Formannaáskorun Vísis: Setti jólin hjá Illuga í uppnám og pissaði á sig af ótta við lögregluna Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2017 15:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setti eitt sinn jól Illuga Gunnarssonar í uppnám með hrekk og þegar hann var fimm ára hjólaði hann í veg fyrir lögreglubíl og pissaði á sig þegar hann var skammaður. Hann heldur mikið upp á kvikmyndina There's Something About Mary og Peter Sellers. Þá hlustar Bjarni á allskonar tónlist allt frá Elvis, til Víkings Heiðars og Snoop Dogg. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Bjarna við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör fleiri formannanna verða svo birt á næstu dögum og nú er komið að Bjarna Benediktssyni, Sjálfstæðisflokksins.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru margir staðir sem koma mér í huga en ég ætla að segja Þingvallavatn og allt umhverfi þess. Náttúran er svo fjölbreytt, fuglalífið, heita vatnið, veiðin í vatninu, fjallahringurinn og svo auðvitað þjóðgarðurinn og sagan. Það er alltaf yndislegt að vera á þessum slóðum, hvenær sem er ársins.Varstu sumar í sveit? Nei, því ég var öll sumur á fullu í íþróttum, keppti með Stjörnunni í fótbolta í öllum flokkum og endaði sem fyrirliði í meistaraflokki.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? Morgunmat um helgar með öllu tilheyrandi. Egg eru grunnurinn. Svo fer eftir því hvað annað er í ísskápnum hversu langt ég tek þetta.Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn? Við eigum einn bíl, Audi station. Hann er venjulega bara kallaður bíllinn hennar Þóru.Hver er draumabíllinn? Það væri rafmagnsbíll, langdrægur.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? Þegar ég setti jólin hjá Illuga Gunnarssyni í uppnám með því að koma því inn hjá honum að hann hefði gleymt mikilvægri ráðstefnu, sem hann þyrfti þá að mæta algjörlega óundirbúinn á samdægurs, þegar hann var ekki búinn að kaupa eina jólagjöf, með allt niður um sig og var á sama tíma búinn að lofa að koma konunni sinni í flug vestur. Eftir á að hyggja er ég bara feginn að hann skyldi ekki hljóta neinn varanlegan skaða af stressinu sem helltist yfir hann þessa klukkutíma þangað til ég sagði honum að þetta væri bara grín.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? Ætli ég segi ekki bara þegar ég var Tekinn hjá Audda Blö.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er illa gert að láta mig velja einn. Ég hlusta reyndar á alls konar tónlist, allt frá Víkingi Heiðari til Snoop Dogg. Svo er Elvis er á listanum hjá mér. Líka REM og U2. En ég myndi samt segja að tónlist David Bowie væri í mestu uppáhaldi.Hefur þú komist í kast við lögin? Ég svaraði því nú hérna um daginn - að ég hefði bókstaflega lent í kast við lögin þegar ég hjólaði á fleygiferð út úr garðinum hjá mömmu og pabba og í veg fyrir lögreglubíl. Fékk mikla lesningu frá löggunni og varð svo hræddur að ég pissaði á mig. Ég var fimm ára.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? Ef hér er verið að spyrja hvað ég myndi panta á barnum þá væri það líklega Bourbon í sóda með límónu.Uppáhalds bókin? Sjálfstætt fólk er besta bók sem ég hef lesið.Uppáhalds bíómynd? Það koma nokkrar upp í hugann. Sumar gamlar, en mig langar að nefna hér mynd sem er sú besta sem ég hef séð undanfarin ár. Hún heitir Biutiful með Javier Bardem. Myndir eftir Inarritu og Tarantino hafa verið í ákveðnu uppáhaldi.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Ég horfði á sínum tíma nær endalaust á Peter Sellers sem Pink Panther. Ætli ég myndi samt ekki frekar taka eitthvað með Steve Martin eða jafnvel fara beint í There is something about Mary.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? One með U2 og Mary J Blige kæmi hér vel til greina.Hefur þú farið í Costco? Þú meinar Kaupfélag Garðabæjar? Já, auðvitað.Hefur þú farið í H&M á Íslandi? Nei, ekki ennþá.Hefur þú migið í saltan sjó? Já.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Það er gott að fá svolítið af hvoru tveggja. Mér er farið að finnast spennandi að fara í menninguna rétt utan borganna. Sveitamenningin getur verið stórkostleg.Uppáhalds þynnkumatur? Það myndi vera steikarborgari á Búllunni.Ananas á pizzu? Hawai pizzan var einu sinni góður kostur. Með áherslu á var.Hvaða leikari væri fenginn til að leika þig í bíómynd? Væri það ekki Meryl Streep? Nei, ég veit það ekki. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15 Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. 13. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Þakin köngulóm og þóttist vera systir sín Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur dálæti á Bubba og vaknaði einu sinni með fullt af köngulóum á sér. 18. október 2017 16:30 Formannaáskorun Vísis: Ofnæmisgemlingur sem fékk oft nafnlaus sms og vill ekki eiga bíl Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar Grænt framboð, drakk eitt sinn vodka með morgunmatnum í Rússlandi og segir það mjög skrítið. 16. október 2017 15:30 Formannaáskorun Vísis: Ábrystir, Notting Hill og Hvítir Rússar Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir tangó vera uppáhalds líkamsræktina. Hann spilaði blak í fyrrum kaþólskri kirkju í Shkodra í Norðurhluta Albaníu og er ekki viss um að Benedikt Erlingsson myndi ráða við að leika sig. 17. október 2017 15:30 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setti eitt sinn jól Illuga Gunnarssonar í uppnám með hrekk og þegar hann var fimm ára hjólaði hann í veg fyrir lögreglubíl og pissaði á sig þegar hann var skammaður. Hann heldur mikið upp á kvikmyndina There's Something About Mary og Peter Sellers. Þá hlustar Bjarni á allskonar tónlist allt frá Elvis, til Víkings Heiðars og Snoop Dogg. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Bjarna við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör fleiri formannanna verða svo birt á næstu dögum og nú er komið að Bjarna Benediktssyni, Sjálfstæðisflokksins.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru margir staðir sem koma mér í huga en ég ætla að segja Þingvallavatn og allt umhverfi þess. Náttúran er svo fjölbreytt, fuglalífið, heita vatnið, veiðin í vatninu, fjallahringurinn og svo auðvitað þjóðgarðurinn og sagan. Það er alltaf yndislegt að vera á þessum slóðum, hvenær sem er ársins.Varstu sumar í sveit? Nei, því ég var öll sumur á fullu í íþróttum, keppti með Stjörnunni í fótbolta í öllum flokkum og endaði sem fyrirliði í meistaraflokki.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? Morgunmat um helgar með öllu tilheyrandi. Egg eru grunnurinn. Svo fer eftir því hvað annað er í ísskápnum hversu langt ég tek þetta.Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn? Við eigum einn bíl, Audi station. Hann er venjulega bara kallaður bíllinn hennar Þóru.Hver er draumabíllinn? Það væri rafmagnsbíll, langdrægur.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? Þegar ég setti jólin hjá Illuga Gunnarssyni í uppnám með því að koma því inn hjá honum að hann hefði gleymt mikilvægri ráðstefnu, sem hann þyrfti þá að mæta algjörlega óundirbúinn á samdægurs, þegar hann var ekki búinn að kaupa eina jólagjöf, með allt niður um sig og var á sama tíma búinn að lofa að koma konunni sinni í flug vestur. Eftir á að hyggja er ég bara feginn að hann skyldi ekki hljóta neinn varanlegan skaða af stressinu sem helltist yfir hann þessa klukkutíma þangað til ég sagði honum að þetta væri bara grín.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? Ætli ég segi ekki bara þegar ég var Tekinn hjá Audda Blö.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er illa gert að láta mig velja einn. Ég hlusta reyndar á alls konar tónlist, allt frá Víkingi Heiðari til Snoop Dogg. Svo er Elvis er á listanum hjá mér. Líka REM og U2. En ég myndi samt segja að tónlist David Bowie væri í mestu uppáhaldi.Hefur þú komist í kast við lögin? Ég svaraði því nú hérna um daginn - að ég hefði bókstaflega lent í kast við lögin þegar ég hjólaði á fleygiferð út úr garðinum hjá mömmu og pabba og í veg fyrir lögreglubíl. Fékk mikla lesningu frá löggunni og varð svo hræddur að ég pissaði á mig. Ég var fimm ára.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? Ef hér er verið að spyrja hvað ég myndi panta á barnum þá væri það líklega Bourbon í sóda með límónu.Uppáhalds bókin? Sjálfstætt fólk er besta bók sem ég hef lesið.Uppáhalds bíómynd? Það koma nokkrar upp í hugann. Sumar gamlar, en mig langar að nefna hér mynd sem er sú besta sem ég hef séð undanfarin ár. Hún heitir Biutiful með Javier Bardem. Myndir eftir Inarritu og Tarantino hafa verið í ákveðnu uppáhaldi.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Ég horfði á sínum tíma nær endalaust á Peter Sellers sem Pink Panther. Ætli ég myndi samt ekki frekar taka eitthvað með Steve Martin eða jafnvel fara beint í There is something about Mary.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? One með U2 og Mary J Blige kæmi hér vel til greina.Hefur þú farið í Costco? Þú meinar Kaupfélag Garðabæjar? Já, auðvitað.Hefur þú farið í H&M á Íslandi? Nei, ekki ennþá.Hefur þú migið í saltan sjó? Já.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Það er gott að fá svolítið af hvoru tveggja. Mér er farið að finnast spennandi að fara í menninguna rétt utan borganna. Sveitamenningin getur verið stórkostleg.Uppáhalds þynnkumatur? Það myndi vera steikarborgari á Búllunni.Ananas á pizzu? Hawai pizzan var einu sinni góður kostur. Með áherslu á var.Hvaða leikari væri fenginn til að leika þig í bíómynd? Væri það ekki Meryl Streep? Nei, ég veit það ekki.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15 Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. 13. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Þakin köngulóm og þóttist vera systir sín Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur dálæti á Bubba og vaknaði einu sinni með fullt af köngulóum á sér. 18. október 2017 16:30 Formannaáskorun Vísis: Ofnæmisgemlingur sem fékk oft nafnlaus sms og vill ekki eiga bíl Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar Grænt framboð, drakk eitt sinn vodka með morgunmatnum í Rússlandi og segir það mjög skrítið. 16. október 2017 15:30 Formannaáskorun Vísis: Ábrystir, Notting Hill og Hvítir Rússar Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir tangó vera uppáhalds líkamsræktina. Hann spilaði blak í fyrrum kaþólskri kirkju í Shkodra í Norðurhluta Albaníu og er ekki viss um að Benedikt Erlingsson myndi ráða við að leika sig. 17. október 2017 15:30 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15
Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. 13. október 2017 11:00
Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00
Formannaáskorun Vísis: Þakin köngulóm og þóttist vera systir sín Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur dálæti á Bubba og vaknaði einu sinni með fullt af köngulóum á sér. 18. október 2017 16:30
Formannaáskorun Vísis: Ofnæmisgemlingur sem fékk oft nafnlaus sms og vill ekki eiga bíl Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar Grænt framboð, drakk eitt sinn vodka með morgunmatnum í Rússlandi og segir það mjög skrítið. 16. október 2017 15:30
Formannaáskorun Vísis: Ábrystir, Notting Hill og Hvítir Rússar Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir tangó vera uppáhalds líkamsræktina. Hann spilaði blak í fyrrum kaþólskri kirkju í Shkodra í Norðurhluta Albaníu og er ekki viss um að Benedikt Erlingsson myndi ráða við að leika sig. 17. október 2017 15:30