna sem voru ölvaðir og með læti, en atvikið átti sér stað um kvöldmatarleytið. Annar mannanna neitaði að framvísa skilríkjum þegar lögreglan óskaði eftir því og kvaðst ekki skilja íslensku. Lögreglumennirnir ákváðu í kjölfarið að handtaka manninn og færa hann á lögreglustöð. Maðurinn streittist hins vegar á móti og félagi hans reyndi að koma honum undan handtökunni, meðal annars með því að toga manninn til sín og ýta í lögreglumennina. Að sögn vitnis brást lögregla ókvæða við. Þau hafi bæði dregið upp kylfu og slegið félaga mannsins ítrekað þar sem hann lá á jörðinni. Því næst hafi hinum manninum verið ýtt inn í lögreglubíl, en þegar hann vildi ekki setja fæturna inn í bílinn hafi lögreglumaðurinn skellt bílhurðinni margoft á fætur hans. Vitnið segir að um gróft og alvarlegt ofbeldi hafi verið að ræða og að erfitt hafi verið að horfa upp á það. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Fréttablaðið að tvær kærur hafi verið lagðar fram og að málið sé til rannsóknar. Þá séu mennirnir tveir grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri staðfestir að lögreglumennirnir hafi ekki verið sendir í leyfi.Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni.Vísir/VilhelmEins og lögreglumaðurinn hafi séð rautt„Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, sem varð vitni að og lýsir grófu ofbeldi lögreglumannana fyrir utan staðinn í byrjun maí. Afleiðingarnar voru þær að maður sem þeir handtóku tvífótbrotnaði og annar sem með honum var hlaut einnig margs konar áverka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Lögreglumennirnir, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins og eru bæði við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögð hefur verið fram kæra á hendur þeim báðum, en samhliða því eru mennirnir tveir sem handteknir voru grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Freyr segir mennina tvo, sem eru pólskir, hafa komið inn á Hamborgarabúlluna og verið með nokkur læti. Þeir hafi báðir verið mjög ölvaðir. Að sögn Freys var fjölmennt inni á staðnum enda hafi atvikið átt sér stað á háannatíma, eða um kvöldmatarleytið. Freyr segir sér ekki hafa staðið á sama vegna ólátanna og því óskað eftir aðstoð lögreglu. Viðbrögðin hafi hins vegar komið honum á óvart. „Það leit út fyrir að lögreglumaðurinn hefði haft mjög slæma reynslu af útlendingum því um leið og maðurinn byrjaði að tala útlensku var eins og lögreglumaðurinn hefði séð rautt – eins og hann væri að búast við því versta. Lögreglumaðurinn sagði alltaf: „Do you have kennitala, do you have kennitala?“ og Pólverjinn skildi ekki neitt,“ segir Freyr. Í framhaldinu hafi maðurinn verið handtekinn. „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“ Freyr segir lögregluna svo hafa ekið af stað með þann handtekna, en skilið hinn manninn eftir. „Hinn var bara skilinn eftir hjá okkur. Hann var brjálaður og ætlaði í okkur. Hann var til dæmis mjög agressífur á móti mér og spurði hvort ég ætlaði að hringja aftur í lögregluna,“ segir Freyr og bætir við að fólki á staðnum hafi verið mjög brugðið, enda hafi þetta verið mjög alvarlegt og gróft ofbeldi af hálfu lögreglumannanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Mennirnir tveir eru grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Atvikið átti sér stað við Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi. Starfsmenn veitingastaðarins höfðu þá óskað eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja manna sem voru ölvaðir og með læti, en atvikið átti sér stað um kvöldmatarleytið. Annar mannanna neitaði að framvísa skilríkjum þegar lögreglan óskaði eftir því og kvaðst ekki skilja íslensku. Lögreglumennirnir ákváðu í kjölfarið að handtaka manninn og færa hann á lögreglustöð. Maðurinn streittist hins vegar á móti og félagi hans reyndi að koma honum undan handtökunni, meðal annars með því að toga manninn til sín og ýta í lögreglumennina. Að sögn vitnis brást lögregla ókvæða við. Þau hafi bæði dregið upp kylfu og slegið félaga mannsins ítrekað þar sem hann lá á jörðinni. Því næst hafi hinum manninum verið ýtt inn í lögreglubíl, en þegar hann vildi ekki setja fæturna inn í bílinn hafi lögreglumaðurinn skellt bílhurðinni margoft á fætur hans. Vitnið segir að um gróft og alvarlegt ofbeldi hafi verið að ræða og að erfitt hafi verið að horfa upp á það. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Fréttablaðið að tvær kærur hafi verið lagðar fram og að málið sé til rannsóknar. Þá séu mennirnir tveir grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri staðfestir að lögreglumennirnir hafi ekki verið sendir í leyfi.Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni.Vísir/VilhelmEins og lögreglumaðurinn hafi séð rautt„Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, sem varð vitni að og lýsir grófu ofbeldi lögreglumannana fyrir utan staðinn í byrjun maí. Afleiðingarnar voru þær að maður sem þeir handtóku tvífótbrotnaði og annar sem með honum var hlaut einnig margs konar áverka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Lögreglumennirnir, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins og eru bæði við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögð hefur verið fram kæra á hendur þeim báðum, en samhliða því eru mennirnir tveir sem handteknir voru grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Freyr segir mennina tvo, sem eru pólskir, hafa komið inn á Hamborgarabúlluna og verið með nokkur læti. Þeir hafi báðir verið mjög ölvaðir. Að sögn Freys var fjölmennt inni á staðnum enda hafi atvikið átt sér stað á háannatíma, eða um kvöldmatarleytið. Freyr segir sér ekki hafa staðið á sama vegna ólátanna og því óskað eftir aðstoð lögreglu. Viðbrögðin hafi hins vegar komið honum á óvart. „Það leit út fyrir að lögreglumaðurinn hefði haft mjög slæma reynslu af útlendingum því um leið og maðurinn byrjaði að tala útlensku var eins og lögreglumaðurinn hefði séð rautt – eins og hann væri að búast við því versta. Lögreglumaðurinn sagði alltaf: „Do you have kennitala, do you have kennitala?“ og Pólverjinn skildi ekki neitt,“ segir Freyr. Í framhaldinu hafi maðurinn verið handtekinn. „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“ Freyr segir lögregluna svo hafa ekið af stað með þann handtekna, en skilið hinn manninn eftir. „Hinn var bara skilinn eftir hjá okkur. Hann var brjálaður og ætlaði í okkur. Hann var til dæmis mjög agressífur á móti mér og spurði hvort ég ætlaði að hringja aftur í lögregluna,“ segir Freyr og bætir við að fólki á staðnum hafi verið mjög brugðið, enda hafi þetta verið mjög alvarlegt og gróft ofbeldi af hálfu lögreglumannanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira