Ágætis veðurspá fyrstu rjúpnahelgina Karl Lúðvíksson skrifar 23. október 2017 09:47 Rjúpnaveiðitímabilið hefst næstu helgi og sá háttur er hafður á svipað og undanfarin ár að veitt verður fjórar næstu helgar. Veitt verður frá föstudegi til sunnudags og hefst veiðin næsta föstudag. Það fyrsta sem skyttur landsins þurfa að skoða vel fyrir hverja ferð er að sjálfsögðu veðurspáin og sem betur fer virðist ætla að viðra áætlega fyrstu helgina þó svo að það gæti orðið nokkuð blautt hluta úr degi alla dagana og sleppur líklega engin landshluti alveg við rigningu. Það má eins og venjulega reikna með mikilli umferð veiðimanna um helgina og þá sérstaklega á svæðum sem eru mjög vinsæl en þar má til dæmis nefna Holtavörðuheiði, Kaldadal, Skagaheiði, Bröttubrekku, Laugavatn og svæðið og heiðin við Eiríksjökul. Því er beint til veiðimanna að huga vel að útbúnaði, láta vita af ferðum sínum og fara ekki út á svæði sé tvísýnt með veður og skyggni. Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði
Rjúpnaveiðitímabilið hefst næstu helgi og sá háttur er hafður á svipað og undanfarin ár að veitt verður fjórar næstu helgar. Veitt verður frá föstudegi til sunnudags og hefst veiðin næsta föstudag. Það fyrsta sem skyttur landsins þurfa að skoða vel fyrir hverja ferð er að sjálfsögðu veðurspáin og sem betur fer virðist ætla að viðra áætlega fyrstu helgina þó svo að það gæti orðið nokkuð blautt hluta úr degi alla dagana og sleppur líklega engin landshluti alveg við rigningu. Það má eins og venjulega reikna með mikilli umferð veiðimanna um helgina og þá sérstaklega á svæðum sem eru mjög vinsæl en þar má til dæmis nefna Holtavörðuheiði, Kaldadal, Skagaheiði, Bröttubrekku, Laugavatn og svæðið og heiðin við Eiríksjökul. Því er beint til veiðimanna að huga vel að útbúnaði, láta vita af ferðum sínum og fara ekki út á svæði sé tvísýnt með veður og skyggni.
Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði