Margrét hætti með snuð og fékk hjálp frá forsetanum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 19:30 Eliza, Margrét og Guðni á þessum merkisdegi. Mynd / Úr einkasafni „Þau fóru í lestina eins og þau gera alltaf og lögðu svo leið sína að duddutrénu, sem eru reyndar hreindýrahorn. Þau voru bara tvö þannig að afinn sneri sér að næsta manni til að spyrja hvort hann væri til í að taka mynd og þá var það enginn annar en forsetinn. Mjög viðeigandi að hann væri þarna staddur við þessa miklu athöfn,“ segir dansarinn Kara Hergils. Dóttir hennar, Margrét Hergils Owensdóttir, fór með afa sínum, Valdimar Jóhannessyni, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn síðustu helgi til að færa garðinum snuðið sitt. Er þetta táknræn athöfn sem margir foreldrar kannast við og gera mörg börn þetta á ári hverju til að marka þau tímamót að hætta að nota snuð. Að segja skilið við dagana sem lítið barn og ganga í raðir stærri krakka. Það sem gerði þessa stund enn tilkomumeiri var að forsetahjónin, herra Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, voru í garðinum á sama tíma með börnum sínum. „Fyrir henni var þetta bara ósköp indæll karl,” segir Kara, aðspurð um hvernig Margréti hafi litist á forseta vor. „Henni fannst þó mjög sniðugt að Guðni og Eliza töluðu bæði íslensku og ensku, enda er hún Margrét tvítyngd þar sem pabbi hennar er frá Bandaríkjunum,“ bætir Kara við.Margrét með afanum við duddutréð. Myndina tók sjálfur forseti Íslands.Mynd / Úr einkasafniAð sættast á duddulausa tilveru En gerði Margrét sér grein fyrir því að forseti Íslands tæki þátt í þessari mikilvægu stund? „Nei, hún fattaði það ekki, enda tiltölulega nýorðin þriggja ára. En við erum búin að ræða þetta mikið síðan, þannig að henni þykir þetta allt saman mjög merkilegt núna,“ segir Kara glöð í bragði. Aðskilnaðurinn við snuðið var búinn að vera í bígerð í dágóðan tíma að sögn Köru, enda átaknleg tímamót í lífi hvers barns. „Afi hennar, pabbi minn, hefur farið með mörg barnabörn sín á þennan stað og gert þetta að athöfn fyrir þau þegar þau eru tilbúin að hætta með duddu. Hún og afi hennar voru búin að ræða þetta í nokkra mánuði og hann sagði alltaf að hann skildi fara með henni þegar að hún væri tilbúin. Hún bað mig svo um að hringja í hann á laugardaginn síðasta og þá tilkynnti hún honum að nú væri hún tilbúin. Afinn lagði strax af stað til að sækja hana. Ég hafði ekki hugmynd um að hún vildi hringja út af þessu,“ segir Kara hlæjandi. Margréti gekk afar vel að gefa Fjölskyldu- og húsdýragarðinum snuðið sitt og auðvitað sakaði ekki að forseti Íslands veitti henni stuðning í verki. „Henni þótti þetta ekkert mál, frekar mikið sport að skilja þarna dudduna eftir,“ segir móðir Margrétar. En hvað með framhaldið, er mikill snuðsöknuður að hrjá þessa þriggja ára hnátu? „Það var smá sjokk um kvöldið þegar hún átti að fara að sofa að vita til þess að duddan hafði orðið eftir, en hún er hægt og rólega að sættast á duddulausa tilveru,“ segir Kara kímin. Forseti Íslands Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
„Þau fóru í lestina eins og þau gera alltaf og lögðu svo leið sína að duddutrénu, sem eru reyndar hreindýrahorn. Þau voru bara tvö þannig að afinn sneri sér að næsta manni til að spyrja hvort hann væri til í að taka mynd og þá var það enginn annar en forsetinn. Mjög viðeigandi að hann væri þarna staddur við þessa miklu athöfn,“ segir dansarinn Kara Hergils. Dóttir hennar, Margrét Hergils Owensdóttir, fór með afa sínum, Valdimar Jóhannessyni, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn síðustu helgi til að færa garðinum snuðið sitt. Er þetta táknræn athöfn sem margir foreldrar kannast við og gera mörg börn þetta á ári hverju til að marka þau tímamót að hætta að nota snuð. Að segja skilið við dagana sem lítið barn og ganga í raðir stærri krakka. Það sem gerði þessa stund enn tilkomumeiri var að forsetahjónin, herra Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, voru í garðinum á sama tíma með börnum sínum. „Fyrir henni var þetta bara ósköp indæll karl,” segir Kara, aðspurð um hvernig Margréti hafi litist á forseta vor. „Henni fannst þó mjög sniðugt að Guðni og Eliza töluðu bæði íslensku og ensku, enda er hún Margrét tvítyngd þar sem pabbi hennar er frá Bandaríkjunum,“ bætir Kara við.Margrét með afanum við duddutréð. Myndina tók sjálfur forseti Íslands.Mynd / Úr einkasafniAð sættast á duddulausa tilveru En gerði Margrét sér grein fyrir því að forseti Íslands tæki þátt í þessari mikilvægu stund? „Nei, hún fattaði það ekki, enda tiltölulega nýorðin þriggja ára. En við erum búin að ræða þetta mikið síðan, þannig að henni þykir þetta allt saman mjög merkilegt núna,“ segir Kara glöð í bragði. Aðskilnaðurinn við snuðið var búinn að vera í bígerð í dágóðan tíma að sögn Köru, enda átaknleg tímamót í lífi hvers barns. „Afi hennar, pabbi minn, hefur farið með mörg barnabörn sín á þennan stað og gert þetta að athöfn fyrir þau þegar þau eru tilbúin að hætta með duddu. Hún og afi hennar voru búin að ræða þetta í nokkra mánuði og hann sagði alltaf að hann skildi fara með henni þegar að hún væri tilbúin. Hún bað mig svo um að hringja í hann á laugardaginn síðasta og þá tilkynnti hún honum að nú væri hún tilbúin. Afinn lagði strax af stað til að sækja hana. Ég hafði ekki hugmynd um að hún vildi hringja út af þessu,“ segir Kara hlæjandi. Margréti gekk afar vel að gefa Fjölskyldu- og húsdýragarðinum snuðið sitt og auðvitað sakaði ekki að forseti Íslands veitti henni stuðning í verki. „Henni þótti þetta ekkert mál, frekar mikið sport að skilja þarna dudduna eftir,“ segir móðir Margrétar. En hvað með framhaldið, er mikill snuðsöknuður að hrjá þessa þriggja ára hnátu? „Það var smá sjokk um kvöldið þegar hún átti að fara að sofa að vita til þess að duddan hafði orðið eftir, en hún er hægt og rólega að sættast á duddulausa tilveru,“ segir Kara kímin.
Forseti Íslands Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira