Kristján Örn: Ljósin slökkt eftir tíu mínútur Þór Símon Hafþórsson skrifar 28. september 2017 22:37 Kristján skoraði meira en helming marka Fjölnis í kvöld vísir/eyþór „Við vorum allavega ekki að búast við að mæta svona í leikinn,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður Fjölnis, í samtali við Vísi eftir leik Fjölnis og ÍR í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Fjölnir tapaði gegn ÍR með 16 mörkum, 36-20, en Kristján var undrandi á hversu slakur leikur liðsins var í kvöld. „Við vorum að spila gegn Íslandsmeisturum Val um daginn og við gáfum þeim hörkuleik og svo mætum við hingað og erum að tapa með 11 mörkum í fyrri hálfleik. Það var alls ekki það sem við vorum að leggja upp með.“ Fjölnir átti svipaðan leik gegn Selfossi á dögunum en þá varð slæm byrjun þeim einnig að falli. „Leikurinn gegn Selfossi var á svipuðu róli. Við byrjum mjög illa og þeir fara fram úr okkur. Þá er voða lítið ljós eftir á ganginum. Í dag þá slokknaði ljósið bara eftir 10 mínútur. Það var enginn á fullu í þessum leik og þ.á.m. ég.“ Kristján skoraði 11 mörk af 20 mörkum Fjölnis og þrátt fyrir að hafa sjálfur sagst eiga slæman leik eins og allir aðrir í liðinu sagði hann að fleiri mörk yrðu að koma frá fleirum í liðinu. „Það vantar klárlega mörk frá öðrum í sóknarleiknum okkar. Við fengum fullt af dauðafærum. Fleiri dauðafæri en við skoruðum í heild sinni. Við áttum klárlega að nýta þau betur.“ Næsti leikur er gegn ÍBV og segir Kristján ekki spurning að liðið verði að gera betur en þeir gerðu í kvöld. „Ef við gerum það þá munu þeir bara rasskella okkur og senda okkur heim. Megum ekki sýna svona ömurlega frammistöðu ef við ætlum okkur eitthvað í þessari deild.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fjölnir 36-20 | ÍR burstuðu Fjölni í nýliðaslagnum ÍR vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið valtaði yfir nýliða Fjölnis í Breiðholtinu í kvöld. 28. september 2017 22:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
„Við vorum allavega ekki að búast við að mæta svona í leikinn,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður Fjölnis, í samtali við Vísi eftir leik Fjölnis og ÍR í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Fjölnir tapaði gegn ÍR með 16 mörkum, 36-20, en Kristján var undrandi á hversu slakur leikur liðsins var í kvöld. „Við vorum að spila gegn Íslandsmeisturum Val um daginn og við gáfum þeim hörkuleik og svo mætum við hingað og erum að tapa með 11 mörkum í fyrri hálfleik. Það var alls ekki það sem við vorum að leggja upp með.“ Fjölnir átti svipaðan leik gegn Selfossi á dögunum en þá varð slæm byrjun þeim einnig að falli. „Leikurinn gegn Selfossi var á svipuðu róli. Við byrjum mjög illa og þeir fara fram úr okkur. Þá er voða lítið ljós eftir á ganginum. Í dag þá slokknaði ljósið bara eftir 10 mínútur. Það var enginn á fullu í þessum leik og þ.á.m. ég.“ Kristján skoraði 11 mörk af 20 mörkum Fjölnis og þrátt fyrir að hafa sjálfur sagst eiga slæman leik eins og allir aðrir í liðinu sagði hann að fleiri mörk yrðu að koma frá fleirum í liðinu. „Það vantar klárlega mörk frá öðrum í sóknarleiknum okkar. Við fengum fullt af dauðafærum. Fleiri dauðafæri en við skoruðum í heild sinni. Við áttum klárlega að nýta þau betur.“ Næsti leikur er gegn ÍBV og segir Kristján ekki spurning að liðið verði að gera betur en þeir gerðu í kvöld. „Ef við gerum það þá munu þeir bara rasskella okkur og senda okkur heim. Megum ekki sýna svona ömurlega frammistöðu ef við ætlum okkur eitthvað í þessari deild.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fjölnir 36-20 | ÍR burstuðu Fjölni í nýliðaslagnum ÍR vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið valtaði yfir nýliða Fjölnis í Breiðholtinu í kvöld. 28. september 2017 22:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fjölnir 36-20 | ÍR burstuðu Fjölni í nýliðaslagnum ÍR vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið valtaði yfir nýliða Fjölnis í Breiðholtinu í kvöld. 28. september 2017 22:30