Erlendir ríkisborgarar um 12 prósent af vinnuafli á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. september 2017 20:00 Stöð 2/Arnar Halldórsson. Erlendir ríkisborgarar eru nú um 12 prósent af vinnuafli hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sérfræðingur hjá Vinnumálstofnun telur að þeim muni halda áfram að fjölga. Þá segir prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla að nú beri meira á óöruggri atvinnu og að svokölluð fjöldavinnumiðlun sé framtíðin. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru rúmlega tuttugu og fjögur þúsund erlendir starfsmenn hér á landi í júní 2017. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fjölgar erlendum starfsmönnum á landinu með hverjum mánuði sem líður. Í lok ársins 2016 var erlent vinnuafl 10,6 prósent af vinnumarkaði en í byrjun ársins var það tíu prósent. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru rúmlega átján þúsund um mitt sumarið. Þetta þýðir að um sex þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en árið 2008. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur að þróunin muni koma til með að halda áfram. „Það er að vísu að hægja svolítið til í ferðaþjónustu og spurning hvernig það þróast á næstu misserum en það er ennþá mikil eftirspurn í byggingariðnaði og mikið sem þarf að byggja upp á komandi misserum og við gerum ráð fyrir að það þurfi að manna það að miklu leiti með erlendu vinnuafli,“ segir Karl. Fjölmennasti hópurinn sé frá Póllandi, eða fjörutíu til fimmtíu prósent. Stór hluti erlends vinnuafls sem hefur komið hingað til lands síðastliðin ár er ekki ráðið beint af hérlendum fyrirtækjum heldur erlendum og íslenskum starfsmannaleigum. Erlent vinnuafl fær oft ekki laun í samræmi við íslenska staðla og sjálfboðavinna eykst. Þannig má segja að við séum komin með stórt innflutt og ódýrt vinnuafl á íslenskan atvinnumarkað. Guy Standing, prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla, hélt tölu um atvinnumál innflytjenda á ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands í dag. Hann er þekktur fyrir gagnrýni sína á kapitalsima og kenningar um innflytjendamál. Hann segir að þróunin á Íslandi sé sú sama víða á vesturlöndunum. „Meira ber núna á óstöðugu vinnuafli, óöruggri atvinnu og skammtímasamningum.Á sama tíma ber meira á fyrirbæri sem sést ekki enn á Íslandi en hefur mikil áhrif í öðrum löndumnúna, svokölluð fjöldavinnumiðlun.Þarna er um að ræða miðlunhvers kyns atvinnu á Netinu.Í framtíðinni munum við sjáað hreyfingar á vinnumarkaðifari í auknum mæli fram á Netinuþar sem engin bein samskiptieru milli atvinnurekandaog launamanns,“ segir Guy. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Erlendir ríkisborgarar eru nú um 12 prósent af vinnuafli hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sérfræðingur hjá Vinnumálstofnun telur að þeim muni halda áfram að fjölga. Þá segir prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla að nú beri meira á óöruggri atvinnu og að svokölluð fjöldavinnumiðlun sé framtíðin. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru rúmlega tuttugu og fjögur þúsund erlendir starfsmenn hér á landi í júní 2017. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fjölgar erlendum starfsmönnum á landinu með hverjum mánuði sem líður. Í lok ársins 2016 var erlent vinnuafl 10,6 prósent af vinnumarkaði en í byrjun ársins var það tíu prósent. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru rúmlega átján þúsund um mitt sumarið. Þetta þýðir að um sex þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en árið 2008. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur að þróunin muni koma til með að halda áfram. „Það er að vísu að hægja svolítið til í ferðaþjónustu og spurning hvernig það þróast á næstu misserum en það er ennþá mikil eftirspurn í byggingariðnaði og mikið sem þarf að byggja upp á komandi misserum og við gerum ráð fyrir að það þurfi að manna það að miklu leiti með erlendu vinnuafli,“ segir Karl. Fjölmennasti hópurinn sé frá Póllandi, eða fjörutíu til fimmtíu prósent. Stór hluti erlends vinnuafls sem hefur komið hingað til lands síðastliðin ár er ekki ráðið beint af hérlendum fyrirtækjum heldur erlendum og íslenskum starfsmannaleigum. Erlent vinnuafl fær oft ekki laun í samræmi við íslenska staðla og sjálfboðavinna eykst. Þannig má segja að við séum komin með stórt innflutt og ódýrt vinnuafl á íslenskan atvinnumarkað. Guy Standing, prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla, hélt tölu um atvinnumál innflytjenda á ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands í dag. Hann er þekktur fyrir gagnrýni sína á kapitalsima og kenningar um innflytjendamál. Hann segir að þróunin á Íslandi sé sú sama víða á vesturlöndunum. „Meira ber núna á óstöðugu vinnuafli, óöruggri atvinnu og skammtímasamningum.Á sama tíma ber meira á fyrirbæri sem sést ekki enn á Íslandi en hefur mikil áhrif í öðrum löndumnúna, svokölluð fjöldavinnumiðlun.Þarna er um að ræða miðlunhvers kyns atvinnu á Netinu.Í framtíðinni munum við sjáað hreyfingar á vinnumarkaðifari í auknum mæli fram á Netinuþar sem engin bein samskiptieru milli atvinnurekandaog launamanns,“ segir Guy.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent