Alfreð nýtur sín í fjölskyldustemmningu hjá Augsburg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2017 06:00 Alfreð Finnbogason fagnar einu þriggja marka sinna gegn Köln. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað fjögur mörk alls á tímabilinu. vísir/getty Alfreð Finnbogason er markahæsti leikmaður Bundesligunnar eftir þrjár umferðir með fjögur mörk. Ekki ónýtt í einni sterkustu deild í heimi en landsliðsmaðurinn skoraði þrennu í 3-0 sigri Augsburg á Köln um helgina, hrjáður af flensu. „Ég tók þessa flensu með mér frá Íslandi og út,“ segir Alfreð sem var örlítið farinn að finna fyrir einkennum daginn sem Ísland mætti Úkraínu í undankeppni HM þriðjudaginn 5. september. „Á fimmtudeginum æfði ég eiginlega ekkert og var bara mjög slappur,“ segir framherjinn sem fór á fund læknisins. „Ég fékk góðan skammt af vítamínum og lyfjum, allt innan leyfilegra marka, og gat æft með liðinu á föstudaginn,“ segir Alfreð. Leikurinn var daginn eftir en hann var mjög mikilvægur, leikur tveggja liða á botni deildarinnar. „Ég var ekkert hrikalega vel stemmdur fyrir leikinn,“ segir Alfreð sem skoraði með skalla og úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik áður en hann fullkomnaði þrennuna undir lokin með marki úr þröngri stöðu af stuttu færi. Mikið hefur verið gert úr þeirri staðreynd að þrenna Alfreðs hafi verið „fullkomin þrenna“. Mark með vinstri fæti, hægri fæti og höfði. Sjálfur var hann ekkert að spá í þetta fyrr en honum var bent á það eftir leik. „Það eru margar útgáfur af þessu. Til dæmis svokölluð þýsk þrenna þegar einhver skorar þrjú mörk í einum hálfleik og enginn annar skorar í millitíðinni.“Alfreð skorar úr vítaspyrnu gegn Köln.vísir/gettyFyrsta markmið að halda sér uppi Með sigrinum komst Augsburg í fjögur stig í deildinni eftir þrjá leiki og skildi Köln eftir á botninum stigalaust. Augsburg var stigi frá fallsæti í lok leiktíðar í fyrra og þekkir fallbaráttuna vel. „Augsburg hefur oftar en ekki byrjað deildina illa. Nokkrum sinnum verið með mjög fá stig eftir sjö til átta leiki og með bakið upp við vegg. Þá er eins og einhvern veginn kvikni á þeim oft og tíðum.“ Hann bendir á að allir viti hvað góð byrjun geti gefið mikinn meðbyr. Það gefi þjálfaranum ró og allir geti einbeitt sér betur á æfingum, áhyggjulausir. Alfreð er á sínu þriðja tímabili með Augsburg í Bundesligunni en hann kom til liðsins frá Real Sociedad í febrúar í fyrra. Upphaflega að láni en var svo keyptur á 3,6 milljónir punda, andvirði, rúmlega hálfs milljarðs króna. Hann segir þýsku deildina yfirleitt spilast eins. Þrjú til fjögur lið stingi af en svo muni bara sjö til átta stigum á liðinu í fimmta sæti og því í fimmtánda. Komist lið á góðan skrið sé mögulegt að stefna hærra. Deildin sé þó afar sterk í ár en fornfrægir klúbbar á borð við Stuttgart og Hannover 96 eru aftur á meðal þeirra bestu á kostnað minni liða sem féllu. „Þetta eru stærri félög með meiri peninga á milli handanna og miklar væntingar. Það verður ekkert auðvelt að halda sér í deildinni, sem er alltaf fyrsta markmiðið hjá Augsburg.“Skrifar niður markmið og leiðina að þeim Það er ekki ónýtt að skoða lista yfir markahæstu menn í Bundesligunni eftir þrjár umferðir. Alfreð á toppnum með fjögur mörk og svo fylgja ekki minni spámenn en Robert Lewandowski hjá Bayern München og Timo Werner hjá Leipzig sem orðaður er við Real Madrid og Liverpool þessa dagana. „Þetta er náttúrulega mjög verðug samkeppni, framherjar í heimsklassa. En ég ætla fyrst og fremst að njóta þess á meðan maður er þarna uppi. Maður setur sér samt alltaf háleit markmið fyrir tímabilið,“ segir Alfreð og svalar forvitni blaðamanns með því að útskýra nánar. „Ég hef alltaf skrifað markmiðin niður hjá mér. Kannski ekki upp á hvern einasta dag en viðmiðunarpunkta, og hvernig maður ætlar að ná þeim. Það er miklu mikilvægara. Ekki bara skrifa niður til að skrifa niður. Það hefur virkað mjög vel fyrir mig og eitthvað sem ég ætla ekki að breyta.“ Tíminn flýgur og Alfreð, sem var í 21 árs liði Íslands sem fór í lokakeppni EM sumarið 2011, er orðinn 28 ára og þrautreyndur atvinnumaður. Kynslóðin sem hefur verið í lykilhlutverkum í uppgangi A-landsliðsins. Liðið er í kjörstöðu í undankeppni HM eftir Evrópuævintýrið í Frakklandi síðasta sumar.Sjá einnig:Myndasyrpa frá 4-1 slátrun Íslands á Þýskalandi í Kaplakrika „Svo fórum við í umspilið fyrir fjórum árum,“ segir Alfreð. Afrek sem hefur fallið í skuggann á frammstöðunni undanfarið og EM í fyrra. „Þetta er sturlað því fyrir fimm til sex árum var umræðan slæm og orðspor landsliðsins ekki hátt. Það voru margir sem töldu aldrei möguleika á að karlalandsliðið færi á stórmót. Við höfum svo sannarlega sýnt annað,“ segir Alfreð.Að neðan má sjá þrennu Alfreðs um liðna helgi.Alfreð í leiknum gegn Finnlandi.vísir/ernirAldrei heyrt jafnmikil læti Draumurinn um HM í Rússlandi á næsta ári er á lífi en Alfreð segir ljóst að Ísland þurfi fjögur stig úr leikjunum tveimur sem eftir eru í riðlinum til að hafna í öðru tveggja efstu sætanna. Fyrri leikurinn er úti gegn Tyrkjum 6. október og þremur dögum síðar kemur Kósóvó í heimsókn. Reikna má með miklum látum í Tyrklandi þar sem heimamenn geta skotist upp fyrir Ísland í riðlinum með sigri. „Það vita allir hversu mikilvægur leikur þetta er. Við gætum verið í 1. sæti eða 4. sæti eftir þann leik,“ segir Alfreð. Leikurinn verði mjög erfiður. Vissulega hafi Ísland unnið Tyrkina sannfærandi á heimavelli, þar sem Alfreð skoraði einmitt, en Tyrkir séu ekki sama landslið heima og úti. Alfreð segir liðið þó búa að 1-0 tapinu gegn Tyrkjum í lokaleiknum í undankeppninni fyrir EM 2016. Þá hafði Ísland þegar tryggt sæti sitt á EM en allt var undir hjá Tyrkjum. „Ég hef aldrei heyrt jafnmikil læti og þegar við spilum í Konya. Þetta var algjör geðveiki. Þeir eru mjög blóðheitir Tyrkirnir. Það bíður okkur fjandsamleg stemning í þessum leik,“ segir Alfreð. Þetta sé enn einn úrslitaleikurinn.Sjá einnig:Myndasyrpa frá fagnaðalátum Tyrkja í Konya Alfreð nýtur lífsins í Þýskalandi en hann er tiltölulega nýbakaður faðir og búinn að ná góðum tökum á tungumálinu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart enda Alfreð tungumálamaður mikill. Hann segir þýskuna ekki 100 prósent en hann skilji flest og aðrir skilji hann. Maður njóti virðingar fyrir að kunna tungumálin á hverjum stað. Hann búi að hollenskunni og svo gangi honum eðlilega best að tala um fótbolta. Þá kann hann vel að meta föðurhlutverkið. „Þetta er mjög skemmtilegt og eitthvað það allra fallegasta í lífinu að taka á sig þessa ábyrgð.“ Þá kann hann vel að meta stemninguna í hópnum hjá Augsburg. „Mjög stór hluti liðsins er fjölskyldumenn. Það virðist vera þannig að nýir leikmenn verði fljótt feður hérna eða eignist annað barn.“ Þýski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason er markahæsti leikmaður Bundesligunnar eftir þrjár umferðir með fjögur mörk. Ekki ónýtt í einni sterkustu deild í heimi en landsliðsmaðurinn skoraði þrennu í 3-0 sigri Augsburg á Köln um helgina, hrjáður af flensu. „Ég tók þessa flensu með mér frá Íslandi og út,“ segir Alfreð sem var örlítið farinn að finna fyrir einkennum daginn sem Ísland mætti Úkraínu í undankeppni HM þriðjudaginn 5. september. „Á fimmtudeginum æfði ég eiginlega ekkert og var bara mjög slappur,“ segir framherjinn sem fór á fund læknisins. „Ég fékk góðan skammt af vítamínum og lyfjum, allt innan leyfilegra marka, og gat æft með liðinu á föstudaginn,“ segir Alfreð. Leikurinn var daginn eftir en hann var mjög mikilvægur, leikur tveggja liða á botni deildarinnar. „Ég var ekkert hrikalega vel stemmdur fyrir leikinn,“ segir Alfreð sem skoraði með skalla og úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik áður en hann fullkomnaði þrennuna undir lokin með marki úr þröngri stöðu af stuttu færi. Mikið hefur verið gert úr þeirri staðreynd að þrenna Alfreðs hafi verið „fullkomin þrenna“. Mark með vinstri fæti, hægri fæti og höfði. Sjálfur var hann ekkert að spá í þetta fyrr en honum var bent á það eftir leik. „Það eru margar útgáfur af þessu. Til dæmis svokölluð þýsk þrenna þegar einhver skorar þrjú mörk í einum hálfleik og enginn annar skorar í millitíðinni.“Alfreð skorar úr vítaspyrnu gegn Köln.vísir/gettyFyrsta markmið að halda sér uppi Með sigrinum komst Augsburg í fjögur stig í deildinni eftir þrjá leiki og skildi Köln eftir á botninum stigalaust. Augsburg var stigi frá fallsæti í lok leiktíðar í fyrra og þekkir fallbaráttuna vel. „Augsburg hefur oftar en ekki byrjað deildina illa. Nokkrum sinnum verið með mjög fá stig eftir sjö til átta leiki og með bakið upp við vegg. Þá er eins og einhvern veginn kvikni á þeim oft og tíðum.“ Hann bendir á að allir viti hvað góð byrjun geti gefið mikinn meðbyr. Það gefi þjálfaranum ró og allir geti einbeitt sér betur á æfingum, áhyggjulausir. Alfreð er á sínu þriðja tímabili með Augsburg í Bundesligunni en hann kom til liðsins frá Real Sociedad í febrúar í fyrra. Upphaflega að láni en var svo keyptur á 3,6 milljónir punda, andvirði, rúmlega hálfs milljarðs króna. Hann segir þýsku deildina yfirleitt spilast eins. Þrjú til fjögur lið stingi af en svo muni bara sjö til átta stigum á liðinu í fimmta sæti og því í fimmtánda. Komist lið á góðan skrið sé mögulegt að stefna hærra. Deildin sé þó afar sterk í ár en fornfrægir klúbbar á borð við Stuttgart og Hannover 96 eru aftur á meðal þeirra bestu á kostnað minni liða sem féllu. „Þetta eru stærri félög með meiri peninga á milli handanna og miklar væntingar. Það verður ekkert auðvelt að halda sér í deildinni, sem er alltaf fyrsta markmiðið hjá Augsburg.“Skrifar niður markmið og leiðina að þeim Það er ekki ónýtt að skoða lista yfir markahæstu menn í Bundesligunni eftir þrjár umferðir. Alfreð á toppnum með fjögur mörk og svo fylgja ekki minni spámenn en Robert Lewandowski hjá Bayern München og Timo Werner hjá Leipzig sem orðaður er við Real Madrid og Liverpool þessa dagana. „Þetta er náttúrulega mjög verðug samkeppni, framherjar í heimsklassa. En ég ætla fyrst og fremst að njóta þess á meðan maður er þarna uppi. Maður setur sér samt alltaf háleit markmið fyrir tímabilið,“ segir Alfreð og svalar forvitni blaðamanns með því að útskýra nánar. „Ég hef alltaf skrifað markmiðin niður hjá mér. Kannski ekki upp á hvern einasta dag en viðmiðunarpunkta, og hvernig maður ætlar að ná þeim. Það er miklu mikilvægara. Ekki bara skrifa niður til að skrifa niður. Það hefur virkað mjög vel fyrir mig og eitthvað sem ég ætla ekki að breyta.“ Tíminn flýgur og Alfreð, sem var í 21 árs liði Íslands sem fór í lokakeppni EM sumarið 2011, er orðinn 28 ára og þrautreyndur atvinnumaður. Kynslóðin sem hefur verið í lykilhlutverkum í uppgangi A-landsliðsins. Liðið er í kjörstöðu í undankeppni HM eftir Evrópuævintýrið í Frakklandi síðasta sumar.Sjá einnig:Myndasyrpa frá 4-1 slátrun Íslands á Þýskalandi í Kaplakrika „Svo fórum við í umspilið fyrir fjórum árum,“ segir Alfreð. Afrek sem hefur fallið í skuggann á frammstöðunni undanfarið og EM í fyrra. „Þetta er sturlað því fyrir fimm til sex árum var umræðan slæm og orðspor landsliðsins ekki hátt. Það voru margir sem töldu aldrei möguleika á að karlalandsliðið færi á stórmót. Við höfum svo sannarlega sýnt annað,“ segir Alfreð.Að neðan má sjá þrennu Alfreðs um liðna helgi.Alfreð í leiknum gegn Finnlandi.vísir/ernirAldrei heyrt jafnmikil læti Draumurinn um HM í Rússlandi á næsta ári er á lífi en Alfreð segir ljóst að Ísland þurfi fjögur stig úr leikjunum tveimur sem eftir eru í riðlinum til að hafna í öðru tveggja efstu sætanna. Fyrri leikurinn er úti gegn Tyrkjum 6. október og þremur dögum síðar kemur Kósóvó í heimsókn. Reikna má með miklum látum í Tyrklandi þar sem heimamenn geta skotist upp fyrir Ísland í riðlinum með sigri. „Það vita allir hversu mikilvægur leikur þetta er. Við gætum verið í 1. sæti eða 4. sæti eftir þann leik,“ segir Alfreð. Leikurinn verði mjög erfiður. Vissulega hafi Ísland unnið Tyrkina sannfærandi á heimavelli, þar sem Alfreð skoraði einmitt, en Tyrkir séu ekki sama landslið heima og úti. Alfreð segir liðið þó búa að 1-0 tapinu gegn Tyrkjum í lokaleiknum í undankeppninni fyrir EM 2016. Þá hafði Ísland þegar tryggt sæti sitt á EM en allt var undir hjá Tyrkjum. „Ég hef aldrei heyrt jafnmikil læti og þegar við spilum í Konya. Þetta var algjör geðveiki. Þeir eru mjög blóðheitir Tyrkirnir. Það bíður okkur fjandsamleg stemning í þessum leik,“ segir Alfreð. Þetta sé enn einn úrslitaleikurinn.Sjá einnig:Myndasyrpa frá fagnaðalátum Tyrkja í Konya Alfreð nýtur lífsins í Þýskalandi en hann er tiltölulega nýbakaður faðir og búinn að ná góðum tökum á tungumálinu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart enda Alfreð tungumálamaður mikill. Hann segir þýskuna ekki 100 prósent en hann skilji flest og aðrir skilji hann. Maður njóti virðingar fyrir að kunna tungumálin á hverjum stað. Hann búi að hollenskunni og svo gangi honum eðlilega best að tala um fótbolta. Þá kann hann vel að meta föðurhlutverkið. „Þetta er mjög skemmtilegt og eitthvað það allra fallegasta í lífinu að taka á sig þessa ábyrgð.“ Þá kann hann vel að meta stemninguna í hópnum hjá Augsburg. „Mjög stór hluti liðsins er fjölskyldumenn. Það virðist vera þannig að nýir leikmenn verði fljótt feður hérna eða eignist annað barn.“
Þýski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira