Örlög Íslands ráðast: Landsmenn ættu að halda með „litlu liðunum“ í umspilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Will Gregg, ein af stjörnum EM 2016 þrátt fyrir að hafa ekkert spilað, er ekki í leikmannahópi Norður-Íra sem stefna á að slá út Sviss í umspilinu. Vísir/AFP Úrslitin í umspilsleikjum um laus sæti á HM í fótbolta ráða því hvort Ísland verði í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla þann 1. desember. Átta Evrópuþjóðir berjast um fjögur laus sæti auk þess sem Nýja Sjáland og Perú berjast um sæti í lokakeppninni. Ljóst er að Ísland verður í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður. Styrkleikaflokkarnir eru fjórir og átta þjóðir í hverjum flokki, enda 32 lið í lokakeppninni. Staða landsliðanna á styrkleikalista FIFA, sem birtur var í október, ræður því í hvaða flokk landsliðin raðast að frátöldum gestgjöfunum Rússum sem fá sæti í 1. styrkleikaflokki. Ísland situr í 21. sæti styrkleikalistans. Verði úrslitin í umspilinu næstu daga hagstæð gæti Ísland fengið sæti í 2. styrkleikaflokki. Kosturinn við hærri styrkleikaflokk er að dragast gegn „veikari“ liðum í riðli, m.v. stöðu þeirra á FIFA listanum. Aron Einar Gunnarsson og félagar fögnuðu sæti á HM eftir2-0 sigur á Kósóvó í lokaleiknum í riðlakeppninni.Vísir/Ernir Ísland í baráttu um þrjú sæti 23 þjóðir hafa tryggt sæti sitt á HM en níu sæti eru laus. Að neðan má sjá umspilsleikina sem framundan eru en auk þessara fimm einvíga á eftir að ráðast hvaða fjórar Afríkuþjóðir tryggja síðustu sæti álfunnar. Afríkuþjóðirnar sem eiga möguleika eru þó mun neðar á FIFA listanum og hafa því ekki áhrif á röðun í styrkleikaflokkana. Leikirnir eru: Írland (26) vs Danmörk (19) Norður Írland (23) vs Sviss (11) Grikkland (47) vs Króatía (18) Svíþjóð (25) vs Ítalía (15) Nýja Sjáland (122) vs Perú (10) Af liðunum átta sem verða í 2. styrkleikaflokki hafa fimm tryggt sér sæti í styrkleikaflokknum. Spánn (8) England (12) Kólumbía (13) Mexíkó (16) Úrúgvæ (17) Tvö lið hafa tryggt sér sæti á HM og eigja von um sæti í 2. styrkleikaflokki. Ísland (21)Kostaríka (22)Ísland er sæti fyrir ofan Kostaríka svo okkar menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af Kostaríkamönnum. Ísland má hins vegar ekki við því að þrjú lið fyrir ofan á FIFA listanum tryggi sér sæti á HM. Þá fellur Ísland niður í 3. styrkleikaflokk.Liðin í umspili sem geta komist í 2. styrkleikaflokk eru:Perú (10)Sviss (11)Ítalía (15)Króatía (18)Danmörk (19)Norður-Írland (23)Englendingar yrðu eflaust fegnir að sleppa við að mæta Íslandi í riðlakeppninni.Vísir/GettyFyrstu fimm liðin eru fyrir ofan Ísland á FIFA listanum. Tryggi þau sér sæti á HM færist Ísland neðar í goggunarröðinni.Af leikjunum fimm um helgina má „stóra liðið“, það sem er ofar en hitt á FIFA listanum, aðeins hafa betur í tveimur leikjum. „Litla liðið“ verður að hafa betur í þremur. Vinni t.d. Írar sigur á Dönum, Norður-Írar slá út Sviss og Grikkir klára Króatíu tryggja þrjú landslið sér sæti á HM sem eru fyrir neðan Ísland á FIFA listanum. Þá heldur Ísland stöðu sinni í 2. styrkleikaflokki.Verði Ísland í 2. styrkleikaflokki er ljóst að landsliðið mun ekki hafna með liðum í þeim styrkleikaflokki í riðli. Spánn, England, Kólumbía, Mexíkó og Úrúgvæ hafa tryggt sig í þann flokk eins og áður var komið að.Aðeins liggur fyrir þegar þetta er skrifað að Egyptaland og Íran verða í 3. styrkleikaflokki.Íslendingar ættu því, vilji þeir að að Ísland hafni í 2. styrkleikaflokki, að styðja Íra, Norður-Íra, Grikki, Svía og Nýja-Sjáland í verkefnum sínum næstu daga. Umspilið byrjar í kvöld en að neðan má sjá dagsetningar leikja. Leikir allra Evrópuþjóðanna eru í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2Fimmtudagur 9. nóvemberKróatía - Grikkland Norður-Írland - SvissFöstudagur 10. nóvemberSvíþjóð - ÍtalíaLaugardagur 11. nóvemberDanmörk - ÍrlandNýja-Sjáland - PerúSunnudagur 12. nóvemberSviss - Norður-ÍrlandGrikkland - KróatíaMánudagur 13. nóvemberÍtalía - SvíþjóðÞriðjudagur 14. nóvemberÍrland - DanmörkFimmtudagur 16. nóvemberPerú - Nýja-Sjáland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Úrslitin í umspilsleikjum um laus sæti á HM í fótbolta ráða því hvort Ísland verði í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla þann 1. desember. Átta Evrópuþjóðir berjast um fjögur laus sæti auk þess sem Nýja Sjáland og Perú berjast um sæti í lokakeppninni. Ljóst er að Ísland verður í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður. Styrkleikaflokkarnir eru fjórir og átta þjóðir í hverjum flokki, enda 32 lið í lokakeppninni. Staða landsliðanna á styrkleikalista FIFA, sem birtur var í október, ræður því í hvaða flokk landsliðin raðast að frátöldum gestgjöfunum Rússum sem fá sæti í 1. styrkleikaflokki. Ísland situr í 21. sæti styrkleikalistans. Verði úrslitin í umspilinu næstu daga hagstæð gæti Ísland fengið sæti í 2. styrkleikaflokki. Kosturinn við hærri styrkleikaflokk er að dragast gegn „veikari“ liðum í riðli, m.v. stöðu þeirra á FIFA listanum. Aron Einar Gunnarsson og félagar fögnuðu sæti á HM eftir2-0 sigur á Kósóvó í lokaleiknum í riðlakeppninni.Vísir/Ernir Ísland í baráttu um þrjú sæti 23 þjóðir hafa tryggt sæti sitt á HM en níu sæti eru laus. Að neðan má sjá umspilsleikina sem framundan eru en auk þessara fimm einvíga á eftir að ráðast hvaða fjórar Afríkuþjóðir tryggja síðustu sæti álfunnar. Afríkuþjóðirnar sem eiga möguleika eru þó mun neðar á FIFA listanum og hafa því ekki áhrif á röðun í styrkleikaflokkana. Leikirnir eru: Írland (26) vs Danmörk (19) Norður Írland (23) vs Sviss (11) Grikkland (47) vs Króatía (18) Svíþjóð (25) vs Ítalía (15) Nýja Sjáland (122) vs Perú (10) Af liðunum átta sem verða í 2. styrkleikaflokki hafa fimm tryggt sér sæti í styrkleikaflokknum. Spánn (8) England (12) Kólumbía (13) Mexíkó (16) Úrúgvæ (17) Tvö lið hafa tryggt sér sæti á HM og eigja von um sæti í 2. styrkleikaflokki. Ísland (21)Kostaríka (22)Ísland er sæti fyrir ofan Kostaríka svo okkar menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af Kostaríkamönnum. Ísland má hins vegar ekki við því að þrjú lið fyrir ofan á FIFA listanum tryggi sér sæti á HM. Þá fellur Ísland niður í 3. styrkleikaflokk.Liðin í umspili sem geta komist í 2. styrkleikaflokk eru:Perú (10)Sviss (11)Ítalía (15)Króatía (18)Danmörk (19)Norður-Írland (23)Englendingar yrðu eflaust fegnir að sleppa við að mæta Íslandi í riðlakeppninni.Vísir/GettyFyrstu fimm liðin eru fyrir ofan Ísland á FIFA listanum. Tryggi þau sér sæti á HM færist Ísland neðar í goggunarröðinni.Af leikjunum fimm um helgina má „stóra liðið“, það sem er ofar en hitt á FIFA listanum, aðeins hafa betur í tveimur leikjum. „Litla liðið“ verður að hafa betur í þremur. Vinni t.d. Írar sigur á Dönum, Norður-Írar slá út Sviss og Grikkir klára Króatíu tryggja þrjú landslið sér sæti á HM sem eru fyrir neðan Ísland á FIFA listanum. Þá heldur Ísland stöðu sinni í 2. styrkleikaflokki.Verði Ísland í 2. styrkleikaflokki er ljóst að landsliðið mun ekki hafna með liðum í þeim styrkleikaflokki í riðli. Spánn, England, Kólumbía, Mexíkó og Úrúgvæ hafa tryggt sig í þann flokk eins og áður var komið að.Aðeins liggur fyrir þegar þetta er skrifað að Egyptaland og Íran verða í 3. styrkleikaflokki.Íslendingar ættu því, vilji þeir að að Ísland hafni í 2. styrkleikaflokki, að styðja Íra, Norður-Íra, Grikki, Svía og Nýja-Sjáland í verkefnum sínum næstu daga. Umspilið byrjar í kvöld en að neðan má sjá dagsetningar leikja. Leikir allra Evrópuþjóðanna eru í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2Fimmtudagur 9. nóvemberKróatía - Grikkland Norður-Írland - SvissFöstudagur 10. nóvemberSvíþjóð - ÍtalíaLaugardagur 11. nóvemberDanmörk - ÍrlandNýja-Sjáland - PerúSunnudagur 12. nóvemberSviss - Norður-ÍrlandGrikkland - KróatíaMánudagur 13. nóvemberÍtalía - SvíþjóðÞriðjudagur 14. nóvemberÍrland - DanmörkFimmtudagur 16. nóvemberPerú - Nýja-Sjáland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira