Kári: Hefðum tekið þessa stöðu fyrir mót Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2017 21:23 Kári Árnason, miðvörður Íslands, átti frábæran leik í kvöld sem og allir leikmenn íslensa liðsins í 3-0 sigri á Tyrkjum. Kári segir að liðið hefði tekið þessa stöðu fyrir mót; að vera sigri frá sæti á HM. „Þetta voru mikil læti í byrjun og þeir náðu okkur aftarlega á völlinn. Það hentaði okkur ágætlega og ég man ekki eftir að þeir hafi átt skot á markið, ekki fyrr en í seinni hálfleik,“ sagði Kári. „Þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur. Við vorum með þetta í fanginu allan tímann,” sagði miðvörðurinn öflugi en Tyrkirnir hafa einungis skorað eitt mark á 360 mínútum gegn Kára og félögum í vörninni. Takið á þeim er gott. „Ég held að þeir verði dálítið frústeraðir þegar það gengur lítið fram á við hjá þeim. Við lokuðum öllum svæðunum vel; skipulagið okkar sem er gott hentar þeim illa og þeir eru með einstaklinga sem geta gert eitthvað.“ „Við erum með prinsipp sem við fylgjum. Við höngum í mönnum þangað til að “the job is done“ og ég meina; 8-1 í fjórum leikjum gegn Tyrklandi.“ Kári og Ragnar Sigurðsson náðu enn og aftur frábærlega saman gegn stórum og stæðilegum framherjum Tyrkja. „Þetta hentar okkur ágætlega að spila gegn stórum og sterkum strákum. Þeir vinna sinn skerf af boltum og það er ekki létt að eiga við þá. Þeir eru grófir og maður þarf að passa að brjóta ekki á þeim eins og í síðasta leik þegar þeir skoruðu beint úr aukaspyrnu,“ sagði Kári. „Þeir eru með stórhættulega spyrnumenn og mér fannst það mjög jákvætt að þeir fengu lítið af aukaspyrnum fyrir utan teiginn sem hefði verið þeirra helsta ógn.“ Hvernig hljómar það að vera 90 mínútum og sigri frá sæti á HM í Rússlandi 2018? „Það hljómar bara ágætlega. Við höfðum trú á þessu fyrir, en við vissum að þetta myndi ráðast á síðasta leik. Við hefðum tekið þessa stöðu fyrir mót,“ sagði Kári glaður í leikslok. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður Íslands, átti frábæran leik í kvöld sem og allir leikmenn íslensa liðsins í 3-0 sigri á Tyrkjum. Kári segir að liðið hefði tekið þessa stöðu fyrir mót; að vera sigri frá sæti á HM. „Þetta voru mikil læti í byrjun og þeir náðu okkur aftarlega á völlinn. Það hentaði okkur ágætlega og ég man ekki eftir að þeir hafi átt skot á markið, ekki fyrr en í seinni hálfleik,“ sagði Kári. „Þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur. Við vorum með þetta í fanginu allan tímann,” sagði miðvörðurinn öflugi en Tyrkirnir hafa einungis skorað eitt mark á 360 mínútum gegn Kára og félögum í vörninni. Takið á þeim er gott. „Ég held að þeir verði dálítið frústeraðir þegar það gengur lítið fram á við hjá þeim. Við lokuðum öllum svæðunum vel; skipulagið okkar sem er gott hentar þeim illa og þeir eru með einstaklinga sem geta gert eitthvað.“ „Við erum með prinsipp sem við fylgjum. Við höngum í mönnum þangað til að “the job is done“ og ég meina; 8-1 í fjórum leikjum gegn Tyrklandi.“ Kári og Ragnar Sigurðsson náðu enn og aftur frábærlega saman gegn stórum og stæðilegum framherjum Tyrkja. „Þetta hentar okkur ágætlega að spila gegn stórum og sterkum strákum. Þeir vinna sinn skerf af boltum og það er ekki létt að eiga við þá. Þeir eru grófir og maður þarf að passa að brjóta ekki á þeim eins og í síðasta leik þegar þeir skoruðu beint úr aukaspyrnu,“ sagði Kári. „Þeir eru með stórhættulega spyrnumenn og mér fannst það mjög jákvætt að þeir fengu lítið af aukaspyrnum fyrir utan teiginn sem hefði verið þeirra helsta ógn.“ Hvernig hljómar það að vera 90 mínútum og sigri frá sæti á HM í Rússlandi 2018? „Það hljómar bara ágætlega. Við höfðum trú á þessu fyrir, en við vissum að þetta myndi ráðast á síðasta leik. Við hefðum tekið þessa stöðu fyrir mót,“ sagði Kári glaður í leikslok.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti