Leik – grunn – og tónlistarskóli í nýjum stjórnarsáttmála Guðríður Arnardóttir skrifar 3. nóvember 2017 10:44 Allir flokkarnir sem buðu fram í aðdraganda nýafstaðinna kosninga til Alþingis voru sammála því að það þyrfti að styrkja menntakerfið og voru öll skólastig nefnd í því sambandi. Nú þegar Katrín Jakobsdóttir leiðir stjórnarmyndunarviðræður flokka sem töluðu sérstaklega fyrir menntamálum við ég minna á eftirfarandi: Sveitarfélögin í landinu reka leik- grunn- og tónlistarskóla. Verulega skortir á að kjör og starfsaðstæður þessara kennarahópa séu viðundandi. Álag á kennara er óhóflegt og sýna gögn að kulnun í starfi og langtímaveikindi eru mest meðal kennara borið saman við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Mestur er vandinn meðal leikskólakennara. Börn á leikskólum eru of mörg í hverju rými og of fáir kennarar starfa innan leikskólanna. Kjarasamningar grunnskólakennara eru nú lausir og losna samningar tónlistarskólakennara næsta vor. Það liggur fyrir að ekki mun nást sátt um kjör þeirra og starfsaðstæður nema talsverð viðbót verði lögð til rekstrarins. Þá er ljóst að bættar aðstæður kennara og barna á leikskólum þolir enga bið. Nú þegar ný ríkisstjórn er mögulega í fæðingu vil ég beina orðum mínum til þeirra sem skrifa nú nýjan stjórnarsáttmála. Það er lykilatriði og hreinlega nauðsynlegt ef einhver sátt á að skapast um íslenskan vinnumarkað að sveitarfélögum í landinu verði gert kleyft að bæta kjör og starfsaðstæður kennara. Til þess verða þau að fá stuðning Alþingis til að rýmka tekjustofna sína. Sveitarfélögunum er sniðinn þröngur stakkur þar sem Alþingi setur ramma um heimildir þeirra til að afla sér tekna. Framundan eru kjarasamningar við alla starfandi kennara sveitarfélaganna og eigi að skapast sátt um þá samninga þurfa sveitarfélögin að leggja meira fjármagn í rekstur leik- grunn- og tónlistarskóla. Nú verður ný ríkisstjórn að standa við fyrirheit um stórsókn í menntamálum. Til þess að svo megi verða má ekki gleyma hlut sveitarfélaganna í menntakerfi landsins og verður Alþingi að tryggja sveitarfélögunum í landinu auknar heimildir til að afla sér tekna. Þar er brýnt að tryggja sveitarfélögum hlut í fjármagnstekjuskatti og veita þeim heimildir til að hækka útsvar. Það vil ég meðal annars sjá í nýjum stjórnarsáttmála.Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Allir flokkarnir sem buðu fram í aðdraganda nýafstaðinna kosninga til Alþingis voru sammála því að það þyrfti að styrkja menntakerfið og voru öll skólastig nefnd í því sambandi. Nú þegar Katrín Jakobsdóttir leiðir stjórnarmyndunarviðræður flokka sem töluðu sérstaklega fyrir menntamálum við ég minna á eftirfarandi: Sveitarfélögin í landinu reka leik- grunn- og tónlistarskóla. Verulega skortir á að kjör og starfsaðstæður þessara kennarahópa séu viðundandi. Álag á kennara er óhóflegt og sýna gögn að kulnun í starfi og langtímaveikindi eru mest meðal kennara borið saman við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Mestur er vandinn meðal leikskólakennara. Börn á leikskólum eru of mörg í hverju rými og of fáir kennarar starfa innan leikskólanna. Kjarasamningar grunnskólakennara eru nú lausir og losna samningar tónlistarskólakennara næsta vor. Það liggur fyrir að ekki mun nást sátt um kjör þeirra og starfsaðstæður nema talsverð viðbót verði lögð til rekstrarins. Þá er ljóst að bættar aðstæður kennara og barna á leikskólum þolir enga bið. Nú þegar ný ríkisstjórn er mögulega í fæðingu vil ég beina orðum mínum til þeirra sem skrifa nú nýjan stjórnarsáttmála. Það er lykilatriði og hreinlega nauðsynlegt ef einhver sátt á að skapast um íslenskan vinnumarkað að sveitarfélögum í landinu verði gert kleyft að bæta kjör og starfsaðstæður kennara. Til þess verða þau að fá stuðning Alþingis til að rýmka tekjustofna sína. Sveitarfélögunum er sniðinn þröngur stakkur þar sem Alþingi setur ramma um heimildir þeirra til að afla sér tekna. Framundan eru kjarasamningar við alla starfandi kennara sveitarfélaganna og eigi að skapast sátt um þá samninga þurfa sveitarfélögin að leggja meira fjármagn í rekstur leik- grunn- og tónlistarskóla. Nú verður ný ríkisstjórn að standa við fyrirheit um stórsókn í menntamálum. Til þess að svo megi verða má ekki gleyma hlut sveitarfélaganna í menntakerfi landsins og verður Alþingi að tryggja sveitarfélögunum í landinu auknar heimildir til að afla sér tekna. Þar er brýnt að tryggja sveitarfélögum hlut í fjármagnstekjuskatti og veita þeim heimildir til að hækka útsvar. Það vil ég meðal annars sjá í nýjum stjórnarsáttmála.Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar