Skylda gagnvart börnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2017 07:00 Um daginn ákvað ég að gera mig sæta fyrir vinnu. Ég setti á mig rauðan varalit og fór í uppáhaldsskyrtuna mína og svo, til þess að þrykkja punktinum rækilega yfir i-ið, setti ég í mig eyrnalokka. Þetta voru látlausir hringir, frekar stórir, og mér fannst ég æðislega flott gella með þá í eyrunum. Þessu voru skjólstæðingar mínir, 8 og 9 ára krakkar á frístundaheimili hér í borg, ekki alveg sammála. Ég var þráspurð út í eyrnalokkana sem komu börnunum stórkostlega framandi fyrir sjónir í svo hversdagslegu samhengi. Af hverju ertu með svona stóra eyrnalokka? spurðu þau hvert á eftir öðru, opinmynnt og stóreygð, og voru flest sammála um að þarna hefði ég tekið vafasama ákvörðun þvert á ráðandi tískustrauma. Mér fannst ég að sjálfsögðu enn þá glæsileg en ofsafengin viðbrögð barnanna við svo smávægilegri breytingu vöktu mig til umhugsunar. Í starfi með ungum skjólstæðingum kemst maður nefnilega fljótt að því að þeir komast úr jafnvægi þegar hriktir örlítið í hversdeginum, þegar eitthvað „skrýtið“ birtist á radarnum. Eins og til dæmis stórir eyrnalokkar á þriðjudegi eða nýr starfsmaður á frístundaheimilinu sem er ekki alveg búinn að læra íslensku. En þessi þolmörk krakkanna eru líka næstum óendanlega teygjanleg. Börn eru dásamlega fljót að taka hið framandi í sátt um leið og þau kynnast því. Þess vegna eigum við ákveðnum skyldum að gegna gagnvart börnunum okkar, nefnilega að sýna þeim eins fjölbreytta sneiðmynd af heiminum og hægt er. Reyna á þolmörkin og ala upp almennilegt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Um daginn ákvað ég að gera mig sæta fyrir vinnu. Ég setti á mig rauðan varalit og fór í uppáhaldsskyrtuna mína og svo, til þess að þrykkja punktinum rækilega yfir i-ið, setti ég í mig eyrnalokka. Þetta voru látlausir hringir, frekar stórir, og mér fannst ég æðislega flott gella með þá í eyrunum. Þessu voru skjólstæðingar mínir, 8 og 9 ára krakkar á frístundaheimili hér í borg, ekki alveg sammála. Ég var þráspurð út í eyrnalokkana sem komu börnunum stórkostlega framandi fyrir sjónir í svo hversdagslegu samhengi. Af hverju ertu með svona stóra eyrnalokka? spurðu þau hvert á eftir öðru, opinmynnt og stóreygð, og voru flest sammála um að þarna hefði ég tekið vafasama ákvörðun þvert á ráðandi tískustrauma. Mér fannst ég að sjálfsögðu enn þá glæsileg en ofsafengin viðbrögð barnanna við svo smávægilegri breytingu vöktu mig til umhugsunar. Í starfi með ungum skjólstæðingum kemst maður nefnilega fljótt að því að þeir komast úr jafnvægi þegar hriktir örlítið í hversdeginum, þegar eitthvað „skrýtið“ birtist á radarnum. Eins og til dæmis stórir eyrnalokkar á þriðjudegi eða nýr starfsmaður á frístundaheimilinu sem er ekki alveg búinn að læra íslensku. En þessi þolmörk krakkanna eru líka næstum óendanlega teygjanleg. Börn eru dásamlega fljót að taka hið framandi í sátt um leið og þau kynnast því. Þess vegna eigum við ákveðnum skyldum að gegna gagnvart börnunum okkar, nefnilega að sýna þeim eins fjölbreytta sneiðmynd af heiminum og hægt er. Reyna á þolmörkin og ala upp almennilegt fólk.