Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2017 06:00 Dagný Brynjarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir varð meistari í þriðja landinu á laugardagskvöldið þegar hún og félagar hennar í liði Portland Thorns tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn með 1-0 sigri á deildarmeisturum North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný hafði áður orðið Íslandsmeistari í fjórgang og svo þýskur meistari með Bayern München. Þá bættist hún í hóp þeirra leikmanna sem hafa bæði unnið meistaratitilinn í háskóladeildinni og atvinnumannadeildinni. Árið sem hún byrjaði, meidd og í algjöri óvissu, er því að enda frábærlega og íslenska landsliðskonan segist loksins vera búin að ná fullum styrk eftir meiðslin.Meidd í nokkra mánuði „Við kláruðum þetta og þetta var mjög ljúft. Næstum því helmingurinn af liðinu þeirra er jafnstór og ég og þær dældu boltum inn í teig. Það lá svolítið á okkur en við kláruðum þetta,“ sagði Dagný um úrslitaleikinn en það hefur líka reynt mikið á íslensku landsliðskonuna í ár. „Þetta er búið að vera ógeðlega erfitt ár fyrir mig. Ég var meidd í nokkra mánuði og það var ekki víst hvort ég myndi ná EM. Svo náði ég EM og núna er ég loksins upp á mitt besta eftir að vera búin að ná því að spila í nokkra mánuði,“ segir Dagný. Hún var þarna að vinna sinn ellefta stóra titil á ferlinum og þekkir því vel að vera með gull um hálsinn.Yassssss pic.twitter.com/EDJJ0jWKI1 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) October 15, 2017 Dagný Brynjarsdóttir í leik með landsliðinu á EM.Vísir/GettyÞessi er risastór „Vonandi heldur þetta bara áfram svona þangað til ég hætti. Maður er ekkert að hata þetta. Ég er í þessu til að vinna titla og þetta er geggjað,“ segir Dagný en er þessi titill eitthvað öðruvísi en allir hinir? „Auðvitað er þessi risastór. Margir af bestu leikmönnunum í heimi spila í þessari deild og mér finnst þetta klárlega vera erfiðasta deildin sem ég hef spilað í. Ég held samt að það sé sama hvaða titil maður vinnur því þetta er alltaf jafn sætt,“ segir Dagný en bætir við: „Af því að þetta er búið að vera erfitt ár þá var þessi kannski extra sætur. Ég er ekki mikið að grenja fyrir framan fólk en ég átti erfitt með mig eftir leik. Ég viðurkenni alveg að ég þurfti að halda aftur af tárunum,“ segir Dagný. Já, árið 2017 er búið að reyna á þessa 26 ára gömlu knattspyrnukonu. „Á tímabili vissi ég hvort ég gæti spilað fótbolta á árinu. Það fann enginn út hvernig ég átti að verða betri en einhvern veginn fór þetta að koma. Þá varð ég að koma mér aftur í gang því ég var frá í fimm mánuði. Það tók sinn tíma að koma sér aftur af stað,“ segir Dagný. „Ég var klár fyrir EM en ég var ekki upp á mitt besta. Ég hef aldrei spilað ár sem hefur tekið eins mikið á og þetta, bæði fótboltalega og líkamlega. Þetta er búið að vera erfitt en ég er með góðan stuðning heima í vinum og fjölskyldu og liðsfélögum. Það er búið að hugsa vel um mig,“ segir Dagný og nefnir líka landsliðið og gamla þjálfarann hennar heima á Íslandi. Hún horfir til næstu landsleikja og undankeppni HM og segir að árangur karlalandsliðsins og farseðill þeirra á HM í Rússlandi gefi stelpunum aukinn kraft.Vísir/GettyEf þeir geta það þá getum við „Karlarnir náðu þessu eftir að hafa verið í erfiðum riðli það gefur okkur trú. Ef þeir geta þetta þá eigum við alveg að geta þetta. Vonandi tökum við þrjú stig í báðum þessum landsleikjum og þá fer ég virkilega sátt í smá frí,“ segir Dagný en segist þó ekki þurfa langt frí. „Ég byrjaði ekki að æfa á fullu fyrr en í lok maí. Ég þarf nú varla neitt frí. Ég get ekki beðið eftir að komast heim og fara á aukaæfingar. Ég er strax byrjuð að semja við þjálfarana heima um að taka mig á aukaæfingar,“ segir Dagný að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir varð meistari í þriðja landinu á laugardagskvöldið þegar hún og félagar hennar í liði Portland Thorns tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn með 1-0 sigri á deildarmeisturum North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný hafði áður orðið Íslandsmeistari í fjórgang og svo þýskur meistari með Bayern München. Þá bættist hún í hóp þeirra leikmanna sem hafa bæði unnið meistaratitilinn í háskóladeildinni og atvinnumannadeildinni. Árið sem hún byrjaði, meidd og í algjöri óvissu, er því að enda frábærlega og íslenska landsliðskonan segist loksins vera búin að ná fullum styrk eftir meiðslin.Meidd í nokkra mánuði „Við kláruðum þetta og þetta var mjög ljúft. Næstum því helmingurinn af liðinu þeirra er jafnstór og ég og þær dældu boltum inn í teig. Það lá svolítið á okkur en við kláruðum þetta,“ sagði Dagný um úrslitaleikinn en það hefur líka reynt mikið á íslensku landsliðskonuna í ár. „Þetta er búið að vera ógeðlega erfitt ár fyrir mig. Ég var meidd í nokkra mánuði og það var ekki víst hvort ég myndi ná EM. Svo náði ég EM og núna er ég loksins upp á mitt besta eftir að vera búin að ná því að spila í nokkra mánuði,“ segir Dagný. Hún var þarna að vinna sinn ellefta stóra titil á ferlinum og þekkir því vel að vera með gull um hálsinn.Yassssss pic.twitter.com/EDJJ0jWKI1 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) October 15, 2017 Dagný Brynjarsdóttir í leik með landsliðinu á EM.Vísir/GettyÞessi er risastór „Vonandi heldur þetta bara áfram svona þangað til ég hætti. Maður er ekkert að hata þetta. Ég er í þessu til að vinna titla og þetta er geggjað,“ segir Dagný en er þessi titill eitthvað öðruvísi en allir hinir? „Auðvitað er þessi risastór. Margir af bestu leikmönnunum í heimi spila í þessari deild og mér finnst þetta klárlega vera erfiðasta deildin sem ég hef spilað í. Ég held samt að það sé sama hvaða titil maður vinnur því þetta er alltaf jafn sætt,“ segir Dagný en bætir við: „Af því að þetta er búið að vera erfitt ár þá var þessi kannski extra sætur. Ég er ekki mikið að grenja fyrir framan fólk en ég átti erfitt með mig eftir leik. Ég viðurkenni alveg að ég þurfti að halda aftur af tárunum,“ segir Dagný. Já, árið 2017 er búið að reyna á þessa 26 ára gömlu knattspyrnukonu. „Á tímabili vissi ég hvort ég gæti spilað fótbolta á árinu. Það fann enginn út hvernig ég átti að verða betri en einhvern veginn fór þetta að koma. Þá varð ég að koma mér aftur í gang því ég var frá í fimm mánuði. Það tók sinn tíma að koma sér aftur af stað,“ segir Dagný. „Ég var klár fyrir EM en ég var ekki upp á mitt besta. Ég hef aldrei spilað ár sem hefur tekið eins mikið á og þetta, bæði fótboltalega og líkamlega. Þetta er búið að vera erfitt en ég er með góðan stuðning heima í vinum og fjölskyldu og liðsfélögum. Það er búið að hugsa vel um mig,“ segir Dagný og nefnir líka landsliðið og gamla þjálfarann hennar heima á Íslandi. Hún horfir til næstu landsleikja og undankeppni HM og segir að árangur karlalandsliðsins og farseðill þeirra á HM í Rússlandi gefi stelpunum aukinn kraft.Vísir/GettyEf þeir geta það þá getum við „Karlarnir náðu þessu eftir að hafa verið í erfiðum riðli það gefur okkur trú. Ef þeir geta þetta þá eigum við alveg að geta þetta. Vonandi tökum við þrjú stig í báðum þessum landsleikjum og þá fer ég virkilega sátt í smá frí,“ segir Dagný en segist þó ekki þurfa langt frí. „Ég byrjaði ekki að æfa á fullu fyrr en í lok maí. Ég þarf nú varla neitt frí. Ég get ekki beðið eftir að komast heim og fara á aukaæfingar. Ég er strax byrjuð að semja við þjálfarana heima um að taka mig á aukaæfingar,“ segir Dagný að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira