Á 189 km hraða á skíðum aftaní Jaguar Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 15:33 Grahan Bell og Jaguarinn sem dró hann. Jaguar bílar eru skemmtilegir og það er líka skemmtilegt á skíðum. En að sameina þetta tvennt hlýtur að vera enn skemmtilegra. Það taldi að minnsta kosti breski brunsérfræðingurinn Graham Bell því hann lét 380 hestafla Jaguar XF S Sportbrake bíl draga sig á rennsléttri braut á ónefndum stað við norðurheimskautsbaug á ógnarhraða. Þar náði hann 189 km hraða dreginn af bílnum og setti með því nýtt Guinness heimsmet í slíkri skíðamennsku. Hann bætti metið reyndar mjög myndarlega þar sem fyrra metið var aðeins 112 km/klst. Það þarf líklega mikinn ofurhuga að láta draga sig á 189 km hraða því það hlýtur að hafa slæmar afleiðingar að detta á slíkri ferð. Það tókst honum hinsvegar að forðast. Sjá má heimsmetssláttinn í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent
Jaguar bílar eru skemmtilegir og það er líka skemmtilegt á skíðum. En að sameina þetta tvennt hlýtur að vera enn skemmtilegra. Það taldi að minnsta kosti breski brunsérfræðingurinn Graham Bell því hann lét 380 hestafla Jaguar XF S Sportbrake bíl draga sig á rennsléttri braut á ónefndum stað við norðurheimskautsbaug á ógnarhraða. Þar náði hann 189 km hraða dreginn af bílnum og setti með því nýtt Guinness heimsmet í slíkri skíðamennsku. Hann bætti metið reyndar mjög myndarlega þar sem fyrra metið var aðeins 112 km/klst. Það þarf líklega mikinn ofurhuga að láta draga sig á 189 km hraða því það hlýtur að hafa slæmar afleiðingar að detta á slíkri ferð. Það tókst honum hinsvegar að forðast. Sjá má heimsmetssláttinn í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent