Við erum komnir heim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Snorri Steinn Guðjónsson er kominn heim. vísir/stefán Það stefnir allt í að Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili verði sú sterkasta í áraraðir. Deildin var mjög góð á síðasta tímabili en í sumar hafa 13 leikmenn komið heim úr atvinnumennsku og þeir munu styrkja deildina til mikilla muna. Að sama skapi hafa fáir leikmenn farið út í atvinnumennsku í sumar. Á meðal þeirra eru þrír sem voru í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010; Snorri Steinn Guðjónsson, Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Levý Guðmundsson. Þar fyrir utan eru tveir fastamenn í landsliðinu komnir heim, Bjarki Már Gunnarsson og Aron Rafn Eðvarðsson, líkt og Atli Ævar Ingólfsson sem átti góð ár í Svíþjóð og hefur bankað á landsliðsdyrnar. Þá er besti leikmaður Olís-deildarinnar 2014-2015, Björgvin Hólmgeirsson, kominn aftur heim eftir tveggja ára dvöl í Dúbaí sem og Árni Þór Sigtryggsson, Einar Ingi Hrafnsson og Pétur Pálsson sem spiluðu sem atvinnumenn í fjölda ára. Þorgrímur Smári Ólafsson og Leó Snær Pétursson stoppuðu styttra við í atvinnumennskunni en gerðu ágæta hluti. Það eru ekki bara tólf atvinnumenn sem eru komnir heim heldur er Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, kominn aftur í Olís-deildina eftir tveggja ára hlé. Patrekur er tekinn við Selfossi sem endaði í 5. sæti deildarinnar í fyrra. „Ég man að deildin var ágætlega góð þegar ég var með Haukana 2013-2015. En hún er töluvert sterkari núna,“ sagði Patrekur þegar Fréttablaðið leitaði álits hans á heimkomu atvinnumannanna. „Þetta eru í sumum tilfellum menn sem eru búnir að vera lengi úti og í öðrum tilfellum menn sem eru yngri og hafa ekki verið jafn lengi úti. Það eru misjafnar ástæður. En ég held að þetta sé mjög gott fyrir deildina og íslenskan handbolta.“ Patrekur segir að þótt Olís-deildin sé ekki atvinnumannadeild sé umgjörðin í kringum liðin góð. „Við erum með marga góða þjálfara og bjóðum upp á eins gott umhverfi og hægt er. Auðvitað er þetta ekki 100% atvinnumennska en flest lið eru að gera vel miðað við aðstæður,“ sagði Patrekur og bætti því við að reynsla leikmannanna sem eru komnir heim geti reynst yngri samherjum þeirra vel. „Það er mikilvægt að þeir sem hafa verið í atvinnumennsku geti miðlað af reynslu sinni til yngri leikmanna. Blandan er mikilvæg,“ sagði þjálfarinn. Olís-deild karla hefst með leik Hauka og ÍR sunnudaginn 10. september nk. Olís-deild karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Það stefnir allt í að Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili verði sú sterkasta í áraraðir. Deildin var mjög góð á síðasta tímabili en í sumar hafa 13 leikmenn komið heim úr atvinnumennsku og þeir munu styrkja deildina til mikilla muna. Að sama skapi hafa fáir leikmenn farið út í atvinnumennsku í sumar. Á meðal þeirra eru þrír sem voru í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010; Snorri Steinn Guðjónsson, Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Levý Guðmundsson. Þar fyrir utan eru tveir fastamenn í landsliðinu komnir heim, Bjarki Már Gunnarsson og Aron Rafn Eðvarðsson, líkt og Atli Ævar Ingólfsson sem átti góð ár í Svíþjóð og hefur bankað á landsliðsdyrnar. Þá er besti leikmaður Olís-deildarinnar 2014-2015, Björgvin Hólmgeirsson, kominn aftur heim eftir tveggja ára dvöl í Dúbaí sem og Árni Þór Sigtryggsson, Einar Ingi Hrafnsson og Pétur Pálsson sem spiluðu sem atvinnumenn í fjölda ára. Þorgrímur Smári Ólafsson og Leó Snær Pétursson stoppuðu styttra við í atvinnumennskunni en gerðu ágæta hluti. Það eru ekki bara tólf atvinnumenn sem eru komnir heim heldur er Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, kominn aftur í Olís-deildina eftir tveggja ára hlé. Patrekur er tekinn við Selfossi sem endaði í 5. sæti deildarinnar í fyrra. „Ég man að deildin var ágætlega góð þegar ég var með Haukana 2013-2015. En hún er töluvert sterkari núna,“ sagði Patrekur þegar Fréttablaðið leitaði álits hans á heimkomu atvinnumannanna. „Þetta eru í sumum tilfellum menn sem eru búnir að vera lengi úti og í öðrum tilfellum menn sem eru yngri og hafa ekki verið jafn lengi úti. Það eru misjafnar ástæður. En ég held að þetta sé mjög gott fyrir deildina og íslenskan handbolta.“ Patrekur segir að þótt Olís-deildin sé ekki atvinnumannadeild sé umgjörðin í kringum liðin góð. „Við erum með marga góða þjálfara og bjóðum upp á eins gott umhverfi og hægt er. Auðvitað er þetta ekki 100% atvinnumennska en flest lið eru að gera vel miðað við aðstæður,“ sagði Patrekur og bætti því við að reynsla leikmannanna sem eru komnir heim geti reynst yngri samherjum þeirra vel. „Það er mikilvægt að þeir sem hafa verið í atvinnumennsku geti miðlað af reynslu sinni til yngri leikmanna. Blandan er mikilvæg,“ sagði þjálfarinn. Olís-deild karla hefst með leik Hauka og ÍR sunnudaginn 10. september nk.
Olís-deild karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira