1.000 bíla vistvæni múrinn rofinn Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2017 16:26 Volkswagen e-Golf rafmagnsbílar. Bílaumboðið Hekla náði nú á dögunum skemmtilegum tímamótum þegar það rauf 1.000 bíla múrinn en aldrei fyrr hafa jafn margir vistvænir bílar frá Heklu selst á jafn skömmum tíma. Hekla er sem fyrr í fararbroddi á þessu sviði en 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa á árinu koma frá Heklu. Það sem af er árs hafa selst 381 Mitsubishi Outlander PHEV hjá Heklu. Þetta þýðir að rúmlega einn af hverjum fimm vistvænu bílum sem seldust á árinu er Outlander PHEV og hann er langvinsælasti vistvæni bílinn á Íslandi annað árið í röð. Þar á eftir kemur Volkswagen Golf en Hekla hefur selt 208 vistvæna Golf á árinu. Ellefu mismunandi tegundir frá Heklu seldust af vistvænum bílum sem enn sannar yfirburði sína sem það bílaumboð sem býður ekki bara upp á vinsælustu tegundirnar heldur einnig upp á flestar tegundir vistvænna bíla. Óhætt er að segja að Hekla sé leiðandi í innleiðingu á sjálfbærri orkunýtingu bílaflotans á Íslandi. „Við erum mjög stolt af góðu gengi í sölu vistvænna bíla. Við leggjum mikinn metnað í þennan vöruflokk og raf-, metan- og tengiltvinnbílar fást í meira úrvali hjá Heklu en nokkru öðru umboði,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Það er frábært að hafa selt þúsund vistvæna bíla á árinu og við stefnum á að gera enn betur á næsta ári.“Mitsubishi Outlander PHEV. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent
Bílaumboðið Hekla náði nú á dögunum skemmtilegum tímamótum þegar það rauf 1.000 bíla múrinn en aldrei fyrr hafa jafn margir vistvænir bílar frá Heklu selst á jafn skömmum tíma. Hekla er sem fyrr í fararbroddi á þessu sviði en 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa á árinu koma frá Heklu. Það sem af er árs hafa selst 381 Mitsubishi Outlander PHEV hjá Heklu. Þetta þýðir að rúmlega einn af hverjum fimm vistvænu bílum sem seldust á árinu er Outlander PHEV og hann er langvinsælasti vistvæni bílinn á Íslandi annað árið í röð. Þar á eftir kemur Volkswagen Golf en Hekla hefur selt 208 vistvæna Golf á árinu. Ellefu mismunandi tegundir frá Heklu seldust af vistvænum bílum sem enn sannar yfirburði sína sem það bílaumboð sem býður ekki bara upp á vinsælustu tegundirnar heldur einnig upp á flestar tegundir vistvænna bíla. Óhætt er að segja að Hekla sé leiðandi í innleiðingu á sjálfbærri orkunýtingu bílaflotans á Íslandi. „Við erum mjög stolt af góðu gengi í sölu vistvænna bíla. Við leggjum mikinn metnað í þennan vöruflokk og raf-, metan- og tengiltvinnbílar fást í meira úrvali hjá Heklu en nokkru öðru umboði,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Það er frábært að hafa selt þúsund vistvæna bíla á árinu og við stefnum á að gera enn betur á næsta ári.“Mitsubishi Outlander PHEV.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent