Fjölmiðlar um allan heim fjalla um sögulegt afrek Íslands: „Fótboltaævintýri Íslands heldur áfram“ Þórdís Valsdóttir skrifar 9. október 2017 21:28 Ísland sigraði gegn Kósóvó í kvöld og tryggði sér sæti á HM 2018 í Rússlandi. Vísir/ernir Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem komist hefur á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í karlaflokki. Með 2-0 sigri gegn Kósóvó fékk Ísland farseðilinn til Rússlands. Trínidad og Tóbagó var áður minnsta þjóðin sem hefur komist á HM þegar þjóðin komst á HM 2006 í Þýskalandi. Í Trínidad og Tóbagó búa milljón fleiri en á Íslandi og er Ísland því lang minnsta þjóðin sem fer á HM. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um sigurinn og velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld. Nágrannar okkar í Noregi segja Ísland klárt í sitt fyrsta heimsmeistaramót í knattspyrnu. „Fótboltaævintýrið heldur áfram á Íslandi.“ Bandaríski íþróttafjölmiðillinn ESPN fjallaði um sigur Íslands. „Það var stjarnan Gylfi Sigurðsson, sem setti EM eftirlætið á braut til Rússlands á fertugustu mínútu,“ segir á síðunni. „Ísland mun keppa í fyrsta skipti í lokakeppni HM næsta sumar eftir að hafa sigrað riðilinn sinn“ kemur fram á Daily Mail. Nýsjálenska fréttaveitan Stuff fjallaði einnig um málið. „Íslendingar halda skriðu sinni áfram eftir hvetjandi frammistöðu sína á EM 2016. Ísland endaði efst í riðli sínum og fóru sjálfkrafa í lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári á kostnað Króatíu,“ segir í fréttinni. Þar er einnig vakin athygli á fólksfæð Íslands. „Með 2-0 sigri gegn Kósóvó gerði Ísland það sem fáir hefðu trúað að væri mögulegt fyrir eyþjóðina sem er frægari fyrir eldfjöll og norðurljós heldur en knattspyrnu: tryggði sér sjálfkrafa þátttöku á Heimsmeistarakeppninni í Rússlandi 2018,“ segir á vefmiðlinum Heavy.com. Iceland (pop 334,000). have qualified for the #WorldCup for the first time ever - the smallest nation ever to do so! https://t.co/8McWes0niu pic.twitter.com/NGxZXYC6GR— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2017 BREAKING: Iceland qualifies for its first World Cup.— The Associated Press (@AP) October 9, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem komist hefur á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í karlaflokki. Með 2-0 sigri gegn Kósóvó fékk Ísland farseðilinn til Rússlands. Trínidad og Tóbagó var áður minnsta þjóðin sem hefur komist á HM þegar þjóðin komst á HM 2006 í Þýskalandi. Í Trínidad og Tóbagó búa milljón fleiri en á Íslandi og er Ísland því lang minnsta þjóðin sem fer á HM. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um sigurinn og velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld. Nágrannar okkar í Noregi segja Ísland klárt í sitt fyrsta heimsmeistaramót í knattspyrnu. „Fótboltaævintýrið heldur áfram á Íslandi.“ Bandaríski íþróttafjölmiðillinn ESPN fjallaði um sigur Íslands. „Það var stjarnan Gylfi Sigurðsson, sem setti EM eftirlætið á braut til Rússlands á fertugustu mínútu,“ segir á síðunni. „Ísland mun keppa í fyrsta skipti í lokakeppni HM næsta sumar eftir að hafa sigrað riðilinn sinn“ kemur fram á Daily Mail. Nýsjálenska fréttaveitan Stuff fjallaði einnig um málið. „Íslendingar halda skriðu sinni áfram eftir hvetjandi frammistöðu sína á EM 2016. Ísland endaði efst í riðli sínum og fóru sjálfkrafa í lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári á kostnað Króatíu,“ segir í fréttinni. Þar er einnig vakin athygli á fólksfæð Íslands. „Með 2-0 sigri gegn Kósóvó gerði Ísland það sem fáir hefðu trúað að væri mögulegt fyrir eyþjóðina sem er frægari fyrir eldfjöll og norðurljós heldur en knattspyrnu: tryggði sér sjálfkrafa þátttöku á Heimsmeistarakeppninni í Rússlandi 2018,“ segir á vefmiðlinum Heavy.com. Iceland (pop 334,000). have qualified for the #WorldCup for the first time ever - the smallest nation ever to do so! https://t.co/8McWes0niu pic.twitter.com/NGxZXYC6GR— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2017 BREAKING: Iceland qualifies for its first World Cup.— The Associated Press (@AP) October 9, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira