Haustbragur á veiðitölum vikunnar Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2017 12:00 Það er komin haustbragur á veiðitölurnar og það styttist í að fyrstu lokatölurnar berist af bökkum ánna. Rigningin í síðustu viku gerði ánum gott og kom tökunni aðeins í gang aftur. Holl sem lauk veiðum í Langá á Mýrum í gær tók til að mynda 45 laxa í afslappaðri veiði en áin er komin í frábært veiðivatn og loksins hætt að vera glær eins og síðustu vikur. Síðasta vika þar á bæ skilaði 77 löxum á land en vikan sem telur núna er komin í 60 laxa svo það stefnir í að Langá fari eitthvað yfir veiðina í fyrra. Það sama má segja um aðrar ár á vesturlandi en Þverá/Kjarrá, Grímsá, Haffjarðaá, Laxá í Kjós og Laxá í Leirársveit eru ýmist komnar yfir eða fara nokkuð örugglega yfir heildarveiðina í fyrra. Ytri Rangá er ennþá efst á listanum en það hefur aðeins dregið úr veiðinni þar sem er einkennilegt að segja þegar það veiðast ennþá hátt í 400 laxar í hverri viku. Það er nokkuð ljóst að hún kemur til með að vera á toppnum þetta sumarið því það er nóg eftir af veiðitímanum og mikið af laxi í ánni. Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.isYtri-Rangá 4.583 laxar - vikuveiði 364 laxar Miðfjarðará 2.937 laxar - vikuveiði 269 laxar Þverá/Kjarrá 1.890 laxar - vikuveiði 113 laxar Eystri Rangá 1.773 laxar – vikuveiði 88 laxar Blanda 1.390 laxar - vikuveiði 59 laxar Norðurá 1.442 laxar - vikuveiði 27 laxar Langá á Mýrum 1.314 laxar - vikuveiðin 77 laxar Haffjarðará 1.085 laxar – vikuveiði 55 laxar Grímsá í Borgarfirði 968 laxar – vikuveiði 50 laxa Selá í Vopnafirði 880 laxar – vikuveiði 70 laxar Mest lesið Góðar fréttir af sjóbirtingsslóðum Veiði Laxveiðisumarið 2011: Haffjarðará og Selá gáfu mest Veiði Bleikjan mætt í þjóðgarðinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Viðrar illa til rjúpnaveiða á föstudag Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Náði 16 punda nýgengnum hæng í fyrstu Blönduferðinni Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði
Það er komin haustbragur á veiðitölurnar og það styttist í að fyrstu lokatölurnar berist af bökkum ánna. Rigningin í síðustu viku gerði ánum gott og kom tökunni aðeins í gang aftur. Holl sem lauk veiðum í Langá á Mýrum í gær tók til að mynda 45 laxa í afslappaðri veiði en áin er komin í frábært veiðivatn og loksins hætt að vera glær eins og síðustu vikur. Síðasta vika þar á bæ skilaði 77 löxum á land en vikan sem telur núna er komin í 60 laxa svo það stefnir í að Langá fari eitthvað yfir veiðina í fyrra. Það sama má segja um aðrar ár á vesturlandi en Þverá/Kjarrá, Grímsá, Haffjarðaá, Laxá í Kjós og Laxá í Leirársveit eru ýmist komnar yfir eða fara nokkuð örugglega yfir heildarveiðina í fyrra. Ytri Rangá er ennþá efst á listanum en það hefur aðeins dregið úr veiðinni þar sem er einkennilegt að segja þegar það veiðast ennþá hátt í 400 laxar í hverri viku. Það er nokkuð ljóst að hún kemur til með að vera á toppnum þetta sumarið því það er nóg eftir af veiðitímanum og mikið af laxi í ánni. Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.isYtri-Rangá 4.583 laxar - vikuveiði 364 laxar Miðfjarðará 2.937 laxar - vikuveiði 269 laxar Þverá/Kjarrá 1.890 laxar - vikuveiði 113 laxar Eystri Rangá 1.773 laxar – vikuveiði 88 laxar Blanda 1.390 laxar - vikuveiði 59 laxar Norðurá 1.442 laxar - vikuveiði 27 laxar Langá á Mýrum 1.314 laxar - vikuveiðin 77 laxar Haffjarðará 1.085 laxar – vikuveiði 55 laxar Grímsá í Borgarfirði 968 laxar – vikuveiði 50 laxa Selá í Vopnafirði 880 laxar – vikuveiði 70 laxar
Mest lesið Góðar fréttir af sjóbirtingsslóðum Veiði Laxveiðisumarið 2011: Haffjarðará og Selá gáfu mest Veiði Bleikjan mætt í þjóðgarðinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Viðrar illa til rjúpnaveiða á föstudag Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Náði 16 punda nýgengnum hæng í fyrstu Blönduferðinni Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði