Jóhann Berg í viðtali á Sky Sport um afrek íslenska landsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2017 16:49 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki sínu á móti Kósóvó. Vísir/Eyþór Jóhann Berg Guðmundsson skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM í Rússlandi. Jóhann Berg hafði ekki skorað í 34 landsleikjum í röð þegar hann kom Íslandi í 1-0 úti í Tyrklandi og gulltryggði síðan sigurinn með seinna markinu á móti Kósóvó á mánudagskvöldið. Jóhann Berg er nú kominn aftur til Burnley þar sem framundan eru leikir í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports fékk hinsvegar viðtal við okkar mann og hefur nú birt það á heimasíðu sinni. „Það er ótrúlegt að við séum komnir inn á HM og það var líka sérstakt að ná því á okkar heimavelli,“ segir Jóhann Berg við Sky Sports. „Það er stórkostlegt að Ísland sé komið inn á heimsmeistaramótið og sé fámennasta þjóðin sem hafi afrekað slíkt. Við erum því komnir inn í sögubækurnar. Þetta var frábær stund,“ sagði Jóhann Berg. „Við vorum líka að fara upp úr erfiðum riðli og við stóðum okkur því mjög vel,“ sagði Jóhann Berg. „Það héldu örugglega margir að við værum búnir að ná okkar besta árangri á Evrópumótinu og nú væri þetta ævintýri búið. Það er bara eitt lið sem kemst beint inn á HM úr hverjum riðli og umspilið er líka mjög erfitt. Ég held að við höfum verið í eina riðlinum þar sem voru fjórar þjóðir sem voru á EM. Þetta var því mjög erfiður riðill,“ sagði Jóhann Berg. „Við töpuðum ekki leik á heimavelli og það var mjög mikilvægt,“ sagði Jóhann Berg en sá hann þetta fyrir sér þegar hann var lítill strákur? „Það var draumurinn en það var erfitt að sjá hann ganga upp. Það var magnað afrek að komast á EM en nú verður heimsmeistaramótið enn stærra,“ sagði Jóhann Berg. „Þegar ég var lítill þá horfði ég á EM, HM og ensku úrvalsdeildina. Ég er núna búinn að ná að spila á tveimur þessum keppnum og vonandi fæ ég tækifæri næsta sumar að spila í þriðju keppninni,“ sagði Jóhann en það má sjá allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM í Rússlandi. Jóhann Berg hafði ekki skorað í 34 landsleikjum í röð þegar hann kom Íslandi í 1-0 úti í Tyrklandi og gulltryggði síðan sigurinn með seinna markinu á móti Kósóvó á mánudagskvöldið. Jóhann Berg er nú kominn aftur til Burnley þar sem framundan eru leikir í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports fékk hinsvegar viðtal við okkar mann og hefur nú birt það á heimasíðu sinni. „Það er ótrúlegt að við séum komnir inn á HM og það var líka sérstakt að ná því á okkar heimavelli,“ segir Jóhann Berg við Sky Sports. „Það er stórkostlegt að Ísland sé komið inn á heimsmeistaramótið og sé fámennasta þjóðin sem hafi afrekað slíkt. Við erum því komnir inn í sögubækurnar. Þetta var frábær stund,“ sagði Jóhann Berg. „Við vorum líka að fara upp úr erfiðum riðli og við stóðum okkur því mjög vel,“ sagði Jóhann Berg. „Það héldu örugglega margir að við værum búnir að ná okkar besta árangri á Evrópumótinu og nú væri þetta ævintýri búið. Það er bara eitt lið sem kemst beint inn á HM úr hverjum riðli og umspilið er líka mjög erfitt. Ég held að við höfum verið í eina riðlinum þar sem voru fjórar þjóðir sem voru á EM. Þetta var því mjög erfiður riðill,“ sagði Jóhann Berg. „Við töpuðum ekki leik á heimavelli og það var mjög mikilvægt,“ sagði Jóhann Berg en sá hann þetta fyrir sér þegar hann var lítill strákur? „Það var draumurinn en það var erfitt að sjá hann ganga upp. Það var magnað afrek að komast á EM en nú verður heimsmeistaramótið enn stærra,“ sagði Jóhann Berg. „Þegar ég var lítill þá horfði ég á EM, HM og ensku úrvalsdeildina. Ég er núna búinn að ná að spila á tveimur þessum keppnum og vonandi fæ ég tækifæri næsta sumar að spila í þriðju keppninni,“ sagði Jóhann en það má sjá allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira