Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 10:30 Lögreglan hefur gefið út að Kelley hafi mætt í kirkjuna með fimmtán skothylki og hann hafi skotið 450 skotum. Vísir/AFP Ein af þeim 26 sem létu lífið í árás Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas á sunnudag var hin 71 árs gamla Lula White, amma eiginkonu Kelley. Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. Tengdamóðir Kelley var ekki viðstödd sunnudagsmessuna um helgina þar sem mesta fjöldamorðið í sögu Texas ríkis var framið. Bandarískir fjölmiðlar – CNN og CBS News þeirra á meðal – greina hins vegar frá að móðir tengdamóður Kelley hafi verið í kirkjunni og látið þar lífið. White á lengi að hafa starfað sem sjálfboðaliði innan kirkjunnar. Mary Mishler Clyburn, systir White, segir hana hafa verið æðislega og ástríka manneskju sem hafi elskað guð sinn. „Hún elskaði kirkju sína. Þau voru öll bestu vinir hennar,“ segir Clyburn. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að bandaríska flughernum hafi láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi. Tveimur árum síðar var hann rekinn úr hernum með skömm. Með slíkan dóm á bakinu hefði hann ekki átt að geta keypt sér skotvopn, en vegna mistaka var FBI aldrei tilkynnt um dóminn. Lögreglan hefur gefið út að Kelley hafi mætt í kirkjuna með fimmtán skothylki og hann hafi skotið 450 skotum. Fórnarlömb Kelley voru á aldrinum átján mánaða til 77 ára. Þegar Kelley yfirgaf kirkjuna lenti hann í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford. Lögreglan segir Willeford hafa sært Kelley áður en honum tókst að flýja af vettvangi. Willeford og Johnny Langendorf, annar heimamaður, eltu Kelley á bíl. Kelley hringdi í föður sinn úr bílnum og sagði að hann myndi ekki lifa þetta af og mun svo hafa skotið sig, samkvæmt lögreglu. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. 6. nóvember 2017 11:10 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Ein af þeim 26 sem létu lífið í árás Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas á sunnudag var hin 71 árs gamla Lula White, amma eiginkonu Kelley. Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. Tengdamóðir Kelley var ekki viðstödd sunnudagsmessuna um helgina þar sem mesta fjöldamorðið í sögu Texas ríkis var framið. Bandarískir fjölmiðlar – CNN og CBS News þeirra á meðal – greina hins vegar frá að móðir tengdamóður Kelley hafi verið í kirkjunni og látið þar lífið. White á lengi að hafa starfað sem sjálfboðaliði innan kirkjunnar. Mary Mishler Clyburn, systir White, segir hana hafa verið æðislega og ástríka manneskju sem hafi elskað guð sinn. „Hún elskaði kirkju sína. Þau voru öll bestu vinir hennar,“ segir Clyburn. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að bandaríska flughernum hafi láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi. Tveimur árum síðar var hann rekinn úr hernum með skömm. Með slíkan dóm á bakinu hefði hann ekki átt að geta keypt sér skotvopn, en vegna mistaka var FBI aldrei tilkynnt um dóminn. Lögreglan hefur gefið út að Kelley hafi mætt í kirkjuna með fimmtán skothylki og hann hafi skotið 450 skotum. Fórnarlömb Kelley voru á aldrinum átján mánaða til 77 ára. Þegar Kelley yfirgaf kirkjuna lenti hann í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford. Lögreglan segir Willeford hafa sært Kelley áður en honum tókst að flýja af vettvangi. Willeford og Johnny Langendorf, annar heimamaður, eltu Kelley á bíl. Kelley hringdi í föður sinn úr bílnum og sagði að hann myndi ekki lifa þetta af og mun svo hafa skotið sig, samkvæmt lögreglu.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. 6. nóvember 2017 11:10 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. 6. nóvember 2017 11:10
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45
Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15