Finnur til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu kannabisolíu í Danmörku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. nóvember 2017 20:00 Móðir drengs sem lést úr krabbameini í fyrra og notaði kannabisolíu til að lina þjáningar sínar fram á síðasta dag segist finna til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu slíkrar olíu í Damörku. Þá segir formaður Krafts að algengt sé að félagsmenn leiti til þeirra með spurningar um efnið en að erfitt sé að mæla með einhverju sem er ólöglegt. Íslensk kona, Málfríður Þorleifsdóttir, sætir nú ákæru í Danmörku ásamt fjórum öðrum fyrir framleiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Greint er frá málinu í morgunblaðinu í dag en ástæða þess að Málfríður er viðriðin málið er sú að hún vildi lina þjáningar föður síns sem greindst hafði með illvígt krabbamein. Málið hefur vakið talsverða athygli í Danmörku og vakið upp spurningar um hvort leyfa eigi kannabis til lækninga. Þá hefur sú umræða einnig komið upp hér á landi en hér er það ólöglegt. Ítarlega var fjallað um málið í þáttunum Brestir á Stöð2 fyrir nokkrum árum þar sem ungur maður sagði frá því hvernig hann hefði aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. Einn þeirra var Sigurður Jón Súddason en hann greindist með æxli í heila árið 2013. Hann og móðir hans, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, tóku þá upp á því að útbúa kannabisolíu þar sem hefðbundnar leiðir duguðu ekki til að slá á verki hans. Sigurður lést í janúar í fyrra en hann notaði kannabisolíu nánast alveg fram að þeim degi. „Og það er engin efi í mínum huga varðandi verkastillandi og það eykur matarlyst,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segist finna mikið til með Málfríði og að hún geti sett sig í hennar spor. Þegar maður horfi á ástvin kveljast, þá geri maður allt til að hjálpa. „Mér leið illa að byrja og var hrædd en þegar ég sá árangurinn þá skipti það engu máli,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segir að fjöldi fólk sé í sömu stöðu en það höfðu margir samband eftir þáttinn. Þá fær félagið Kraftur, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, reglulega spurningar frá félagsmönnum um kannabis í lækningarskyni. „Þar sem þetta er ólöglegt þá eru hendur okkar mjög bundnar,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts. Hún segir félagið opið fyrir því að lagt yrði fram frumvarp um að lögleiða kannabis í lækningarskyni. „Ef að félagsmenn okkar geta farið í apótek og leyst út lyfin sín án þess að þurfa að fara á svartan markað til þess að láta sér líða betur þá segjum við já,“ segir Ástrós. Þá á Ástrós mann með krabbamein og segir að þau hjón hafi þurft að skoða þann möguleika að nota kannabis til að lina þjáningar hans. „Auðvitað veður maður yfir eld og brennistein fyrir ástvin en að þurfa að fara á svartan markað og þurfa að læðupúkast sem ég veit að margir gera í dag er rosalega erfitt og auðvitað vill maður ekki þurfa að brjóta lög,“ segir Ástrós. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Móðir drengs sem lést úr krabbameini í fyrra og notaði kannabisolíu til að lina þjáningar sínar fram á síðasta dag segist finna til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu slíkrar olíu í Damörku. Þá segir formaður Krafts að algengt sé að félagsmenn leiti til þeirra með spurningar um efnið en að erfitt sé að mæla með einhverju sem er ólöglegt. Íslensk kona, Málfríður Þorleifsdóttir, sætir nú ákæru í Danmörku ásamt fjórum öðrum fyrir framleiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Greint er frá málinu í morgunblaðinu í dag en ástæða þess að Málfríður er viðriðin málið er sú að hún vildi lina þjáningar föður síns sem greindst hafði með illvígt krabbamein. Málið hefur vakið talsverða athygli í Danmörku og vakið upp spurningar um hvort leyfa eigi kannabis til lækninga. Þá hefur sú umræða einnig komið upp hér á landi en hér er það ólöglegt. Ítarlega var fjallað um málið í þáttunum Brestir á Stöð2 fyrir nokkrum árum þar sem ungur maður sagði frá því hvernig hann hefði aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. Einn þeirra var Sigurður Jón Súddason en hann greindist með æxli í heila árið 2013. Hann og móðir hans, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, tóku þá upp á því að útbúa kannabisolíu þar sem hefðbundnar leiðir duguðu ekki til að slá á verki hans. Sigurður lést í janúar í fyrra en hann notaði kannabisolíu nánast alveg fram að þeim degi. „Og það er engin efi í mínum huga varðandi verkastillandi og það eykur matarlyst,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segist finna mikið til með Málfríði og að hún geti sett sig í hennar spor. Þegar maður horfi á ástvin kveljast, þá geri maður allt til að hjálpa. „Mér leið illa að byrja og var hrædd en þegar ég sá árangurinn þá skipti það engu máli,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segir að fjöldi fólk sé í sömu stöðu en það höfðu margir samband eftir þáttinn. Þá fær félagið Kraftur, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, reglulega spurningar frá félagsmönnum um kannabis í lækningarskyni. „Þar sem þetta er ólöglegt þá eru hendur okkar mjög bundnar,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts. Hún segir félagið opið fyrir því að lagt yrði fram frumvarp um að lögleiða kannabis í lækningarskyni. „Ef að félagsmenn okkar geta farið í apótek og leyst út lyfin sín án þess að þurfa að fara á svartan markað til þess að láta sér líða betur þá segjum við já,“ segir Ástrós. Þá á Ástrós mann með krabbamein og segir að þau hjón hafi þurft að skoða þann möguleika að nota kannabis til að lina þjáningar hans. „Auðvitað veður maður yfir eld og brennistein fyrir ástvin en að þurfa að fara á svartan markað og þurfa að læðupúkast sem ég veit að margir gera í dag er rosalega erfitt og auðvitað vill maður ekki þurfa að brjóta lög,“ segir Ástrós.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent