Varfærni einkennir líkamstjáninguna í Sigurðarstofu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 16:00 Það virtist fara vel um fundarmenn á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga, formanns Framsóknar. Vísir/Ernir Fulltrúar fjögurra stjórnmálaflokka funda nú á Syðri Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Myndir sem ljósmyndari fréttstofu smellti af á fundinum fyrr í dag hafa vakið nokkra athygli. Vísir ákvað að hafa samband við sálfræðinginn Björn Vernharðsson sem hefur fjallað mikið um líkamstjáningu fólks og biðja hann að athuga hvort að einhver dulin skilaboð leyndust í fasi fundarmanna í Hrunamannahreppi. Vert er þó að taka fram að þetta er allt til gamans gert. „Það má sjá að Sigurður Ingi og Lilja eru með hendurnar fyrir framan sig, þannig að þau eru mjög varfærin í þessu. Lilja er með krosslagðar fætur í þokkabót,“ segir Björn. „Oddný hallar sér að Þórhildi Sunnu og það er gagnkvæmt. Logi er með hendurnar á hnjánum og tilbúinn í aksjón.“ Hann segir að Píratar séu opnastir í sinni stöðu. „Enda hafa þeir eiginlega gefið það út að ef þetta virkar ekki að þá verði þeir í stjórnarandstöðu.“Heimilishundurinn Kjói vakti lukku meðal fundarmanna.Vísir/Ernir„Katrín sjálf er með hendur í kjöltu sér og krosslagða fætur, þannig að hún er annaðhvort ekki örugg með sig eða opnar sig ekki fullkomlega fyrir samstarfinu. Það eru allir að horfa á hundinn nema Þórhildur Sunna er að horfa á Sigurð Inga eða fram í stofuna og Oddný á Katrínu.“ Hann segir að samningatækni Pírata sé þannig að þeir hafi tekið á sig alla pressu af hinum stjórnarandstöðuflokkunum og þannig eyðilagt möguleika á því að allir flokkarnir beittu sér að afli til að ná stjórnarsamkomulagi.Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sést hér neðst í vinstra horni segja sögu sem virðist vekja lukku.Vísir/ErnirHann líkir jafnframt samingaviðræðunum við aðstæður um borð í skipi sem hrekst vélarvana um á hafi úti. „Það eru fjórir menn um borð og aðeins einn björgunarbátur fyrir tvo. Til að gangsetja vélina þurfa allir að taka þátt í því að öllu afli og Píratar segjast ekki ætla sér í björgunarbátinn en vera niðri í vélarrúminu hvað sem tautar eða raular,“ segir Björn. „Framsókn stendur upp í stiga á vélarrúminu og er tilbúinn í björgunarbátinn og hvað gera hinir tveir flokkarnir. Hella þeir sér í það að gera við vélina eða nálgast þeir stigann? Af myndunum að dæma að þá er Katrín með annað augað á stiganum!“ Björn bætti svo um betur og skipti ráðuneytunum niður með leiðtogum flokkanna eftir því hvar þeir sitja í stofunni: „Sigurður Ingi er þar sem flæðið og fjármálin liggja. Ef þessi stjórn tækist yrði hann fjármálaráðherra. Katrín situr þar sem sá sem stjórnin ætti að hafa en þar sem hún situr með opna stofuna á bak við sig getur það verið að hún annaðhvort hafi ekki völdin eins klippt og skorið og ætla mætti. Hrafn situr þar sem þekkingin er ætluð sæti og ætla mætti að menntamálaráðherra tæki sæti.“ Hann segir að Svandís Svavarsdóttir sitji þar sem heilbrigðisráðherra væri og Bergþóra Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks VG gæti þá verið kandídat í utanþingsráðherra ferðamála. Hún situr við hlið Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. „Logi þá atvinnuvegaráðuneytið. Smári og Oddný skipta þá upp með sér innanríkisráðuneytinu og Þórhildur Sunna þá velferðarráðuneytið. Lilja færi þá í utanríkisráðuneytið aftur. Þessi sem ætlar sér ferðamálaráðuneytið er þá einhvers staðar annarsstaðar nema að hann sé í þjónustunni.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. 3. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Fulltrúar fjögurra stjórnmálaflokka funda nú á Syðri Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Myndir sem ljósmyndari fréttstofu smellti af á fundinum fyrr í dag hafa vakið nokkra athygli. Vísir ákvað að hafa samband við sálfræðinginn Björn Vernharðsson sem hefur fjallað mikið um líkamstjáningu fólks og biðja hann að athuga hvort að einhver dulin skilaboð leyndust í fasi fundarmanna í Hrunamannahreppi. Vert er þó að taka fram að þetta er allt til gamans gert. „Það má sjá að Sigurður Ingi og Lilja eru með hendurnar fyrir framan sig, þannig að þau eru mjög varfærin í þessu. Lilja er með krosslagðar fætur í þokkabót,“ segir Björn. „Oddný hallar sér að Þórhildi Sunnu og það er gagnkvæmt. Logi er með hendurnar á hnjánum og tilbúinn í aksjón.“ Hann segir að Píratar séu opnastir í sinni stöðu. „Enda hafa þeir eiginlega gefið það út að ef þetta virkar ekki að þá verði þeir í stjórnarandstöðu.“Heimilishundurinn Kjói vakti lukku meðal fundarmanna.Vísir/Ernir„Katrín sjálf er með hendur í kjöltu sér og krosslagða fætur, þannig að hún er annaðhvort ekki örugg með sig eða opnar sig ekki fullkomlega fyrir samstarfinu. Það eru allir að horfa á hundinn nema Þórhildur Sunna er að horfa á Sigurð Inga eða fram í stofuna og Oddný á Katrínu.“ Hann segir að samningatækni Pírata sé þannig að þeir hafi tekið á sig alla pressu af hinum stjórnarandstöðuflokkunum og þannig eyðilagt möguleika á því að allir flokkarnir beittu sér að afli til að ná stjórnarsamkomulagi.Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sést hér neðst í vinstra horni segja sögu sem virðist vekja lukku.Vísir/ErnirHann líkir jafnframt samingaviðræðunum við aðstæður um borð í skipi sem hrekst vélarvana um á hafi úti. „Það eru fjórir menn um borð og aðeins einn björgunarbátur fyrir tvo. Til að gangsetja vélina þurfa allir að taka þátt í því að öllu afli og Píratar segjast ekki ætla sér í björgunarbátinn en vera niðri í vélarrúminu hvað sem tautar eða raular,“ segir Björn. „Framsókn stendur upp í stiga á vélarrúminu og er tilbúinn í björgunarbátinn og hvað gera hinir tveir flokkarnir. Hella þeir sér í það að gera við vélina eða nálgast þeir stigann? Af myndunum að dæma að þá er Katrín með annað augað á stiganum!“ Björn bætti svo um betur og skipti ráðuneytunum niður með leiðtogum flokkanna eftir því hvar þeir sitja í stofunni: „Sigurður Ingi er þar sem flæðið og fjármálin liggja. Ef þessi stjórn tækist yrði hann fjármálaráðherra. Katrín situr þar sem sá sem stjórnin ætti að hafa en þar sem hún situr með opna stofuna á bak við sig getur það verið að hún annaðhvort hafi ekki völdin eins klippt og skorið og ætla mætti. Hrafn situr þar sem þekkingin er ætluð sæti og ætla mætti að menntamálaráðherra tæki sæti.“ Hann segir að Svandís Svavarsdóttir sitji þar sem heilbrigðisráðherra væri og Bergþóra Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks VG gæti þá verið kandídat í utanþingsráðherra ferðamála. Hún situr við hlið Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. „Logi þá atvinnuvegaráðuneytið. Smári og Oddný skipta þá upp með sér innanríkisráðuneytinu og Þórhildur Sunna þá velferðarráðuneytið. Lilja færi þá í utanríkisráðuneytið aftur. Þessi sem ætlar sér ferðamálaráðuneytið er þá einhvers staðar annarsstaðar nema að hann sé í þjónustunni.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. 3. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45
Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. 3. nóvember 2017 13:30