Þetta er bannað þegar þú ert að kaupa miða á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2017 14:17 Stuðingsmaður íslenska liðsins á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty Ísland er á leiðinni á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi næsta sumar og margir Íslendingar eru örugglega farnir að plana hjá sér rússneskt sumar. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir einn mánuð hvernig riðill íslenska liðsins lítur út og hvar íslenska liðið mun spila leiki sína. Það er samt allt góðu að fara að kynna sér þessi mál strax því það eru allskonar reglur í gildi. Knattspyrnusamband Íslands hvetur stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til að kynna sér vel skilmála miðakaupa fyrir úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi í grein inn á heimasíðu sambandsins. „Öll miðasala á leiki keppninnar fer fram í gegnum miðavef FIFA, eins og fram hefur komið, og mun KSÍ halda áfram að koma öllum þeim upplýsingum sem berast á framfæri á sínum miðlum. Næsti miðasölugluggi opnar 5. desember og stendur til 31. janúar,“ segir í frétt á heimsíðu KSÍ. „Í miðaskilmálum FIFA er útlistað býsna ítarlega hvaða skuldbindingar miðakaupendur taka sér á hendur við miðakaup. Þar á meðal er fjallað sérstaklega um það í hvaða tilfellum FIFA áskilur sér rétt til að afturkalla miðakaup eða ógilda keyptan miða. Sem dæmi má nefna að skýrt er tekið fram að ekki sé undir neinum kringumstæðum heimilt að endurselja miða eða nota miða í markaðslegum tilgangi, t.d. í gjafaleikjum fyrirtækja sem ekki hafa fengið til þess staðfest samþykki FIFA. Fram kemur í skilmálunum að slíkt sé einfaldlega brot á rússneskum lögum.“ segir í frétt KSÍ. KSÍ biður knattspyrnuáhugafólk um að fara sér að engu óðslega í þessum málum og gæta þess kynna sér vel alla skilmála. KSÍ gefur líka áhugasömum upp fjóra tengla sem munu nýtast vel til að skoða þessi mál betur. Þeir eru:Miðavefur UEFA (https://www.fifa.com/worldcup/organisation/ticketing/index.html)Algengar spurningar (https://tickets.fifa.com/FAQ/en?platform=desktop&lang=en)Almennir miðaskilmálar (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/53/2018fwc_gtcs_en-generaltermsandconditionsfortheuseoftickets_neutral.pdf)Það sem er bannað (samantekt) (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/39/2018fwc_unauthorisedticketsales_en_english.pdf) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Ísland er á leiðinni á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi næsta sumar og margir Íslendingar eru örugglega farnir að plana hjá sér rússneskt sumar. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir einn mánuð hvernig riðill íslenska liðsins lítur út og hvar íslenska liðið mun spila leiki sína. Það er samt allt góðu að fara að kynna sér þessi mál strax því það eru allskonar reglur í gildi. Knattspyrnusamband Íslands hvetur stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til að kynna sér vel skilmála miðakaupa fyrir úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi í grein inn á heimasíðu sambandsins. „Öll miðasala á leiki keppninnar fer fram í gegnum miðavef FIFA, eins og fram hefur komið, og mun KSÍ halda áfram að koma öllum þeim upplýsingum sem berast á framfæri á sínum miðlum. Næsti miðasölugluggi opnar 5. desember og stendur til 31. janúar,“ segir í frétt á heimsíðu KSÍ. „Í miðaskilmálum FIFA er útlistað býsna ítarlega hvaða skuldbindingar miðakaupendur taka sér á hendur við miðakaup. Þar á meðal er fjallað sérstaklega um það í hvaða tilfellum FIFA áskilur sér rétt til að afturkalla miðakaup eða ógilda keyptan miða. Sem dæmi má nefna að skýrt er tekið fram að ekki sé undir neinum kringumstæðum heimilt að endurselja miða eða nota miða í markaðslegum tilgangi, t.d. í gjafaleikjum fyrirtækja sem ekki hafa fengið til þess staðfest samþykki FIFA. Fram kemur í skilmálunum að slíkt sé einfaldlega brot á rússneskum lögum.“ segir í frétt KSÍ. KSÍ biður knattspyrnuáhugafólk um að fara sér að engu óðslega í þessum málum og gæta þess kynna sér vel alla skilmála. KSÍ gefur líka áhugasömum upp fjóra tengla sem munu nýtast vel til að skoða þessi mál betur. Þeir eru:Miðavefur UEFA (https://www.fifa.com/worldcup/organisation/ticketing/index.html)Algengar spurningar (https://tickets.fifa.com/FAQ/en?platform=desktop&lang=en)Almennir miðaskilmálar (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/53/2018fwc_gtcs_en-generaltermsandconditionsfortheuseoftickets_neutral.pdf)Það sem er bannað (samantekt) (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/39/2018fwc_unauthorisedticketsales_en_english.pdf)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira