200 laxar komnir úr Staðarhólsá Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2017 13:51 Staðarhólsá og Hvolsá hafa lengst af verið þekktar sem skemmtilegar sjóbleikjuár með laxavon en í sumar hefur verið afar góð laxveiði í ánum. Þegar það verður þurrt í lengri tíma getur það haft mikil áhrif á veiðina í ánum enda bíður laxinn átekta í ósnum og í lóninu eftir því að fá gott gönguvatn. Í rigningum síðusut daga hefur hækkað í ánum og laxinn farið að ganga sem er farið að sýna sig í veiðitölum. Vanir veiðimenn á svæðinu segja að það hafi sjaldan verið jafn mikil laxgengd eins í núna en heildarveiðitalan er komin í 200 laxa og besta tímabilið er eftir. Erlendir veiðimenn hafa verið við veiðar og þeim gekk mjög vel og þeir sem tóku við af þeim hafa verið í fínum málum en það holl var komið í 13 laxa á hádegi í gær eftir aðeins tvær vaktir. Síðsumarsveiðin getur verið mjög góð þarna og miðað við það þær fréttir sem við erum að fá þaðan má reikna með fjörlegum lokaspretti en það eru um 3 vikur eftir af veiðitímanum. Áhugasamir geta skoðað laus leyfi inná www.veida.is Mest lesið Góðar fréttir af sjóbirtingsslóðum Veiði Laxveiðisumarið 2011: Haffjarðará og Selá gáfu mest Veiði Bleikjan mætt í þjóðgarðinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Náði 16 punda nýgengnum hæng í fyrstu Blönduferðinni Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Vika í að stangveiðin hefjist Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði
Staðarhólsá og Hvolsá hafa lengst af verið þekktar sem skemmtilegar sjóbleikjuár með laxavon en í sumar hefur verið afar góð laxveiði í ánum. Þegar það verður þurrt í lengri tíma getur það haft mikil áhrif á veiðina í ánum enda bíður laxinn átekta í ósnum og í lóninu eftir því að fá gott gönguvatn. Í rigningum síðusut daga hefur hækkað í ánum og laxinn farið að ganga sem er farið að sýna sig í veiðitölum. Vanir veiðimenn á svæðinu segja að það hafi sjaldan verið jafn mikil laxgengd eins í núna en heildarveiðitalan er komin í 200 laxa og besta tímabilið er eftir. Erlendir veiðimenn hafa verið við veiðar og þeim gekk mjög vel og þeir sem tóku við af þeim hafa verið í fínum málum en það holl var komið í 13 laxa á hádegi í gær eftir aðeins tvær vaktir. Síðsumarsveiðin getur verið mjög góð þarna og miðað við það þær fréttir sem við erum að fá þaðan má reikna með fjörlegum lokaspretti en það eru um 3 vikur eftir af veiðitímanum. Áhugasamir geta skoðað laus leyfi inná www.veida.is
Mest lesið Góðar fréttir af sjóbirtingsslóðum Veiði Laxveiðisumarið 2011: Haffjarðará og Selá gáfu mest Veiði Bleikjan mætt í þjóðgarðinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Náði 16 punda nýgengnum hæng í fyrstu Blönduferðinni Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Vika í að stangveiðin hefjist Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði