Gylfi í viðtali á FIFA.com: Ísland hefur engu að tapa á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 22:45 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn í viðtal á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Gylfi skoraði bæði sjálfur og lagði upp mark fyrir Jóhann Berg Guðmundsson þegar íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlinum og sæti á HM með 2-0 sigri á Kósóvó á dögunum. Gylfi var alls með fjögur mörk í undankeppninni. „Þetta var frábær tilfinning,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu á heimasíðu FIFA. „Ég var að vonast til að geta hjálpað liðinu með marki og það var því góð tilfinning að skora í svona mikilvægum leik,“ sagði Gylfi. „Við höfum verið að spila marga stóra leiki á síðustu fjórum til fimm árum. Í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu, í undankeppni EM 2016 og svo í þessari undankeppni. Allir leikirnir að undanförnu hafa síðan verið gríðarlega mikilvægir. Mér finnst við höfum verið að bæta okkur í þessum stóru leikjum því fyrir fimm til sex árum þá réðum við ekki við þá. Nú er liðið miklu betur tilbúið í þessa leiki og liðið er líka betra en þar var,“ sagði Gylfi. „Þegar ég horfði til baka þá voru umspilsleikirnir fyrir HM 2013 mjög mikilvægir fyrir okkur. Við vissum nefnilega hversu illa okkur leið eftir það tap og hversu mikil vonbrigði það voru að komast svona nálægt þessu en komast ekki alla leið á HM. Nú höfum við komist inn á tvö stórmót í röð og það er mikið afrek fyrir okkar þjóð,“ sagði Gylfi. Gylfi horfir bjartsýnum augum til næsta sumars en það kemur þó ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar hvaða lið verða með Íslandi í riðli. En hvað getur Ísland gert á HM í Rússlandi? „Við verðum að sjá í hvernig riðli við lendum en ég tel að við eigum góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úrslitin. Við vitum að þetta verður mjög erfitt en við höfum engu að tapa. Við verðum bara að mæta til leiks á HM með sama hugarfar og á EM í Frakklandi,“ sagði Gylfi. „Það hafa allir verið að bíða eftir að íslenskur fótbolta nái að taka þetta skref. Nú er það að gerast og því fylgir frábær tilfinning. Okkur öllum hlakkar til að fara til Rússland og að sjálfsögðu að sjá Víkingaklappið á HM,“ sagði Gylfi en það má lesa allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn í viðtal á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Gylfi skoraði bæði sjálfur og lagði upp mark fyrir Jóhann Berg Guðmundsson þegar íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlinum og sæti á HM með 2-0 sigri á Kósóvó á dögunum. Gylfi var alls með fjögur mörk í undankeppninni. „Þetta var frábær tilfinning,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu á heimasíðu FIFA. „Ég var að vonast til að geta hjálpað liðinu með marki og það var því góð tilfinning að skora í svona mikilvægum leik,“ sagði Gylfi. „Við höfum verið að spila marga stóra leiki á síðustu fjórum til fimm árum. Í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu, í undankeppni EM 2016 og svo í þessari undankeppni. Allir leikirnir að undanförnu hafa síðan verið gríðarlega mikilvægir. Mér finnst við höfum verið að bæta okkur í þessum stóru leikjum því fyrir fimm til sex árum þá réðum við ekki við þá. Nú er liðið miklu betur tilbúið í þessa leiki og liðið er líka betra en þar var,“ sagði Gylfi. „Þegar ég horfði til baka þá voru umspilsleikirnir fyrir HM 2013 mjög mikilvægir fyrir okkur. Við vissum nefnilega hversu illa okkur leið eftir það tap og hversu mikil vonbrigði það voru að komast svona nálægt þessu en komast ekki alla leið á HM. Nú höfum við komist inn á tvö stórmót í röð og það er mikið afrek fyrir okkar þjóð,“ sagði Gylfi. Gylfi horfir bjartsýnum augum til næsta sumars en það kemur þó ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar hvaða lið verða með Íslandi í riðli. En hvað getur Ísland gert á HM í Rússlandi? „Við verðum að sjá í hvernig riðli við lendum en ég tel að við eigum góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úrslitin. Við vitum að þetta verður mjög erfitt en við höfum engu að tapa. Við verðum bara að mæta til leiks á HM með sama hugarfar og á EM í Frakklandi,“ sagði Gylfi. „Það hafa allir verið að bíða eftir að íslenskur fótbolta nái að taka þetta skref. Nú er það að gerast og því fylgir frábær tilfinning. Okkur öllum hlakkar til að fara til Rússland og að sjálfsögðu að sjá Víkingaklappið á HM,“ sagði Gylfi en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira