Sjáðu fyrsta brotið úr Leitinni að upprunanum: Endurskipuleggur þættina vegna nýrra upplýsinga Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. október 2017 10:30 Leitin að upprunanum verður frumsýnd á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi sig vera að ljúka vinnu við nýja syrpu Leitarinnar að upprunanum sem verður tekin til sýninga næstkomandi sunnudagskvöld. Nýjar upplýsingar settu hins vegar allt á hliðina og Sigrún Ósk þurfti snarlega að endurskipuleggja vinnu fyrir þættina aðeins viku fyrir frumsýningu. „Eftir síðustu þáttaröð vorum við mjög meðvituð um að það getur allt gerst og við völdum ekki beint einföldustu málin,“ segir Sigrún Ósk sem segir vinnu við þættina geta verið mikla keyrslu. Sérstaklega á lokametrunum. „Enda getur rannsóknarvinnan tekið mjög langan tíma. Þegar henni lýkur tekur svo við að skipuleggja flókin ferðalög, tökur og svo þarf að klippa allt saman,“ segir Sigrún Ósk í spjalli við blaðamann. Það kemur svo í ljós í einum þáttanna hvers vegna það var sem hún þurfti að dvelja lengur erlendis en áætlað var. „Það sem maður kemur sér í. Ég fæ kannski að nýta tækifærið og þakka Icelandair sérstaklega fyrir einstakt langlundargeð. Það hefur þurft að gera ýmislegt með skömmum fyrirvara og þeir hafa aðstoðað okkur af fremsta megni við að láta allt ganga upp.“ Sigrún Ósk segir að í þáttaröðinni sé fjallað um svipuð mál og áður þó að hver saga sé auðvitað einstök. „Núna erum við reyndar líka með sögu af ungri konu sem er búin að leita að breskum föður sínum í 10 ár. Það eru sem sagt ekki allir ættleiddir til Íslands eins og var síðast. Saga hennar er lyginni líkust og er einmitt í fyrsta þætti,“ segir Sigrún Ósk og vísar í sögu Lindu Rutar Sigríðardóttur. „Talandi um það þá hugsa ég stundum í þessari þáttagerð að ég þurfi að fara að draga úr svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga! Sumt af því sem kemur upp á er hreinlega þannig að maður hefur varla hugmyndaflug í að skálda það.“ En ertu ekki andlega búin á því eftir svona þáttagerð? „Stutta svarið er: Jú!“ Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum. Leitin að upprunanum Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi sig vera að ljúka vinnu við nýja syrpu Leitarinnar að upprunanum sem verður tekin til sýninga næstkomandi sunnudagskvöld. Nýjar upplýsingar settu hins vegar allt á hliðina og Sigrún Ósk þurfti snarlega að endurskipuleggja vinnu fyrir þættina aðeins viku fyrir frumsýningu. „Eftir síðustu þáttaröð vorum við mjög meðvituð um að það getur allt gerst og við völdum ekki beint einföldustu málin,“ segir Sigrún Ósk sem segir vinnu við þættina geta verið mikla keyrslu. Sérstaklega á lokametrunum. „Enda getur rannsóknarvinnan tekið mjög langan tíma. Þegar henni lýkur tekur svo við að skipuleggja flókin ferðalög, tökur og svo þarf að klippa allt saman,“ segir Sigrún Ósk í spjalli við blaðamann. Það kemur svo í ljós í einum þáttanna hvers vegna það var sem hún þurfti að dvelja lengur erlendis en áætlað var. „Það sem maður kemur sér í. Ég fæ kannski að nýta tækifærið og þakka Icelandair sérstaklega fyrir einstakt langlundargeð. Það hefur þurft að gera ýmislegt með skömmum fyrirvara og þeir hafa aðstoðað okkur af fremsta megni við að láta allt ganga upp.“ Sigrún Ósk segir að í þáttaröðinni sé fjallað um svipuð mál og áður þó að hver saga sé auðvitað einstök. „Núna erum við reyndar líka með sögu af ungri konu sem er búin að leita að breskum föður sínum í 10 ár. Það eru sem sagt ekki allir ættleiddir til Íslands eins og var síðast. Saga hennar er lyginni líkust og er einmitt í fyrsta þætti,“ segir Sigrún Ósk og vísar í sögu Lindu Rutar Sigríðardóttur. „Talandi um það þá hugsa ég stundum í þessari þáttagerð að ég þurfi að fara að draga úr svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga! Sumt af því sem kemur upp á er hreinlega þannig að maður hefur varla hugmyndaflug í að skálda það.“ En ertu ekki andlega búin á því eftir svona þáttagerð? „Stutta svarið er: Jú!“ Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum.
Leitin að upprunanum Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira