Lifnar yfir Mýrarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2017 09:00 Ein af stóru hrygnunum sem veiddust í Mýrarkvísl. Mýrarkvísl er ein af þessum ám sem getur tekið vel við sér þegar hausta tekur en í henni geta legið laxar sem ná yfirstærð eins og í öðrum norðlenskum ám. Veiðin í Mýrarkvísl glæddist heldur betur síðustu daga þegar fór að rigna en veiðimaður sem var að ljúka veiðum í ánni í gær landaði fimm löxum þar af einni 84 cm og annari 86 cm hrygnu. Stærri laxar hafa tekið flugur veiðimanna en haft betur í þeirri baráttu eins og oft vill gerast. Það er farið að bóla aftur á stóru urriðunum á neðri svæðum árinnar sem hafa varla sést í sumar en urriðaveiðin hefur engu að síður verið góð. Einnig er gaman frá því að segja að það var byggð brú yfir gilið í sumar sem gerir aðgengi að góðum veiðistöðum ofarlega í gilinu mun betra en veiðistaðirnir í gilinu þykja með þeim skemmtilegri að veiða í ánni. Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði
Mýrarkvísl er ein af þessum ám sem getur tekið vel við sér þegar hausta tekur en í henni geta legið laxar sem ná yfirstærð eins og í öðrum norðlenskum ám. Veiðin í Mýrarkvísl glæddist heldur betur síðustu daga þegar fór að rigna en veiðimaður sem var að ljúka veiðum í ánni í gær landaði fimm löxum þar af einni 84 cm og annari 86 cm hrygnu. Stærri laxar hafa tekið flugur veiðimanna en haft betur í þeirri baráttu eins og oft vill gerast. Það er farið að bóla aftur á stóru urriðunum á neðri svæðum árinnar sem hafa varla sést í sumar en urriðaveiðin hefur engu að síður verið góð. Einnig er gaman frá því að segja að það var byggð brú yfir gilið í sumar sem gerir aðgengi að góðum veiðistöðum ofarlega í gilinu mun betra en veiðistaðirnir í gilinu þykja með þeim skemmtilegri að veiða í ánni.
Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði