KSÍ fór á bak við Heimi sem hefði íhugað að hætta hefði Lars verið áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 09:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stýrðu saman íslenska landsliðinu þar til í fyrra. Vísir/stefán Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, væri mögulega ekki lengur tengdur landsliðinu hefði Lars Lagerbäck samið aftur við KSÍ árið 2016 þegar sambandið reyndi að fá hann til að vera áfram. Þetta kemur fram í helgarviðtali DV við Heimi þar sem hann segir að þáverandi formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hafi farið á bakvið hann með því að reyna að semja aftur við Lagerbäck. Þegar KSÍ samdi aftur við Heimi fyrir undankeppni EM 2016 var það klárt að eftir Evrópumótið myndi Lars stíga til hliðar og Heimir yrði einn aðalþjálfari liðsins. Eyjamanninum stóðu aðrir kostir til boða en honum leist vel á að taka eina undankeppni með Lars til viðbótar og verða svo landsliðsþjálfari. „Ég hefði líklega ekki farið aftur með Lars fyrir undankeppni EM árið 2014 nema vegna þessa ákvæðis í samningnum mínum um að ég tæki svo einn við liðinu eftir að mótinu lyki. Að KSÍ skyldi hefja viðræður við Lars um framhald fram yfir EM var því í raun brot á samningi mínum af hálfu KSÍ, því ef þeir semdu við Lars væri minn samningur orðinn marklaus,“ sagði Heimir í viðtalinu við DV en brot úr því birtist einnig á 433.is. Aðspurður hvort Geir Þorsteinsson hafi hreinlega farið á bakvið sig með því að reyna að semja aftur við Lars segir Heimir: „Já mér fannst það. Auðvitað átti formaðurinn að tala við mig fyrst og bjóða mér breytingu á mínum samningi eða eitthvað annað þess háttar. Ég er ekkert svo viss um að ég hefði verið ánægður í starfi ef ég hefði verið aftur í sömu sporum, ég er bara það metnaðarfullur [...] Ekki það að ég hafi ekki viljað vinna með Lars, heldur var það einfaldlega metnaður minn að taka við liðinu einn og mér fannst ég vera tilbúinn til þess, “ segir Heimir Hallgrímsson. X HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Heimir Hallgrímsson fékk spurninguna í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól. 11. október 2017 16:00 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, væri mögulega ekki lengur tengdur landsliðinu hefði Lars Lagerbäck samið aftur við KSÍ árið 2016 þegar sambandið reyndi að fá hann til að vera áfram. Þetta kemur fram í helgarviðtali DV við Heimi þar sem hann segir að þáverandi formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hafi farið á bakvið hann með því að reyna að semja aftur við Lagerbäck. Þegar KSÍ samdi aftur við Heimi fyrir undankeppni EM 2016 var það klárt að eftir Evrópumótið myndi Lars stíga til hliðar og Heimir yrði einn aðalþjálfari liðsins. Eyjamanninum stóðu aðrir kostir til boða en honum leist vel á að taka eina undankeppni með Lars til viðbótar og verða svo landsliðsþjálfari. „Ég hefði líklega ekki farið aftur með Lars fyrir undankeppni EM árið 2014 nema vegna þessa ákvæðis í samningnum mínum um að ég tæki svo einn við liðinu eftir að mótinu lyki. Að KSÍ skyldi hefja viðræður við Lars um framhald fram yfir EM var því í raun brot á samningi mínum af hálfu KSÍ, því ef þeir semdu við Lars væri minn samningur orðinn marklaus,“ sagði Heimir í viðtalinu við DV en brot úr því birtist einnig á 433.is. Aðspurður hvort Geir Þorsteinsson hafi hreinlega farið á bakvið sig með því að reyna að semja aftur við Lars segir Heimir: „Já mér fannst það. Auðvitað átti formaðurinn að tala við mig fyrst og bjóða mér breytingu á mínum samningi eða eitthvað annað þess háttar. Ég er ekkert svo viss um að ég hefði verið ánægður í starfi ef ég hefði verið aftur í sömu sporum, ég er bara það metnaðarfullur [...] Ekki það að ég hafi ekki viljað vinna með Lars, heldur var það einfaldlega metnaður minn að taka við liðinu einn og mér fannst ég vera tilbúinn til þess, “ segir Heimir Hallgrímsson. X
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Heimir Hallgrímsson fékk spurninguna í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól. 11. október 2017 16:00 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sjá meira
Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00
Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Heimir Hallgrímsson fékk spurninguna í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól. 11. október 2017 16:00
Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti