Fyrir hvern er þessi pólitík? Helga Vala Helgadóttir skrifar 18. september 2017 06:00 Enn einn ganginn er allt upp í loft í íslenskum stjórnmálum. Fyrir okkur sem höfum yndi af stjórnmálum er þetta eins og EM eða Eurovision er fyrir öðrum. Þetta er lota sem fær hjartað til að ólmast hraðar kroppnum og ferðirnar í heita pottinn verða tíðari. Þess vegna varð ég svolítið hugsi yfir spurningunni sem ég fékk um hvort það þyrfti ekki fleiri klukkustundir í sólarhringinn svo hægt væri að setja sig inn í þetta allt saman. Stjórnmálaáhugi og þátttaka á alls ekki að vera bara fyrir þá sem geta lúslesið allt, kynnt sér alla þætti íslenskra stjórnmála, lesa fjárlögin, kunna þingsköp og gjörþekkja allt um gengisþróun. Stjórnmálin snúast um okkur, fólkið í landinu og hvernig við viljum reka þetta samfélag. Þess vegna skiptir svo ótrúlega miklu máli að þeir sem ráðnir eru í vinnu á þingi tali ekki niður til almennings og væni þá stöðugt um vankunnáttu séu þeir ósammála. Það hefur örlað á því undanfarna daga að kjörnir fulltrúar tali ekki bara niður til almennings heldur einnig til annarra kjörinna fulltrúa líkt og þeir viti ekkert „út á hvað þetta gengur“. Þessi framkoma fælir fólk frá og er að mínu mati skaðleg því við þurfum frekar á því að halda að fleiri sýni stjórnmálunum áhuga, taki þátt og síðast en ekki síst kjósi. Við fáum fólk ekki til að vera með ef við erum með tómt yfirlæti og hroka. Tölum bara saman af virðingu. Það er miklu skemmtilegra og þá vilja fleiri vera með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun
Enn einn ganginn er allt upp í loft í íslenskum stjórnmálum. Fyrir okkur sem höfum yndi af stjórnmálum er þetta eins og EM eða Eurovision er fyrir öðrum. Þetta er lota sem fær hjartað til að ólmast hraðar kroppnum og ferðirnar í heita pottinn verða tíðari. Þess vegna varð ég svolítið hugsi yfir spurningunni sem ég fékk um hvort það þyrfti ekki fleiri klukkustundir í sólarhringinn svo hægt væri að setja sig inn í þetta allt saman. Stjórnmálaáhugi og þátttaka á alls ekki að vera bara fyrir þá sem geta lúslesið allt, kynnt sér alla þætti íslenskra stjórnmála, lesa fjárlögin, kunna þingsköp og gjörþekkja allt um gengisþróun. Stjórnmálin snúast um okkur, fólkið í landinu og hvernig við viljum reka þetta samfélag. Þess vegna skiptir svo ótrúlega miklu máli að þeir sem ráðnir eru í vinnu á þingi tali ekki niður til almennings og væni þá stöðugt um vankunnáttu séu þeir ósammála. Það hefur örlað á því undanfarna daga að kjörnir fulltrúar tali ekki bara niður til almennings heldur einnig til annarra kjörinna fulltrúa líkt og þeir viti ekkert „út á hvað þetta gengur“. Þessi framkoma fælir fólk frá og er að mínu mati skaðleg því við þurfum frekar á því að halda að fleiri sýni stjórnmálunum áhuga, taki þátt og síðast en ekki síst kjósi. Við fáum fólk ekki til að vera með ef við erum með tómt yfirlæti og hroka. Tölum bara saman af virðingu. Það er miklu skemmtilegra og þá vilja fleiri vera með.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun