Ólíkt hafast ráðherrar að … Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Fréttir hafa birst um að Íbúðalánasjóður hyggist selja um 300 íbúðir í eigu sjóðsins á SV-horninu til sveitarfélaga. Íbúðirnar, sem sjóðurinn leysti til sín á sínum tíma, eru í útleigu. Margir leigjendur þessara íbúða er fólk sem átti þær áður, en hefur fengið að leigja þær af Íbúðalánasjóði á viðráðanlegu verði eftir að sjóðurinn leysti íbúðirnar til sín í kjölfar efnahagshrunsins. Margir leigjendur þessara íbúða hafa hærri tekjur en þröng tekjumörk sveitarfélaga setja til að mega leigja félagslegt húsnæði (m.v. 240 þúsund krónur brúttó á mánuði). Ef leigjendur þessara íbúða missa þennan leigusamning eru þeir settir í óvissu á leigumarkaði sem einkennist af skömmum leigutíma og háu leiguverði. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra hefur beðið Íbúðalánasjóð að bíða með að selja íbúðirnar meðan unnið er að lausn þeirra leigjenda sem búa í íbúðunum. Ég styð þessa beiðni Þorsteins. Ein tillaga að úrlausn er að setja á laggirnar sérstakt opinbert leigufélag sem tekur yfir þessar eignir og heldur áfram að leigja þær út til þeirra sem vilja, til langs tíma og óháð tekjum. Á sínum tíma starfaði leigufélagið Klettur, sem var í eigu Íbúðalánasjóðs, sem leigði fólki óháð tekjum til langs tíma á viðráðanlegu verði og veitti 450 fjölskyldum skjól og öryggi. Leigufélagið Klettur var selt til leigufélags í eigu Gamma og leigjendur sem bjuggu áður við langtímaleigu og viðráðanlegt leiguverð þurftu að greiða 40-50% hærri leigu í skilyrtan leigutíma, eða til eins árs í senn. Leigufélagið Klettur var selt í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur sem gerði lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir söluna eða leita annarra lausna og jók því húsnæðisvanda fólks sem áður leigði hjá leigufélaginu. Það ber að hrósa Þorsteini fyrir þá viðleitni að verja hagsmuni leigjenda og leita lausna í stað þess að selja ofan af þeim heimili þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fréttir hafa birst um að Íbúðalánasjóður hyggist selja um 300 íbúðir í eigu sjóðsins á SV-horninu til sveitarfélaga. Íbúðirnar, sem sjóðurinn leysti til sín á sínum tíma, eru í útleigu. Margir leigjendur þessara íbúða er fólk sem átti þær áður, en hefur fengið að leigja þær af Íbúðalánasjóði á viðráðanlegu verði eftir að sjóðurinn leysti íbúðirnar til sín í kjölfar efnahagshrunsins. Margir leigjendur þessara íbúða hafa hærri tekjur en þröng tekjumörk sveitarfélaga setja til að mega leigja félagslegt húsnæði (m.v. 240 þúsund krónur brúttó á mánuði). Ef leigjendur þessara íbúða missa þennan leigusamning eru þeir settir í óvissu á leigumarkaði sem einkennist af skömmum leigutíma og háu leiguverði. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra hefur beðið Íbúðalánasjóð að bíða með að selja íbúðirnar meðan unnið er að lausn þeirra leigjenda sem búa í íbúðunum. Ég styð þessa beiðni Þorsteins. Ein tillaga að úrlausn er að setja á laggirnar sérstakt opinbert leigufélag sem tekur yfir þessar eignir og heldur áfram að leigja þær út til þeirra sem vilja, til langs tíma og óháð tekjum. Á sínum tíma starfaði leigufélagið Klettur, sem var í eigu Íbúðalánasjóðs, sem leigði fólki óháð tekjum til langs tíma á viðráðanlegu verði og veitti 450 fjölskyldum skjól og öryggi. Leigufélagið Klettur var selt til leigufélags í eigu Gamma og leigjendur sem bjuggu áður við langtímaleigu og viðráðanlegt leiguverð þurftu að greiða 40-50% hærri leigu í skilyrtan leigutíma, eða til eins árs í senn. Leigufélagið Klettur var selt í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur sem gerði lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir söluna eða leita annarra lausna og jók því húsnæðisvanda fólks sem áður leigði hjá leigufélaginu. Það ber að hrósa Þorsteini fyrir þá viðleitni að verja hagsmuni leigjenda og leita lausna í stað þess að selja ofan af þeim heimili þeirra.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun