Við þurfum að þora að fylla teiginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Halldór Orri Björnsson á æfingu FH í vikunni. Vísir/Ernir Íslandsmeistara FH bíður afar erfitt verkefni þegar þeir mæta Braga frá Portúgal í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.45. Seinni leikurinn fer fram í Braga eftir viku. „Þetta eru góðir og flinkir fótboltamenn sem eru góðir að halda boltanum innan liðsins, í stutta spilinu og einn á móti einum. Þetta er hörkugott lið og við þurfum að vera klárir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið. En eiga FH-ingar möguleika í þetta sterka Braga-lið? „Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila tvo mjög heilsteypta og góða leiki. Við þurfum að fá úrslit á morgun,“ sagði þjálfarinn.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/ErnirBraga hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Liðið hefur tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og komst alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar 2011. Þar tapaði Braga fyrir öðru portúgölsku liði, Porto, sem var á þeim tíma undir stjórn André Villas-Boas. Braga endaði í 5. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er með þrjú stig eftir tvær umferðir á þessu tímabili. Braga kom beint inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló AIK frá Svíþjóð úr leik, samanlagt 3-2. FH-ingar slógu Víking frá Götu úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, samanlagt 0-2, í 3. umferðinni. FH-ingar spiluðu ágætan varnarleik í báðum leikjunum gegn Maribor en sóknarleikurinn var afar bitlaus. Raunar hefur FH aðeins skorað þrjú mörk í fjórum Evrópuleikjum í sumar. Heimir segir að FH verði að hafa kjark til að halda boltanum innan liðsins í Evrópuleikjum, jafnvel þótt andstæðingurinn sé sterkur.Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.Vísir/Ernir„Ef við tökum Maribor þá sáum við að möguleikarnir eru til staðar. Í seinni hálfleiknum í Krikanum vorum við aðeins of fljótir í löngu boltana. Við hefðum mátt halda boltanum betur innan liðsins og búa til betri færi. Það voru möguleikar á því,“ sagði Heimir. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, tekur í sama streng. „Við þurfum að halda áfram að spila jafn sterkan varnarleik og við gerðum í báðum leikjunum gegn Maribor þar sem skipulagið okkar hélt vel og þeir sköpuðu ekki mikið af færum. Hins vegar getum við lært að við þurfum að vera kaldari á boltanum,“ sagði Davíð. „Við þurfum að þora að fylla teiginn betur og klára sóknirnar okkar til að gefa okkur möguleika. Við þurfum að fá mark í öðrum hvorum þessara leikja til þess að eiga möguleika á að komast áfram,“ sagði Davíð sem myndi sætta sig við markalaust jafntefli í leiknum á morgun. „Klárlega. Á móti liði eins og Braga væru það fyrirfram mjög góð úrslit, að fá ekki á sig útivallarmark og setja pressuna aðeins á þá. En vonandi getum við boðið áhorfendum upp á eitt mark frá okkur og haldið hreinu,“ sagði Davíð sposkur á svip. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Sjá meira
Íslandsmeistara FH bíður afar erfitt verkefni þegar þeir mæta Braga frá Portúgal í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.45. Seinni leikurinn fer fram í Braga eftir viku. „Þetta eru góðir og flinkir fótboltamenn sem eru góðir að halda boltanum innan liðsins, í stutta spilinu og einn á móti einum. Þetta er hörkugott lið og við þurfum að vera klárir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið. En eiga FH-ingar möguleika í þetta sterka Braga-lið? „Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila tvo mjög heilsteypta og góða leiki. Við þurfum að fá úrslit á morgun,“ sagði þjálfarinn.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/ErnirBraga hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Liðið hefur tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og komst alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar 2011. Þar tapaði Braga fyrir öðru portúgölsku liði, Porto, sem var á þeim tíma undir stjórn André Villas-Boas. Braga endaði í 5. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er með þrjú stig eftir tvær umferðir á þessu tímabili. Braga kom beint inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló AIK frá Svíþjóð úr leik, samanlagt 3-2. FH-ingar slógu Víking frá Götu úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, samanlagt 0-2, í 3. umferðinni. FH-ingar spiluðu ágætan varnarleik í báðum leikjunum gegn Maribor en sóknarleikurinn var afar bitlaus. Raunar hefur FH aðeins skorað þrjú mörk í fjórum Evrópuleikjum í sumar. Heimir segir að FH verði að hafa kjark til að halda boltanum innan liðsins í Evrópuleikjum, jafnvel þótt andstæðingurinn sé sterkur.Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.Vísir/Ernir„Ef við tökum Maribor þá sáum við að möguleikarnir eru til staðar. Í seinni hálfleiknum í Krikanum vorum við aðeins of fljótir í löngu boltana. Við hefðum mátt halda boltanum betur innan liðsins og búa til betri færi. Það voru möguleikar á því,“ sagði Heimir. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, tekur í sama streng. „Við þurfum að halda áfram að spila jafn sterkan varnarleik og við gerðum í báðum leikjunum gegn Maribor þar sem skipulagið okkar hélt vel og þeir sköpuðu ekki mikið af færum. Hins vegar getum við lært að við þurfum að vera kaldari á boltanum,“ sagði Davíð. „Við þurfum að þora að fylla teiginn betur og klára sóknirnar okkar til að gefa okkur möguleika. Við þurfum að fá mark í öðrum hvorum þessara leikja til þess að eiga möguleika á að komast áfram,“ sagði Davíð sem myndi sætta sig við markalaust jafntefli í leiknum á morgun. „Klárlega. Á móti liði eins og Braga væru það fyrirfram mjög góð úrslit, að fá ekki á sig útivallarmark og setja pressuna aðeins á þá. En vonandi getum við boðið áhorfendum upp á eitt mark frá okkur og haldið hreinu,“ sagði Davíð sposkur á svip.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn