Spænskur bróðir Skoda Kodiaq og VW Tiguan Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 14:37 Svona lítur hinn nýi jepplingur Seat út. Það hlaut ekki að líða að löngu þangað til Skoda Kodiaq og VW Tiguan eignuðust nýjan bróður með Seat merkinu á húddinu. Spæsnski framleiðandinn Seat ætlar að kynna þennan jeppling áður en árið er á enda og hann er byggður á sama MQB undirvagni og hinir bræður hans. Bíllinn verður framleiddur í Þýskalandi og í boði verða margar bensín- og dísilvélar. Mjög margir íhlutir verða sameiginlegir í þessum nýja bíl Seat og hinum bræðrum hans og sparar stóra Volkswagen bílasamstæðan sér mikinn þróunar- og framleiðslukostnað fyrir vikið. Hann fær þó stærra grill og Seat merkið að framan verður talsvert stærra en VW og Skoda merkið á hinum bílunum. Nafn bílsins er ekki ljóst ewnnþá en sögur herma að Seat ætlað velja á milli nafnanna Alboran, Aranda, Avila og Tarraco. Seat mun byrja að taka á móti pöntunum á bílnum snemma á næsta ári. Víst er að hann verður í boði með 1,4 lítra og 2,0 lítra TSI bensínvélum sem og 2,0 lítra TDI dísilvél og plug-in-hybrid útfærsla verður líklega í spilunum líka. Líklegt verð á bílnum er 33.800 evrur. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent
Það hlaut ekki að líða að löngu þangað til Skoda Kodiaq og VW Tiguan eignuðust nýjan bróður með Seat merkinu á húddinu. Spæsnski framleiðandinn Seat ætlar að kynna þennan jeppling áður en árið er á enda og hann er byggður á sama MQB undirvagni og hinir bræður hans. Bíllinn verður framleiddur í Þýskalandi og í boði verða margar bensín- og dísilvélar. Mjög margir íhlutir verða sameiginlegir í þessum nýja bíl Seat og hinum bræðrum hans og sparar stóra Volkswagen bílasamstæðan sér mikinn þróunar- og framleiðslukostnað fyrir vikið. Hann fær þó stærra grill og Seat merkið að framan verður talsvert stærra en VW og Skoda merkið á hinum bílunum. Nafn bílsins er ekki ljóst ewnnþá en sögur herma að Seat ætlað velja á milli nafnanna Alboran, Aranda, Avila og Tarraco. Seat mun byrja að taka á móti pöntunum á bílnum snemma á næsta ári. Víst er að hann verður í boði með 1,4 lítra og 2,0 lítra TSI bensínvélum sem og 2,0 lítra TDI dísilvél og plug-in-hybrid útfærsla verður líklega í spilunum líka. Líklegt verð á bílnum er 33.800 evrur.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent