Íslandsmet í sölu á netmánudegi: „Á við mánaðarsölu“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. nóvember 2017 15:02 Sala á netmánudegi Heimkaupa er á við mánaðarsölu hjá fyrirtækinu. heimkaup Íslenska vefverslunin Heimkaup sló í gær sölumet á hinum svokallaða netmánudegi (Cyber Monday) sem sækir í bandaríska fyrirmynd. Um er að ræða 36 prósent söluaukningu á milli ára, það er frá netmánudegi í fyrra og svo nú í ár. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir söluna vera Íslandsmet. „Þetta er stærsti söludagurinn okkar á hverju ári, hann er á við mánaðarsölu,“ segir Guðmundur. Það seldust 18 þúsund vörur í gær á 6 þúsund sölunúmerum. Hann segir dreifinguna mikla og augljóst að fólk sé að sækja í úrvalið í vefverslunum. „Fólk sækir í úrval í vefverslunum en stærsti söluflokkurinn okkar í gær voru stóru raftækin, til dæmis þvottavélar, þurrkarar, ísskápar og frystikistur. Í öðru sæti voru litlu raftækin.“ Hann telur að hefðin fyrir þessum dögum erlendis, það er svörtum föstudegi og netmánudegi, hafi undanfarin ár borist hratt til Íslands. „Neytendur sjá á erlendum vefsíðum að þessir dagar eru að renna upp. Í kjölfarið verður fólk meðvitað um þá. Singles Day kom líka vel út hjá okkur, salan þar var um 20 prósent af sölunni á Cyber Monday.“Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.Úr einkasafniVefverslun Amazon fyrirmyndinHeimkaup er í stöðugri í útrás segir Guðmundur. „Við erum að vinna í því að verða hin íslenska „everything store“ og það er ekkert leyndarmál að Amazon er okkar fyrirmynd.“ Cyber Monday eða netmánudagur, eins og hann útleggst á íslensku, sækir fyrirmynd sína til Bandaríkjanna og er markmiðið að viðskiptavinir fyrirtækja versli vörur á netinu í sem mestum mæli. Netmánudagur fer fram ár hvert í kjölfar svarts föstudags (Black Friday) þar sem sala í verslunum rýkur upp daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Starfsemi Heimkaupa fer fram á Smáratorgi. Fyrirtækið gerði nýlega samning við búsáhaldafyrirtækið El-Salg A/S. Það er þar með komið í hóp 8.800 verslana Euronics. Tengdar fréttir Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Íslenska vefverslunin Heimkaup sló í gær sölumet á hinum svokallaða netmánudegi (Cyber Monday) sem sækir í bandaríska fyrirmynd. Um er að ræða 36 prósent söluaukningu á milli ára, það er frá netmánudegi í fyrra og svo nú í ár. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir söluna vera Íslandsmet. „Þetta er stærsti söludagurinn okkar á hverju ári, hann er á við mánaðarsölu,“ segir Guðmundur. Það seldust 18 þúsund vörur í gær á 6 þúsund sölunúmerum. Hann segir dreifinguna mikla og augljóst að fólk sé að sækja í úrvalið í vefverslunum. „Fólk sækir í úrval í vefverslunum en stærsti söluflokkurinn okkar í gær voru stóru raftækin, til dæmis þvottavélar, þurrkarar, ísskápar og frystikistur. Í öðru sæti voru litlu raftækin.“ Hann telur að hefðin fyrir þessum dögum erlendis, það er svörtum föstudegi og netmánudegi, hafi undanfarin ár borist hratt til Íslands. „Neytendur sjá á erlendum vefsíðum að þessir dagar eru að renna upp. Í kjölfarið verður fólk meðvitað um þá. Singles Day kom líka vel út hjá okkur, salan þar var um 20 prósent af sölunni á Cyber Monday.“Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.Úr einkasafniVefverslun Amazon fyrirmyndinHeimkaup er í stöðugri í útrás segir Guðmundur. „Við erum að vinna í því að verða hin íslenska „everything store“ og það er ekkert leyndarmál að Amazon er okkar fyrirmynd.“ Cyber Monday eða netmánudagur, eins og hann útleggst á íslensku, sækir fyrirmynd sína til Bandaríkjanna og er markmiðið að viðskiptavinir fyrirtækja versli vörur á netinu í sem mestum mæli. Netmánudagur fer fram ár hvert í kjölfar svarts föstudags (Black Friday) þar sem sala í verslunum rýkur upp daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Starfsemi Heimkaupa fer fram á Smáratorgi. Fyrirtækið gerði nýlega samning við búsáhaldafyrirtækið El-Salg A/S. Það er þar með komið í hóp 8.800 verslana Euronics.
Tengdar fréttir Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00